Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 57

Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 57
 Þjóðmál HAUST 2010 55 eftir borgarastyrjöld að kaupa Grænland og Ísland . Málið komst aftur á dagskrá árið 1916 og í lok síðari heimsstyrjaldar- inn ar, en á þessum tíma var hætt við allar frek ari vangaveltur um Grænland og Ísland . Sókn Bandaríkjanna til norðurs stöðv aðist í Alaska . Sé litið á íslensk blöð og tímarit má finna tvö dæmi um að minnst sé á þennan áhuga Bandaríkjastjórnar . Vilhjálmur Stef ánsson, landkönnuður, gerir það í þýddri grein í Frjálsri verslun, 4 . árgangi 1942, sem ber heitið „Ísland og Grænland í hernaði“ . Þar segir hann Ísland lykilinn að Norður-Atlantshafi og sá sem fyrstur hafi gefið þessu gaum hafi verið William Henry Seward, „forsætisráðherra“ Bandaríkjanna, sem er röng þýðing á „Secretary of State“ . Vilhjálmur segir að Seward hafi haldið því fram „að Bandaríkin þyrftu að fá bæði Grænland og Ísland til að tryggja sér yfir ráðin á Norður-Atlantshafi og vildi að þessi lönd yrðu keypt af Dönum“ . Þá segir Vilhjálmur, að Seward hafi einnig haldið því fram að „Bandaríkin þyrftu að fá flota til að tryggja stöðu sína á norðurhluta Kyrrahafs og að kaupa ætti það land af Rússum, enda varð það árið 1867 . Síðan dofnuðu þessar yfirráða- bolla legg ingar í Washington og Grænland og Ísland gleymdust . En fyrir um 5 árum síðan fóru Bandaríkjamenn aftur að vakna til vitundar um nauðsyn þess að tryggja sér yfirráð á norðurhlutum Atlantshafs og Kyrrahafs .“ Hinn 1 . nóvember 1967 birti Morgun­ blaðið frétt undir fyrirsögninni: „Hefðu Danir selt Ísland?“ Þar er sagt frá „athyglis- verð um upplýsingum“ í ný út kom inni ævisögu Williams Henrys Sewards eftir Glyndon G . Van Deusen . Blaðið birti kafla úr bókinni í lauslegri þýðingu . Þar stendur: Áhugi Sewards á eyjum og herstöðvum á Atlantshafssvæðinu var síður en svo ein- skorðaður við Vestur-Indíur . Árið 1867 fékk hann Robert J . Walker, sem var ákafur fylgis maður útþenslustefnunnar, til að vinna skýrslu um hernaðar- og stjórnmálalega þýðingu Græn lands og Íslands . Walker naut við það starf að- stoðar þjóðfrægs vísindamanns, þar sem var prófessor Benjamin Peirce, yfir- maður bandarísku strandmælinganna . [Hér gætir tvöfalds misskilnings hjá ævisöguhöfundinum ef marka má frásögn Emmersons hér að framan . Í fyrsta lagi segir Emmerson, að Robert J . Walker hafi verið hvatamaður að gerð skýrslunnar, í öðru lagi ruglast höfundur á hinum þjóðfræga Benjamin Peirce og syni hans Benjamin Mills Peirce sem ritaði skýrsluna . Þá er spurning hvort ekki sé of þröngt að segja skýrsluna samda með tilliti til hernaðarlegra sjónarmiða .] Walker lagði svo fram skýslu sem hvatti til kaupa á Grænlandi og Íslandi vegna námuauðæfa og fiskimiða þeirra . Einnig var á það bent, að eyjarnar gætu orðið útverðir brezku Ameríku að austan og örvað áhuga Kanada á að sameinast Banda ríkjum Norður-Ameríku . Seward lét prenta skýrsluna og Ben Butler, sem var mikill áhrifamaður á þessum tímum, var fljótur að minnast á sinn beiska hátt á mann, „sem væri nógu vitlaus til að kaupa jarð skjálftana á St . Thomas [ein af Dönsku jóm frúreyjum] og ísinn á Grænlandi“ . Þar fyrir utan vakti skýrslan engan áhuga, hvorki hjá þinginu né þjóðinni í heild . Við þetta sinnuleysi og einnig erfiðleikana í sambandi við kaupin á dönsku Vestur- Indíum slævðist áhugi Sewards og hann tók þá ákvörðun, að frekari tilraunir til landa kaupa á Norð ur-Atlantshafssvæðinu yrðu til einskis gagns . Þ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.