Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 78

Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 78
76 Þjóðmál HAUST 2010 Guðni Th . Jóhannesson „Fólkið hrópaði Heil, Heil og rétti út höndina“ Kaflabrot úr ævisögu Gunnars Thoroddsens forsætisráðherra sem kemur út fyrir jólin Fljótlega fann Gunnar gott herbergi sem hann tók á leigu . Það var á þriðju hæð í ágætu húsi við Karlstrasse, nálægt Berlínarháskóla og þeim stofnunum sem Gunnar hugðist sækja . Kaffihús, knæpur, óperuhús, leikhús og listasöfn voru ekki heldur fjarri og Gunnar var hæstánægður . „Ég sef á dívan eða ottóman,“ sagði hann í lýs ingu á samastaðnum, „ennfremur er ann- ar dívan í herberginu, skrifborð, hæginda stóll og þrír aðrir góðir stólar, fínasta ljósa króna og stór og góður borðlampi, klæða skápur, tveir gluggar, einar dyr, teppi á nokkrum hluta gólfsins, stór hvítur ofn af hinni vanalegu þýsku gerð – nú, þá er ég víst búinn að telja upp allt sem í því er nema sjálfan mig .“ Gunnar tók upp þráðinn þar sem frá var horfið í Kaupmannahöfn, fékk aðgang að háskólabókasafninu, Kriminalistisches Insti­ tut og Humboldtstofnuninni, fræða setri sem kennt var við Wilhelm von Humboldt, stofn anda Berlínarháskóla . Gunnar var skráð ur til náms í háskólanum en þurfti ekki að sækja fyrirlestra og gerði það sjaldan . Hann las því meira af fræðiritum um refsirétt og kynnti sér einkum hvernig honum væri háttað í Þýskalandi undir stjórn nasista . / . . . / S íðustu daga hefur Gunnar afkastað litlu í Berlín, nú tvíeflist hann . Allan daginn er lesið af kappi og um kvöldið situr hann á uppáhaldsknæpu sinni, Café Unter den Linden við samnefnt breiðstræti í hjarta Berlínar . Gunnar skrifar í dagbók sína, lætur sig dreyma og nýtur tónlistarinnar . „Þarna spilar fimm manna hljómsveit, þetta er fegursta og yndislegasta kaffihúsmúsík sem ég hef heyrt á ævi minni,“ hafði hann skrifað nokkru fyrr: „Í hljómsveitinni eru tveir víolínistar, cello, kontrabassi og flygel . Hún virðist spila eingöngu zarte, lieblich [ljúfa, indæla] músík . . . af afarfínum músíkölsk- um smekk og tilfinningu .“ / . . . /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.