Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 96
94 Þjóðmál HAUST 2010
frá snjóflóðinu í Súðavík aðfaranótt 16 .
janúar 1995 og síðan 26 . október sama
ár á Flateyri . Þorgeir Ástvaldsson, sem nú
annast síðdegisþátt á Bylgjunni, og Páll
Þorsteinsson, sem nú er ráðgjafi í almanna-
tengslum, segja frá því, þegar Rás 2 kom
til sögunnar . Hjálmar Sveinsson, sem vann
við dagskrárgerð hjá Ríkisútvarpinu en er
nú varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í
Reykjavík, ræðir um hrun bankanna .
Í formála bókar sinnar segir Sigurður
Bogi:
„Við þurfum fólk sem raskar rónni, fer í
mót viðurkenndum sjónarmiðum og leitar
annarra sjónarmiða en hefðin er . Sann-
leikurinn, sem svo er nefndur, er sjaldn-
ast sem sýnist . Samfélag í kyrrstöðu ber
leiðindin í sér . Hætta er á ferðum þegar
fjöld inn hefur aðlagast þeim sjónhverfi ng-
um sem valdastéttin heldur fram .“
Hafi Sigurður Bogi ætlað að raska ró
einhverra með því að taka bók sína saman og
gefa út á eigin vegum, tel ég, að tilganginum
sé ekki náð . Hann hefði þá þurft að velja
önnur viðfangsefni, aðra viðmælendur og
önnur efnistök .
Þetta segi ég ekki til að draga úr gildi
bókar Sigurðar Boga, síður en svo . Hún
á vissulega erindi og er lipurlega skrifuð
af hans hálfu . Hann hefur dregið saman
mikinn fróðleik og margar ljósmyndir til
að færa orð viðmælanda sinna í góðan og
vandaðan búning .
„Alt går efter planen“ –
sagan um Nyhedsavisen
Rune Skyum-Nielsen, Rasmus Karkov, Morten
Runge og Niels Holst: Sagaen om Nyhedsavisen,
Politikens Forlag, Kaupmannahöfn 2009, 234 bls .
Eftir Sigurð Má Jónsson
Að ljúga að öðrum er ljótur vani en að ljúga að sjálfum sér er hvers manns
bani . Ég veit ekki af hverju þetta orða-
tiltæki kemur upp í hugann við lestur
þessarar bókar um Nyhedsavisen en af öllum
útrásarævintýrum Íslendinga var fjölmiðla-
útrásin líklega mesta feigðarflanið . Þegar hún
er skoðuð, séð héðan af Íslandi, hljóta menn
að undrast þá fífldirfsku eða jafnvel flónsku
sem stýrði atburðarásinni . Við sem höfum
Árni Gunnarsson, fyrr-
verandi fréttamaður
Ríkis útv arps ins, er meðal
við mæl enda Sigurðar
Boga og segir frá för
sinni um vígaslóðir
í Suður-Víetnam
haustið 1966 .