Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 67

Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 67
 Þjóðmál HAUST 2010 65 2000 um 70% markaðs hlutdeild á mat- vöru markaði í Reykjavík og um 51% á landinu öllu, auk þess sem fyrirtækið átti mikilla hagsmuna að gæta á öðrum sviðum íslensks viðskiptalífs . Þá átti Baugur Group hf . 22,8% í Femin ehf ., sem rak vefina femin .is og visir .is . Meðal annarra stærri hluthafa í Norðurljósum hf . voru Grjóti ehf . (11,4%) og Kaldbakur hf . (8%), en Baugur Group var hluthafi í báðum þessum félögum . Þá átti Kári Stefánsson 15% í Norðurljósum hf ., en hann var jafnframt forstjóri Íslenskrar erfðagrein ingar og einn af eigendum . Fyrrgreind lýsing á fjölmiðlaumsvifum Baugs birtist í skýrslu fjölmiðlanefndar, sem Þor gerð ur Katrín Gunnarsdóttir, mennta málaráð herra, skipaði rétt fyrir jól 2003 til að huga að samþættingu á fjöl- miðlamarkaði og hvort grípa ætti til ráð- stafana vegna hennar . Norðurljós og Frétt runnu saman 29 . janúar 2004 og var þá skýrt frá því, að Norður ljós væru mynduð af þremur sjálfstæðum fyrir tækj um; Íslenska útvarps- félaginu, Frétt og Skíf unni . Samhliða þessu keypti Skífan versl un ar rekstur BT, Office 1 og Sony-set urs ins . Norð url jósa- samsteypan varð öflugasta fjöl miðla- og afþreyingarfyrirtæki landsins . End ur fjár- mögnun Norðurljósa var lokið með sam - komulagi við alla lánardrottna félags ins . Lang tíma skuldir félagsins minnk uðu úr 7,5 milljörðum króna í 5,7 milljarða . Hlutafé hins nýja félags var rúmir þrír milljarðar . Eftir sameiningu og hlutafjáraukningu urðu hluthafar Norðurljósa 23 talsins . Stærstu hluthafar félagsins voru við samrunann: Baugur Group 30,4%, Grjóti 16,4% (þar sem Baugur var hluthafi), Fons eignarhaldsfélag (Pálma Haraldssonar) 11,6%, Hömlur (í eigu Landsbanka Íslands) 7,5% og Kaldbakur 5,6% (Baugur meðal hluthafa) . Smærri hluthafar áttu samtals 17,7% . Óseldir hlutir voru 10,8% . Sigurður G . Guðjónsson var fram- kvæmda stjóri Norðurljósa og jafnframt út varps stjóri Íslenska útvarpsfélagsins . Gunnar Smári Egils son var útgefandi Fréttar, sem gaf út Frétta blaðið, DV og viku ritið Birtu. Þá eignaðist félagið einnig vef síðuna visir.is . Fjölmiðlanefndin samdi frumvarp til fjöl miðlalaga, sem kynnt var um páskana 2004 . Viðbrögð Baugsmanna voru í þeim anda, sem birtist í grein Gunnars Smára strax í nóvember um flóttann til N-Kóreu . Ólafur Ragnar Grímsson lagði málstað Baugs manna og stjórnarandstöðunnar lið, eftir að Alþingi hafði samþykkt fjöl miðla- frumvarp ið að loknum hörðum deilum á þingi og utan þess . Hann taldi, að gjá hefði myndast milli þings og þjóðar í málinu og brá fæti fyrir lögin með því að neita að undirrita þau 2 . júní 2004 . Þar gætti áhrifa frá Sigurði G . Guðjónssyni, for- stjóra Norðurljósa, en hann var í forsvari fyrir framboði Ólafs Ragnars Grímssonar til embættis forseta Íslands árið 1996, 2000 og síðan enn á ný 2008 . Í september 2004 keyptu Norðurljós 35% hlut í Og Vodafone (hér eftir verður fyrirtækið nefnt Og fjarskipti), og voru Norðurljós þar með orðin stærsti hluthafi í félaginu . Kaupin voru fjármögnuð að fullu með lán um frá Landsbanka Íslands og Baugi .4 24 . september 2004 var efnt til hluthafafundar í Og fjarskiptum og kjörin ný stjórn undir formennsku Skarphéðins Bergs Steinarssonar en aðrir stjórnarmenn voru: Pálmi Haraldsson, Árni Hauksson, Einar Hálfdánarson og Vilhjálmur Þorsteinsson . Í byrjun október keypti Baugur 10,6% í Og fjarskiptum . Sam tals áttu Baugur og Norðurljós þá 45,5% í Og fjarskiptum .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.