Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 37

Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 37
 Þjóðmál HAUST 2010 35 það ætti eftir að þróast til framtíðar, t .a .m . hvort það ætti eftir að taka á sig mynd „ómanneskjulegs skriffinnskubákns“3 eins og sumir spáðu og hvort ríki bandalagsins væru jafnvel „að falla þar inn í áður óþekkt ofríki opinberrar forsjár .“4 Áhyggjur hægrimanna Þegar aldamótaskýrslan var skrifuð var mikil gerjun í gangi innan Evrópu- banda lagsins eins og forveri Evrópu sam- bandsins var kallaður á íslenzku . Fram að því hafði það fyrst og fremst snúist um samruna tengdan viðskiptum en þegar hér var komið sögu var vaxandi þrýstingur á að lögð yrði aukin áherzla á efnahagslegan, póli tískan og félagslegan samruna . Þessi þró un Evrópubandalagsins var síðan fest í sessi með Maastricht-sáttmálanum sem gildi tók 1993 og breytti bandalaginu í Evrópu- sambandið eins og það er þekkt í dag . Margir hægrimenn í Evrópu guldu mik- inn varhuga við þessari þróun og ekki sízt í Bretlandi . Á þessum tíma voru brezkir íhalds menn að fá auknar efasemdir um banda lagið . Í ræðu sem Margaret Thatcher, þá verandi forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, flutti í belgísku borginni Brügge í september 1988 sagði hún m .a .: „Við höfum ekki náð góðum árangri í að draga úr umsvifum ríkisvaldsins í Bretlandi til þess að sjá þau aukin á ný á vettvangi Evrópubandalagsins í krafti evrópsks stórríkis með vaxandi völd í Brussel .“5 Það sama átti við um hægrimenn á Íslandi . Fyrir utan áhyggjur af aukinni miðstýr ingu og skriffinnsku innan Evrópubandalags ins 3 Sama heimild . 4 Sama heimild . 5 Vef. „Bruges Revisited“ . <http://www .brugesgroup .com/ mediacentre/index .live?article=92> . „We have not successfully rolled back the frontiers of the state in Britain, only to see them reimposed at a European level, with a European super-state exercising a new domi- nance from Brussels .“ skiptu sjávarútvegshagsmunir Íslend inga miklu máli þá eins og nú . Það sjónarmið kom ítrekað fram í máli forystumanna Sjálf- stæðis flokksins, ekki sízt Davíðs Odds son ar sem tók við sem formaður flokksins í marz 1991, að hvers kyns tenging við bandalagið kæmi ekki til greina fæli það í sér að yfir- ráðin yfir íslenzkum sjávarútvegi færðust í hendurnar á öðrum en Íslendingum . Samstarf við Alþýðuflokkinn Sjálfstæðisflokkurinn myndaði ríkis-stjórn með Alþýðuflokknum að loknum al þingis kosn ingunum 1991 undir forsæti Davíðs og var eitt helzta stefnumál hennar að ná samningum við Evrópubandalagið um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu . Þeir náðust að lokum og tók aðildin gildi í byrjun árs 1994 eftir að Maastricht- sáttmálinn hafði tekið gildi . Aðildin að EES fól í sér aðild að innri markaði Evrópu- bandalagsins og má því færa rök fyrir því að hún hafi fyrst og fremst snúist um viðskiptamál líkt og bandalagið áður . Í samtali við Morgunblaðið í marz 1994 sagði Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi for mað- ur Sjálfstæðisflokksins og þáverandi sjáv ar - útvegs-, dóms- og kirkjumálaráðherra, að hann teldi EES-samninginn tryggja hags- muni Íslendinga sem innganga í Evrópu - sambandið gerði ekki . Sagði hann ljóst að innganga þýddi að Íslendingar yrðu að fórna yfirráðunum yfir auðlindum Íslands - miða sem kæmi ekki til greina . „Við ætlum okkur að ráða þessari auðlind, hún er undir- staðan undir okkar sjálfstæði .“6 Upp úr ríkisstjórnarsamstarfi sjálfstæðis- manna við Alþýðuflokkinn slitnaði eftir al þingiskosningarnar 1995 og þá ekki sízt vegna þeirrar ákvörðunar Alþýðuflokksins og forystu hans að leggja áherzlu á inngöngu 6 „Íslendingar hefðu ekki hag af aðild að ESB“ . Morgun­ blaðið 12 . marz, 1994 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.