Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 84

Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 84
82 Þjóðmál HAUST 2010 ég kemst í illt skap yfir að hugsa um ástand þjóðar vorrar og úrræða- og kjarkleysi flokks vors . Flokkurinn má ekki lognast út af en ef svo á ekki að fara verður að myndast í honum radicalari armur . Og það erum við ungu mennirnir sem eigum að tryggja framtíð einstaklingsframtaksins, séreignarskipulagsins, í þessu landi með slíkri myndun . Gangi þér því stúd eringarnar sem best en komdu sem fyrst . Nokkrum vikum síðar endurtók Jóhann frýjunarorð sín: „Nei, Gunnar, hér þarf sannarlegt eldgos að gjósa . Ég vona að við getum framkallað það gos .“ . . . Á landsfundi í júní 1936 voru samþykktar nýjar skipulagsreglur sem áttu að koma festu á flokkstarfið: Stofnað var flokksráð allra þingmanna, miðstjórnar og fulltrúa úr kjördæmum . Í miðstjórn skyldu tíu manns sitja og landsfundur haldinn annað hvert ár . Þessar breytingar dugðu Jóhanni G . Möller þó ekki . „Mér þætti gott ef þú vildir senda mér ódýra útgáfu af Mein Kampf,“ skrifaði hann Gunnari: „ . . . Mig langar til að stúdera propagandakaflann í bókinni .“ / . . . / Hvað fannst Gunnari Thoroddsen um stefnu og stjórnarhætti í Þriðja ríkinu? . . . Hann hafði rétt komið sér fyrir í Berlín þegar heimsmót Hitlersæskunnar var haldið þar . Áróðursmálaráðherrann Joseph Goebbels flutti ræðu á Wilhelmplatz í miðborginni og Gunnar fylgdist með . Sjónarspilið var magnað, Goebbels fór mikinn og ungliðarnir hrifust með: „Hann talaði um svik og svínarí marxista og júða, ofsóknir og álygar heimspressunnar gegn hinu nýja Þýskalandi og hlutverk hinna ungu manna . Og fólkið hrópaði Heil, Heil og rétti út höndina .“ Nokkru síðar barði Gunnar augum sjálfan Adolf Hitler . Der Führer ók þá í vagni sínum eftir Karlstrasse en Gunnar stóð við glugga sinn og fylgdist með . Aldrei tala- ði hann af mikilli virð ingu um forystusveit Þriðja ríkisins – Hjalta, Geira og Gubba eins og hann kallaði þá Hitler, Gör ing og Goebbels . For ing inn væri ógiftur og „vita-kvenmannslaus“ og þótt Hermann Göring hefði kvænst „getur [hann] ekkert því að í stríðinu kváðu Fransmennirnir hafa skotið undan honum“ . Og ekki hafði Gunnar meira álit á Benito Mussolini, einræðisherra á Ítalíu . Haustið 1935 brutu herir fasista undir sig Afríkuríkið Abbessiníu (sem nefndist síðar Eþíópía), beittu loftárásum og eiturgasi og létu mótmæli Þjóðabandalagsins sem vind um eyru þjóta . Rétt áður, þegar innrásin vofði yfir, hélt Gunnar þrumuræðu yfir Bruno Kress, Ögmundi Jónssyni og nokkrum öðrum félögum sem sátu yfir ölkollu á einni Berlínarknæpunni . Stórveldin og þar á meðal Þýskaland „stæðu aftarlega í menningunni,“ sagði Gunnar, „þau vildu láta hnefaréttinn ráða en smáþjóðirnar væru fyrst og fremst merkis berar menningarinnar því að þær vildu láta réttinn ráða en ekki valdið og hnefann“ . Gunnar Thoroddsen á yngri árum .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.