Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 23
Þjóðmál HAUST 2010 21
Ísland var fjármálamiðstöð . Við átt um risavaxið bankakerfi, fjölmarga stór-
snjalla fagfjárfesta, fjall af lögum og regl-
um fyrir fjármálakerfið, fjármálaeftirlit,
kaup höll, sjálfstæðan seðlabanka með
verð bólgu markmið, eigin mynt, endur-
skoð unar skrifstofur sem báru flott erlend
nöfn, grunlausan og gagnslausan við skipta-
ráðherra, glæsilegar glerhallir, blackberry
síma, daga í bestu laxveiðiám og hvað þetta
nú var allt . Nú hefur þetta meira og minna
allt hrunið og fúalykt leggur úr rústunum .
Komið hefur í ljós að ekkert eigið fé var
í kerfinu, það var allt lánað eða loft, og
eftirlitið var gagnslaust þrátt fyrir umtalsverð
lagaúrræði . Fuss og svei! Allt skal nú koma
upp á yfirborðið, öllum steinum velt og
nefndir skipaðar . Kastljósið hefur þó ekki
enn beinst að grunninum og undirstöðu
fjár málamarkaðar – sparnaðinum . Í þessari
grein langar mig að draga fram þá staðreynd
að framboði, eftirspurn og verðlagningu
sparn aðar var og er að mestu leyti stjórnað af
stjórnmálamönnum og embættismönnum .
Stjórnmálamenn ráða
framboði sparifjár
L ífeyrir landsmanna er þvingaður með lög um úr hendi þeirra . Allir greiða
stóran hluta af launum í grunnlífeyri,
bæði beint frá launamanni og frá launa-
greiðanda . Og launamaður væri í ólagi ef
hann myndi ekki þiggja séreignarsparnað
því mótframlag launagreiðandans er ríflegt .
Greiðsla til lífeyrissjóða frá launamanni og
launagreiðanda getur numið um 15% af
heildarlaunum fyrir skatta . Öllum þessum
peningum, sem hafa verið þvingaðir úr
höndum landsmanna, er safnað í risastórt
lífeyrissjóðakerfi sem er stór hluti af sparnaði
landsmanna . Heildareignir lífeyrissjóðanna
eru um 1 .800 milljarðar kr . Það er fullt af
peningum, um 20–30 milljónir kr . á hverja
fjölskyldu í landinu . Þetta er langstærsti
hluti sparnaðar á Íslandi .
Fólk getur ekki, til dæmis þegar harðnar
á dalnum, dregið úr þessum sparnaði og
eytt peningum sínum í neyslu . Peningarnir
renna í lífeyrissjóðakerfið samkvæmt kröfu
stjórnmálamannsins . En lífeyrissjóðirnir
hafa um þessar mundir fá tækifæri til
að koma þessum peningum í öruggar
fjárfestingar . Helst er hægt að lána ríkinu
fyrir fjárlagahallanum sínum eða setja
peningana í bankakerfið þar sem þeir enda
að stórum hluta hjá Seðlabankanum . Með
þessari þvingun stjórnmálamannsins hefur
honum tekist að hefta eðlilegan straum
peninganna . Í stað þess að fara í viðgerðir
á heimilum landsmanna, hótelgistingu eða
ískaup fyrir krakkana fara peningarnir í
Örvar Arnarson
Vaxtaverkir