Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 6

Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 6
4 Þjóðmál HAUST 2010 höf um við skilgreint okkur sem Norður- landa þjóð, borið okkur saman við þær, þótt þær séu margfalt fjöl mennari, og tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi á sama grundvelli og þær . Allt stjórnkerfi landsins og yfir bygg ing mið ast við að hér á landi búi 3–5 milljónir manna en ekki 300 .000 . Ekki síst af þeirri ástæðu kviknuðu engin viðvör unar ljós í hugum landsmanna við útrás bankanna . Og þess vegna fengu ráða- menn hér geggjunarhugmyndir á borð við þá að Ísland sæktist eftir sæti í öryggis ráði Sameinuðu þjóðanna . Núna eigum við að snúa við blaðinu og skilgreina okkur sem þjóð upp á nýtt . Við eigum í hverju efni að bera okkur sam an við 300 .000 manna svæði í stærri lönd um og spyrja: Hvað getur 300 .000 manna samfélag leyft sér? Hvernig er skyn- sam legt að 300 .000 manna svæði hagi sínum málum? Stærð ríkiskerfisins er ekki fasti heldur ræðst af vilja íbúanna og greiðslugetu skatt borgar- anna . Hvers konar ríkiskerfi ætti 300 .000 manna samfélag að hafa? Blasir ekki við að það er fullkomlega fáránlegt að 300 .000 manna land byggi upp sinn opin bera geira með sama hætti og 5 milljón manna land? Hvað getur 300 .000 manna svæði leyft sér að hafa stóra utanríkisþjónustu? Hvað geta 300 .000 manns leyft sér að taka mikinn þátt í alþjóðlegu samstarfi? Er eitthvert vit í því að 300 .000 manna svæði starfræki eigin seðlabanka þar sem starfa 130 manns svo aðeins eitt dæmi sé nefnt? Hvað starfar margt fólk núna við stjórnsýslu á sveitar stjórn- arstigi? Hvað væri hæfilegt að það væri margt til að sinna 300 .000 manna svæði? Hvað telja skattborgararnir á þessu 300 .000 manna svæði réttlætanlegt að standa undir mikilli yfirbyggingu við stjórn og rekstur svæðisins? Svona eigum við að spyrja á öllum svið- um opinbers rekstrar . Ef þetta væri út gangs - punkturinn væri hægur vandi að skera út- gjöld ríkisins niður um 40% . Þeir ríkisstarfsmenn sem misstu vinn una við hressilegan niðurskurð á ríkis út- gjöld um myndu brátt finna sér þjóð hags- lega arð bærari störf í einkageir an um . Að því tilskyldu auðvitað að það verði stjórnarskipti og lífi blásið á ný í atvinnustarfsemi í landinu . Ríkisstjórn Steingríms J . Sigfússonar, sem kennd er við Jóhönnu Sigurðardóttur, er að drepa hér allt í dróma í atvinnumálum með að gerð a leysi sínu og skattpíningu . Ef við hefðum búið við kraftmikla og framsækna ríkisstjórn undanfarin tvö ár þá væri hér allt öðru vísi umhorfs . Íslenskt efnahagslíf er svo sveigjanlegt að við komumst miklu fyrr út úr efnahagskreppum en flestar aðrar þjóðir . En aðeins ef atvinnulífinu eru sköpuð skilyrði til að dafna . Á tímum eins og þessum þarf að lækka skatta en ekki hækka þá . Ef endar ná ekki saman í ríkisútgjöldum þá á auðvitað að minnka þau . Það er vel hægt . Kanadamenn, sem seint verða kenndir við frjálshyggju, tóku sig til fyrir nokkrum árum og skáru ríkisútgjöld niður um 40% á örfáum árum . Í upphafi níunda áratugar síðustu aldar stóðu Kanadamenn frammi fyrir gríð- ar legum fjárlagahalla sem nam 39 billjón- um Kanadadala eða nær 10% af þjóðar- fram leiðslu . Samdráttur var í þjóð ar bú- skapn um, hagvöxtur var nei kvæð ur um 2,1% árið 1991 . Þáverandi for sætis ráð- herra, Jean Chretien, leit rétti lega svo á að eina leiðin út úr vandanum væri að skera niður ríkisútgjöld og best væri að ráðast að rótum vandans strax . Hann skipaði nefnd æðstu embættismanna til að yfir-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.