Þjóðmál - 01.09.2010, Page 57

Þjóðmál - 01.09.2010, Page 57
 Þjóðmál HAUST 2010 55 eftir borgarastyrjöld að kaupa Grænland og Ísland . Málið komst aftur á dagskrá árið 1916 og í lok síðari heimsstyrjaldar- inn ar, en á þessum tíma var hætt við allar frek ari vangaveltur um Grænland og Ísland . Sókn Bandaríkjanna til norðurs stöðv aðist í Alaska . Sé litið á íslensk blöð og tímarit má finna tvö dæmi um að minnst sé á þennan áhuga Bandaríkjastjórnar . Vilhjálmur Stef ánsson, landkönnuður, gerir það í þýddri grein í Frjálsri verslun, 4 . árgangi 1942, sem ber heitið „Ísland og Grænland í hernaði“ . Þar segir hann Ísland lykilinn að Norður-Atlantshafi og sá sem fyrstur hafi gefið þessu gaum hafi verið William Henry Seward, „forsætisráðherra“ Bandaríkjanna, sem er röng þýðing á „Secretary of State“ . Vilhjálmur segir að Seward hafi haldið því fram „að Bandaríkin þyrftu að fá bæði Grænland og Ísland til að tryggja sér yfir ráðin á Norður-Atlantshafi og vildi að þessi lönd yrðu keypt af Dönum“ . Þá segir Vilhjálmur, að Seward hafi einnig haldið því fram að „Bandaríkin þyrftu að fá flota til að tryggja stöðu sína á norðurhluta Kyrrahafs og að kaupa ætti það land af Rússum, enda varð það árið 1867 . Síðan dofnuðu þessar yfirráða- bolla legg ingar í Washington og Grænland og Ísland gleymdust . En fyrir um 5 árum síðan fóru Bandaríkjamenn aftur að vakna til vitundar um nauðsyn þess að tryggja sér yfirráð á norðurhlutum Atlantshafs og Kyrrahafs .“ Hinn 1 . nóvember 1967 birti Morgun­ blaðið frétt undir fyrirsögninni: „Hefðu Danir selt Ísland?“ Þar er sagt frá „athyglis- verð um upplýsingum“ í ný út kom inni ævisögu Williams Henrys Sewards eftir Glyndon G . Van Deusen . Blaðið birti kafla úr bókinni í lauslegri þýðingu . Þar stendur: Áhugi Sewards á eyjum og herstöðvum á Atlantshafssvæðinu var síður en svo ein- skorðaður við Vestur-Indíur . Árið 1867 fékk hann Robert J . Walker, sem var ákafur fylgis maður útþenslustefnunnar, til að vinna skýrslu um hernaðar- og stjórnmálalega þýðingu Græn lands og Íslands . Walker naut við það starf að- stoðar þjóðfrægs vísindamanns, þar sem var prófessor Benjamin Peirce, yfir- maður bandarísku strandmælinganna . [Hér gætir tvöfalds misskilnings hjá ævisöguhöfundinum ef marka má frásögn Emmersons hér að framan . Í fyrsta lagi segir Emmerson, að Robert J . Walker hafi verið hvatamaður að gerð skýrslunnar, í öðru lagi ruglast höfundur á hinum þjóðfræga Benjamin Peirce og syni hans Benjamin Mills Peirce sem ritaði skýrsluna . Þá er spurning hvort ekki sé of þröngt að segja skýrsluna samda með tilliti til hernaðarlegra sjónarmiða .] Walker lagði svo fram skýslu sem hvatti til kaupa á Grænlandi og Íslandi vegna námuauðæfa og fiskimiða þeirra . Einnig var á það bent, að eyjarnar gætu orðið útverðir brezku Ameríku að austan og örvað áhuga Kanada á að sameinast Banda ríkjum Norður-Ameríku . Seward lét prenta skýrsluna og Ben Butler, sem var mikill áhrifamaður á þessum tímum, var fljótur að minnast á sinn beiska hátt á mann, „sem væri nógu vitlaus til að kaupa jarð skjálftana á St . Thomas [ein af Dönsku jóm frúreyjum] og ísinn á Grænlandi“ . Þar fyrir utan vakti skýrslan engan áhuga, hvorki hjá þinginu né þjóðinni í heild . Við þetta sinnuleysi og einnig erfiðleikana í sambandi við kaupin á dönsku Vestur- Indíum slævðist áhugi Sewards og hann tók þá ákvörðun, að frekari tilraunir til landa kaupa á Norð ur-Atlantshafssvæðinu yrðu til einskis gagns . Þ

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.