Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 88

Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 88
86 Þjóðmál HAUST 2010 Ég get fullyrt án fyrirvara að höfundar hafa orðið við seinni fyrirmælunum . Ég treysti mér hins vegar hvorki til að fullyrða af né á um hvort allir hafi hlýtt hinum fyrri enda er það margflókið álitamál hvað geti talist raunsönn lýsing á nýfrjálshyggju . Til að meta það þarf meðal annars að vita hvað orðið „nýfrjálshyggja“ merkir . Lýsing ritstjóra á einkennum nýfrjálshyggju Ritstjóri bókarinnar, Kolbeinn Stefánsson, fullyrðir að í aðdraganda bankakreppunnar hafi „nýfrjálshyggjan verið ríkjandi hug- mynda fræði, bæði á Íslandi og í stórum hluta heimsins“ (bls . 9) og að hún eigi það sammerkt með „kommúnisma Sovét ríkj- anna“ að vera „tilraun til að skipu leggja samfélög á grundvelli algilds hug mynda- kerfis“ þ .e . kerfis „sem reynir að finna eina grundvallarskýringu á öllum sam félags legum fyrirbærum, sem leiðir til einnar lausnar á öllum samfélags vanda málum“ (bls . 11–12) . Í fyrsta kafla bókarinnar reynir Kolbeinn að skýra hvað átt er við með hugtakinu ný­ frjálshyggja og nefnir nokkur atriði sem mér sýnist að megi skipa niður í fimm flokka: 1 . Viðleitni til að draga úr opinber u m um - svif um, m .a . með einkavæðingu ríkis fyrir - tækja . 2 . Viðleitni til að afnema höft, regluverk og pólitísk afskipti af efna hags lífinu . 3 . Áhersla á markaðshagkerfi, atvinnu- frelsi, samkeppni og frjáls viðskipti . 4 . Tilhneiging til að nota „markaðs lausn ir“ á æ fleiri sviðum m .a . með ný skipun í opin - berum rekstri þar sem „er leitað leiða til að skapa markaðsaðstæður innan opinbera geir- ans“ (bls . 17) . 5 . Trú á hagfræðileg líkön eða kenn ing ar sem fela í sér að frjáls markaður leiti sjálf- krafa jafnvægis; almannahag sé best borgið ef fyrirtæki á frjálsum markaði reyna að há- marka hagnað sinn; hægt sé að nota hag- fræði lega mælikvarða á flest eða jafnvel öll verð mæti og skilja allt mannlífið í ljósi hag- fræði legra sértekninga . Um þetta síðast nefnda segir Kolbeinn: Nýfrjálshyggjan grundvallast á tiltekinni sýn á manneskjuna . Einstaklingurinn 1) lifir í félags legu tómarúmi, 2) er sjálfselskur, 3) er ásæl inn, 4) er efnishyggin neysluvél, 5) er skyn sam ur og hagsýnn, 6) er óbrigðull um eigin hag . Þessi sýn á manneskjuna er útgangs- punkt ur nýfrjálshyggjunnar, forsendur sem ný frjáls hyggju fólk gefur sér án þess að kanna hvort þær eigi sér einhverja stoð í raun veru- leik an um (bls . 19) . Þessi mannskilningur er ef til vill hluti af einhverjum líkönum sem getur verið vit í að beita á afmarkaða þætti veruleikans en eins og Kolbeinn bendir á gefa þessar forsendur „mjög sérkennilega mynd af mannlífinu“ ef litið er á þær sem bókstaflegan sannleika (bls . 22) . Í lýsingu á einkennum nýfrjálshyggju er ekki getið um aukna áherslu á réttindi ein staklinga og tilraunir löggjafa til að skil- greina þau, með meira afgerandi hætti en fyrr var gert, sem eru að ýmsu leyti í anda frjálshyggju . Nærtæk dæmi úr íslenskri löggjöf eru Stjórnsýslulög (nr . 30 frá 1993), Lög um mannréttindasáttmála Evrópu (nr . 62 frá 1994), Upplýsingalög (nr . 50 frá 1996) og Lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga (nr . 77 frá 2000) . Ef til vill er þetta til marks um að einu frjálshyggjuáherslurnar sem til umfjöllunar eru séu þær sem tengjast beint markaðshyggju, markaðsvæðingu og hag- fræðil egum þankagangi . Þokukennd umfjöllun Það er hægt að tengja öll þessi fimm atriði við gamla frjálshyggjuhefð og það má líka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.