Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 47
Þjóðmál HAUST 2010 45
Sératkvæði hans er þó það sem uppúr
stend ur í þeim réttarhöldum . Og glymur
enn eins og brunabjalla .
Í Baugsmálum komu fyrst fram vísbend-
ingar um siðlaust viðskiptalíf .
Almenningsálitið var með þessari glæfra-
legu þróun á markaðnum og taldi sig græða
ósköpin öll á verðlaginu í Bónus svo dæmi
sé tekið og á þeim forsendum og vegna
eignaraðildar að fjölmiðlum sem stóðu vörð
um eigendur sína þandist Baugsveldið út
og tók við af verzlunarkeðjum Sambands-
ins um allt land .
Enginn fékk rönd við reist, þetta voru nýir
tímar og hin nýja framsókn einkavæðingar
og frjáls markaðar . Fjöldinn allur sló
skjaldborg um þessa þróun og hún stjórnaði
al menningsálitinu .
Þegar Baugsveldið eignaðist fjölmiðlana
og notaði þá í sína þágu má segja að þessi
tízka hafi kúgað almenningsálitið sem
laut þessum óhefta kapítalisma í blindni
og undirgefni og tók þátt í því að níða og
æru meiða alla þá sem töldu skyldu sína að
stemma stigu við því braski sem farið var að
tíðk ast á gráu svæði augljósra skattsvika og
marg víslegrar lögleysu .
Við höfðum boðað almenningshlutafélög
í ritstjórnargreinum Morgunblaðsins og
okkur var því umhugað um að þetta við-
skipta form yrði ekki fótum troðið og eyði-
lagt vegna gráðugra kaupmanna sem einskis
svifust í viðskiptum sínum .
Þegar Sullenberger kærði Baugsmenn var
ég farinn að gera mér grein fyrir því að Ís-
l and var byrjað að rotna innanfrá . En það
var ekki einungis óvinsælt að beina spjótum
að hinum nýja risa, heldur var það beinlínis
hættu legt, eins og vegið var að öllum þeim
sem játuðust ekki undir hið nýja vald .
Þá upplifði ég það sem Gyðingar sögðu
í Rómaveldi hinu forna, að peningar lykta!
Og einnig það sem fyrrum varð orðtak
vegna ógnar og undirgefni við hið danska
vald, ekki sízt drottnunarvald dönsku kaup-
mannanna:
Flatur fyrir mínum herra!
Almenningsálitið var sem sagt undirokað
af látlausum áróðri peningavaldsins og
enginn komst upp með moðreyk .
Í ritstjórnargrein Morgunblaðsins 17 . júlí
2010 segir svo: „Varnir í svokölluðu Baugs-
máli voru af svipuðum toga og sjálfsagt er
flestum í fersku minni hvernig sami maður
beitti sér og fjölmiðlaveldi sínu til að ráðast
á þá sem rannsökuðu brot hans og unnu að
því að koma lögum yfir hann .“
Það er öllum augljóst hver þessi „sami
maður“ er, en líklega var hann tvíhöfða á
þeim tíma .
Þá segir enn í forystugreininni: „Nú, þeg-
ar sú staða er komin upp að sami maður
ætlar að beita sömu aðferðum til að komast
hjá eðlilegri málsmeðferð, hlýtur að verða
að staldra við . Ýmsir fjölmiðlar, álitsgjafar
og jafnvel stjórnmálamenn [einkum sam-
fylk ing ar menn, innsk .] létu nota sig til að
hafa áhrif á niðurstöðu Baugsmálsins með
skelfi leg um afleiðingum fyrir íslenskt þjóð-
félag .“
Allt er þetta satt og rétt, því miður . En
ástæðan var auðvitað sú að Davíð Oddsson
átti að hafa skipulagt upphaf Baugsmálsins,
en mér er kunnugt um að það er ósatt .
Íslenzkt samfélag gekk semsagt fyrir til-
bún ingi, þ .e . samsæri gegn upplognu sam-
særi!
Þegar Goethe var gagnrýndur fyrir
afskiptaleysi af þjóðfélagsmálum sagði hann
að almenningur yrði að hreyfa sig að vild
í sinni afkáralegu veröld: Látið fólkið bara
snakka! sagði hann .
Þannig hefur lítið sem ekkert breytzt eins
og snakkið var um Baugsmálið á sínum
tíma . Almenningsálitið virðist ævinlega
vera samt við sig .
Nú hefur bloggið bætzt við, það er allt og
sumt .