Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 80

Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 80
78 Þjóðmál HAUST 2010 lá hann ekki á skoðunum sínum um bókmenntir, stjórnmál og hvaðeina sem í hugann kom . „Skjóta þá eða hengja,“ sagði Kristján um Jónas frá Hriflu og „hans hyski“ . Eflaust féllu þau orð í hálfkæringi en í frásögn af samtali þeirra þorði Gunnar ekki annað en bæta við að sjálfur væri hann á móti „lífláti principielt“ . Þá var Gunnar mikið með Einari Ólafi Sveinssyni . . . og hitti aðra landa sem áttu leið um Berlín . Einn daginn mælti hann sér til dæmis mót við Jóhann Þ . Jósefsson, samþingmann í Sjálf stæðisflokknum, sem fór reglulega til Þýska lands í viðskiptaerindum fyrir stjórn- völd og gilti einu hvaða flokkar sátu í stjórn . Snæddu þeir miðdegisverð á Hótel Kaiserhof með Kristjáni Albertssyni og Óla Vil hjálms- syni, fulltrúa Sambands íslenskra sam vinnu- félaga . Gunnari fannst fróðlegt að fá fréttir úr þinginu og kvaðst Jóhann ekki leggja minnsta trúnað á þær sögusagnir að senn myndi slitna upp úr samstarfi Alþýðuflokks og Framsóknarflokks . Gunnar, Kristján og Jóhann fóru annars ófögrum orðum um stjórnina en framsóknarmaðurinn Óli hlustaði „með aðdáanlegri þolinmæði“ . Að því loknu fór Kristján Albertsson með sögur af Einari skáldi Benediktssyni „en Jóhann hermdi eftir Jónasi og sagðist vel“ . Frá degi til dags hafði Gunnar mest saman að sælda við Ögmund Jónsson, skóla félaga úr Menntaskólanum sem stundaði nám við verkfræðiháskóla borgarinnar . Aðfanga- dags kvöldi árið 1935 varði Gunnar heima hjá honum og á gamlárskvöld gengu þeir saman um götur: „Þarna var allt svo kátt, ungt og gamalt og heilsuðust alókunnugir sem aldavinir og skiptust á árnaðaróskum .“ Í byrjun janúar 1936 fóru þeir Ögmundur svo saman í Deutsches Operahaus og sáu Lohengrin Richards Wagners . Sýningin var skrautleg og skemmtileg að sögn Gunnars en ekki var hann hrifinn af tónlistinni; „e .t .v . er ég of óvanur Wagner ennþá“ . Stundum hitti Gunnar líka Jón Leifs tónskáld en fannst „sá hávaði“ sem hann framleiddi vera landi og þjóð til lítils sóma . Þá leist honum betur á Þórarin Jónsson frá Mjóafirði sem hafði haldið til Berlínar árið 1924 og fengið inni í tónlistarháskóla borgarinnar þótt hann ætti litla menntun að baki . Þórarinn tók Gunnar í tíma í hljómfræði og nutu báðir góðs af . Nemandinn vildi auka við menntun sína á þessu sviði og kennaranum var ætíð fjár vant . „Þórarinn er svo einkennilegur í framkomu,“ skrifaði Gunnar, „svo fjarri því sem mest má verða að vera glæsimenni, gagnstæða Eggerts Stefánssonar, að erfitt hlýtur að vera fyrir hann að koma sér áfram .“ Áður var minnst á Eggert, góðvin Gunn- ars . Þeir hittust ekki í Berlín en höfðu skemmt sér saman í Kaupmannahöfn snemm sumars 1935 . Síðan skildi leiðir en sunnudaginn 11 . ágúst 1935 skrifaði Eggert honum frá Reykjavík . Bréfið lýsti vel hinum fræga söngvara og bóhem sem var öðrum þræði fyrirmynd Halldórs Laxness að Garðari Hólm í Brekkukotsannál: Ég hef verið hér tíu daga . . . Enn hefur ekki Moggi nefnt með einum staf að ég sé til en Stefán Íslandi er interv . um hvernig sönglist er gerð í Evrópu!! Ég brosi að fákænsku ísl . journalista, og yfirleitt hvað þetta land er illa informerað um sína hagi úti . En minn tími kemur! . . . Hlustaðu á músík og farðu svo þegar þér leiðist . Þinn vinur Eggert Stef . Þennan sama dag var „guðdómlegt“ veður í Berlín að sögn Gunnars . Hann snæddi miðdegisverð í Akademischer Keller í Marien- strasse en var annars mest heima við og stúderaði . „Það er lífsnautn að sitja í hinum góða hægindastól út við opinn gluggann, og lesa og hugsa . Mér dettur svo margt í hug .“ Um kvöldið leyfði Gunnar sér síðan að láta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.