Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 76
74 Þjóðmál HAUST 2010
rift . Sömu menn hefðu setið beggja vegna
borðsins við þessi við skipti og þess vegna
þekkt alla þætti málsins .18
Hinn 14 . ágúst 2009 birti DV frétt um, að
365 miðlar greiddu ekki afborganir af lánum
sínum á því ári . Félagið væri of skuldsett að
sögn forstjóra þess, Ara Edwalds, en samið
hefði verið um skuldir við lánveitendur
félagsins, aðallega nýja Landsbankann .
Félagið tapaði á Fréttablaðinu og ef staða
blaðsins versnaði þyrfti að bregðast við því,
sagði Ari .
Ari boðaði til fundar með starfsmönnum
365 13 . ágúst 2009 . Samdægurs sendi hann
starfsmönnum tölvupóst þar sem hann
stiklaði á stóru í rekstri félagsins . Þar sagði:
Allir sem til þekkja vita að 365 miðlar eru
of skuld sett . Fyrirtækið er ekki að greiða
afborganir af lán um á þessu ári . Við
höfum hins vegar samið um all ar skuldir
við lánveitendur félagsins sem eru aðal-
lega nýi Landsbankinn og að litlu leyti
Íslandsbanki .
Í desember 2009 var sagt frá því, að hlutafé
365 miðla ehf væri verðlaust samkvæmt
verðmati sem unnið hefði verið fyrir
þrotabú Fons, áður í eigu athafnamannsins
Pálma Haraldssonar, en félagið hefði átt
26,12% hlut í Rauðsól ehf ., sem keypti
fjölmiðlahluta 365 miðla ehf . í nóvember
árið 2008 . Í kjölfar gjaldþrots Fons hefðu
sérfræðingar unnið verðmat á eignarhlut
félagsins í Rauðsól . Þeir hefðu talið
eignarhlutinn einskis virði .19
Vegna þess hvernig fjárhag 365 miðla
ehf . var komið, þurfti að afla félaginu nýs
hlutafjár eða lýsa það ella gjaldþrota . Í lok
mars 2010 staðfesti Ingibjörg Pálmadóttir,
stjórnarformaður 365 miðla ehf ., að tekist
hefði að afla félaginu milljarðs króna í aukið
hlutafé . Fjármunirnir yrðu nýttir til að lækka
skuldir og bæta sjóðsstöðu félagsins til muna .
Hlutafé 365 miðla næmi þá um þremur
milljörðum, um 2,4 milljörðum í A-hluta
og um 600 milljónum í B-hluta . „Ég er
ánægð að þetta er í höfn,“ sagði Ingibjörg við
blaðamann Fréttablaðsins, sem skýrði frá því,
að Ingibjörg færi með 90,2% af A-bréfum,
atkvæðisbæru hlutafé . Ari Edwald, forstjóri,
ætti 5,9% hlut og Stefán Hilmarsson,
fjármálastjóri, 3,8 prósent .
Ingibjörg sagði efnahagsreikning félagsins
nú kominn í viðunandi horf og öll skilyrði
lánasamninga uppfyllt:
Það er þó ljóst að vel þarf að halda á
spöðunum í rekstri því 365, eins og
önnur fyrirtæki, gengur nú í gegnum
ólgusjó í íslensku efnahagslífi og þarf að
búa við óskiljanlega hávaxtastefnu sem
dregur súrefni úr fyrirtækjum og kemur
í veg fyrir fjárfestingar .
Ingibjörg sagði ekki ástæðu til að fara út í
hverjir færu með eignarhald á B-bréfum 365 .
„Það eru þöglir hluthafar sem fara ekki með
atkvæði í félaginu og hafa þess vegna engin
áhrif á stjórnun þess .“ Þá áréttaði Ingibjörg
að hún færi sjálf með atkvæðisréttinn í 365
miðlum . „Eiginmaður hennar og meðeigandi
að félaginu er Jón Ásgeir Jóhannesson,“ sagði
í lok fréttar Fréttablaðsins.20
Miklu hugmyndaflugi hefur verið beitt við að hanna
leikfléttur til að bjargast, þrátt fyrir
dýr mistök . Þegar peningavélarnar
tóku að hiksta árið 2006, sjást þess
strax merki í rekstri Baugsmiðlanna .
Ris og fall Dagsbrúnar er dæmisaga
um hvernig fer, þegar menn telja sig
geta allt – á kostnað annarra .