Þjóðmál - 01.09.2010, Side 67

Þjóðmál - 01.09.2010, Side 67
 Þjóðmál HAUST 2010 65 2000 um 70% markaðs hlutdeild á mat- vöru markaði í Reykjavík og um 51% á landinu öllu, auk þess sem fyrirtækið átti mikilla hagsmuna að gæta á öðrum sviðum íslensks viðskiptalífs . Þá átti Baugur Group hf . 22,8% í Femin ehf ., sem rak vefina femin .is og visir .is . Meðal annarra stærri hluthafa í Norðurljósum hf . voru Grjóti ehf . (11,4%) og Kaldbakur hf . (8%), en Baugur Group var hluthafi í báðum þessum félögum . Þá átti Kári Stefánsson 15% í Norðurljósum hf ., en hann var jafnframt forstjóri Íslenskrar erfðagrein ingar og einn af eigendum . Fyrrgreind lýsing á fjölmiðlaumsvifum Baugs birtist í skýrslu fjölmiðlanefndar, sem Þor gerð ur Katrín Gunnarsdóttir, mennta málaráð herra, skipaði rétt fyrir jól 2003 til að huga að samþættingu á fjöl- miðlamarkaði og hvort grípa ætti til ráð- stafana vegna hennar . Norðurljós og Frétt runnu saman 29 . janúar 2004 og var þá skýrt frá því, að Norður ljós væru mynduð af þremur sjálfstæðum fyrir tækj um; Íslenska útvarps- félaginu, Frétt og Skíf unni . Samhliða þessu keypti Skífan versl un ar rekstur BT, Office 1 og Sony-set urs ins . Norð url jósa- samsteypan varð öflugasta fjöl miðla- og afþreyingarfyrirtæki landsins . End ur fjár- mögnun Norðurljósa var lokið með sam - komulagi við alla lánardrottna félags ins . Lang tíma skuldir félagsins minnk uðu úr 7,5 milljörðum króna í 5,7 milljarða . Hlutafé hins nýja félags var rúmir þrír milljarðar . Eftir sameiningu og hlutafjáraukningu urðu hluthafar Norðurljósa 23 talsins . Stærstu hluthafar félagsins voru við samrunann: Baugur Group 30,4%, Grjóti 16,4% (þar sem Baugur var hluthafi), Fons eignarhaldsfélag (Pálma Haraldssonar) 11,6%, Hömlur (í eigu Landsbanka Íslands) 7,5% og Kaldbakur 5,6% (Baugur meðal hluthafa) . Smærri hluthafar áttu samtals 17,7% . Óseldir hlutir voru 10,8% . Sigurður G . Guðjónsson var fram- kvæmda stjóri Norðurljósa og jafnframt út varps stjóri Íslenska útvarpsfélagsins . Gunnar Smári Egils son var útgefandi Fréttar, sem gaf út Frétta blaðið, DV og viku ritið Birtu. Þá eignaðist félagið einnig vef síðuna visir.is . Fjölmiðlanefndin samdi frumvarp til fjöl miðlalaga, sem kynnt var um páskana 2004 . Viðbrögð Baugsmanna voru í þeim anda, sem birtist í grein Gunnars Smára strax í nóvember um flóttann til N-Kóreu . Ólafur Ragnar Grímsson lagði málstað Baugs manna og stjórnarandstöðunnar lið, eftir að Alþingi hafði samþykkt fjöl miðla- frumvarp ið að loknum hörðum deilum á þingi og utan þess . Hann taldi, að gjá hefði myndast milli þings og þjóðar í málinu og brá fæti fyrir lögin með því að neita að undirrita þau 2 . júní 2004 . Þar gætti áhrifa frá Sigurði G . Guðjónssyni, for- stjóra Norðurljósa, en hann var í forsvari fyrir framboði Ólafs Ragnars Grímssonar til embættis forseta Íslands árið 1996, 2000 og síðan enn á ný 2008 . Í september 2004 keyptu Norðurljós 35% hlut í Og Vodafone (hér eftir verður fyrirtækið nefnt Og fjarskipti), og voru Norðurljós þar með orðin stærsti hluthafi í félaginu . Kaupin voru fjármögnuð að fullu með lán um frá Landsbanka Íslands og Baugi .4 24 . september 2004 var efnt til hluthafafundar í Og fjarskiptum og kjörin ný stjórn undir formennsku Skarphéðins Bergs Steinarssonar en aðrir stjórnarmenn voru: Pálmi Haraldsson, Árni Hauksson, Einar Hálfdánarson og Vilhjálmur Þorsteinsson . Í byrjun október keypti Baugur 10,6% í Og fjarskiptum . Sam tals áttu Baugur og Norðurljós þá 45,5% í Og fjarskiptum .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.