Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 91

Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 91
 Þjóðmál HAUST 2010 89 lengsta kaflann í bókinni . Stefán rökstyður að sú leið sem Norðurlönd hafa farið við uppbyggingu velferðarkerfis stuðli að betri kjörum almennings heldur en sú skipan sem tíðkast með enskumælandi þjóðum og hann tengir það því að norrænu velferðarkerfin eru meira í anda jafnaðarstefnu og þar gegnir ríkið viðameira hlutverki . Ég sé enga ástæðu til að vefengja að sá millivegur milli markaðskerfis og ríkisforsjár sem einkennir velferðarkerfi Norðurlanda hafi gefist vel . En af þessu leiðir ekki að allt frelsi á markaði spilli kjörum fólks eins og Kolbeinn virðist álykta þar sem hann segir: Af þessu ætti að vera ljóst að tengslin á milli frjálsræðis markaða og lífsgæða almennings eru skýr . Því meiri sem áherslan er á óhefta markaði því minni eru lífsgæðin . (Bls . 259) Það er eins og hvarfli ekki að Kolbeini að Norð ur löndin hefðu komið enn betur út úr samanburði við ríkjahóp þar sem frelsi á markaði er að ráði minna heldur en hjá þeim . Annað dæmi um ansi glannalega fullyrðingu er þar sem Kolbeinn heldur því blákalt fram og án fyrirvara að nýfrjálshyggj- an hafi skilað „okkur þeim efnahagsvanda sem heimsbyggðin á nú við að stríða, þar með talið íslenska bankahruninu“ (bls . 18) . Ætli hann haldi kannski að án ný- frjálshyggju væru engar hagsveiflur, krepp ur eða efnahagsleg vandræði? Gagnrýni á hagfræðilega rörsýn Aðrir höfundar en Kolbeinn eru mun gætn- ari og greinar sumra þeirra eru raunar ágætis lesning . Grein Sveinbjarnar Þórðarsonar, sem er 2 . kafli bókarinnar, rekur sögu frjáls hyggju- hugmynda til stjórn speki kenninga frá 17 . og 18 . öld . Hann bendir á að grund- vallar hugmyndir frjáls hyggj unnar hafi „átt stærri þátt í að móta vestræn samfélög en nokkur önnur pólitísk hugmyndafræði“ (bls . 66) . Skilningur Sveinbjörns á hug- takinu nýfrjálshyggja virðist á þá leið að hún feli í sér fremur einstrengingslega og öfgafulla trú á að fundinn sé réttur vísindalegur (hagfræðilegur) skilningur á öllu mannlífinu . Hann segir: Einfaldað líkan hagfræðinnar, sem gerir ráð fyrir fullkominni eða næstum fullkominni skynsemi, hefur færst frá kirfilega takmarkaðri nálgun á mannlega hegðun undir afmörkuðum kringumstæðum yfir í allsherjarkenningu um mannlegt eðli . Það er hér sem nýfrjálshyggjan verður að vísindatrú, gagntekin bjartsýni upp- lýs ingarinnar, og virðir að vettugi gætni og efa- semdir hefðbundinnar íhaldsstefnu . (Bls . 64) Skot Sveinbjarnar á gleiðgosalega markaðs- hyggjumenn minna á málflutning Sam Tanenhaus í bókinni The Death of Con­ servatism (New York: Random House, 2009) sem ég fjallaði um í Þjóðmálum á síðasta ári (4 . hefti, 5 . árg . bls . 19–21) . Sveinbjörn segir meðal annars að það séu ekki lengur vinstrimenn sem keppast við að endurhanna samfélagið frá grunni í ljósi allsherjarkenninga . Í mörgum Evrópuríkjum eru það þvert á móti vinstriflokkarnir sem eru orðnir að eins konar íhaldsflokkum; þeir berjast fyrir því að verja samkomulag eftirstríðsáranna, vel- ferðarríkið, vinnulöggjöf og ríkisafskipti af mark aðnum, gegn róttækri einkavæðingar- og markaðsstefnu hægriflokkanna . (Bls . 66) Í þessu hygg ég sé sannleikskorn fólgið þótt mér sýnist Sveinbjörn einfalda málið nokkuð . Undanfarna áratugi hafa gætni, íhaldssemi og vitneskja um mannleg takmörk, sem lærist fremur af reynslu en af fræðiritum, togast á við óþolinmæði þeirra sem heimta róttækar breytingar innan mið- og hægriflokka eins og í flokkum sem teljast til vinstri .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.