Þjóðmál - 01.09.2010, Qupperneq 76

Þjóðmál - 01.09.2010, Qupperneq 76
74 Þjóðmál HAUST 2010 rift . Sömu menn hefðu setið beggja vegna borðsins við þessi við skipti og þess vegna þekkt alla þætti málsins .18 Hinn 14 . ágúst 2009 birti DV frétt um, að 365 miðlar greiddu ekki afborganir af lánum sínum á því ári . Félagið væri of skuldsett að sögn forstjóra þess, Ara Edwalds, en samið hefði verið um skuldir við lánveitendur félagsins, aðallega nýja Landsbankann . Félagið tapaði á Fréttablaðinu og ef staða blaðsins versnaði þyrfti að bregðast við því, sagði Ari . Ari boðaði til fundar með starfsmönnum 365 13 . ágúst 2009 . Samdægurs sendi hann starfsmönnum tölvupóst þar sem hann stiklaði á stóru í rekstri félagsins . Þar sagði: Allir sem til þekkja vita að 365 miðlar eru of skuld sett . Fyrirtækið er ekki að greiða afborganir af lán um á þessu ári . Við höfum hins vegar samið um all ar skuldir við lánveitendur félagsins sem eru aðal- lega nýi Landsbankinn og að litlu leyti Íslandsbanki . Í desember 2009 var sagt frá því, að hlutafé 365 miðla ehf væri verðlaust samkvæmt verðmati sem unnið hefði verið fyrir þrotabú Fons, áður í eigu athafnamannsins Pálma Haraldssonar, en félagið hefði átt 26,12% hlut í Rauðsól ehf ., sem keypti fjölmiðlahluta 365 miðla ehf . í nóvember árið 2008 . Í kjölfar gjaldþrots Fons hefðu sérfræðingar unnið verðmat á eignarhlut félagsins í Rauðsól . Þeir hefðu talið eignarhlutinn einskis virði .19 Vegna þess hvernig fjárhag 365 miðla ehf . var komið, þurfti að afla félaginu nýs hlutafjár eða lýsa það ella gjaldþrota . Í lok mars 2010 staðfesti Ingibjörg Pálmadóttir, stjórnarformaður 365 miðla ehf ., að tekist hefði að afla félaginu milljarðs króna í aukið hlutafé . Fjármunirnir yrðu nýttir til að lækka skuldir og bæta sjóðsstöðu félagsins til muna . Hlutafé 365 miðla næmi þá um þremur milljörðum, um 2,4 milljörðum í A-hluta og um 600 milljónum í B-hluta . „Ég er ánægð að þetta er í höfn,“ sagði Ingibjörg við blaðamann Fréttablaðsins, sem skýrði frá því, að Ingibjörg færi með 90,2% af A-bréfum, atkvæðisbæru hlutafé . Ari Edwald, forstjóri, ætti 5,9% hlut og Stefán Hilmarsson, fjármálastjóri, 3,8 prósent . Ingibjörg sagði efnahagsreikning félagsins nú kominn í viðunandi horf og öll skilyrði lánasamninga uppfyllt: Það er þó ljóst að vel þarf að halda á spöðunum í rekstri því 365, eins og önnur fyrirtæki, gengur nú í gegnum ólgusjó í íslensku efnahagslífi og þarf að búa við óskiljanlega hávaxtastefnu sem dregur súrefni úr fyrirtækjum og kemur í veg fyrir fjárfestingar . Ingibjörg sagði ekki ástæðu til að fara út í hverjir færu með eignarhald á B-bréfum 365 . „Það eru þöglir hluthafar sem fara ekki með atkvæði í félaginu og hafa þess vegna engin áhrif á stjórnun þess .“ Þá áréttaði Ingibjörg að hún færi sjálf með atkvæðisréttinn í 365 miðlum . „Eiginmaður hennar og meðeigandi að félaginu er Jón Ásgeir Jóhannesson,“ sagði í lok fréttar Fréttablaðsins.20 Miklu hugmyndaflugi hefur verið beitt við að hanna leikfléttur til að bjargast, þrátt fyrir dýr mistök . Þegar peningavélarnar tóku að hiksta árið 2006, sjást þess strax merki í rekstri Baugsmiðlanna . Ris og fall Dagsbrúnar er dæmisaga um hvernig fer, þegar menn telja sig geta allt – á kostnað annarra .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.