Þjóðmál - 01.09.2010, Qupperneq 23

Þjóðmál - 01.09.2010, Qupperneq 23
 Þjóðmál HAUST 2010 21 Ísland var fjármálamiðstöð . Við átt um risavaxið bankakerfi, fjölmarga stór- snjalla fagfjárfesta, fjall af lögum og regl- um fyrir fjármálakerfið, fjármálaeftirlit, kaup höll, sjálfstæðan seðlabanka með verð bólgu markmið, eigin mynt, endur- skoð unar skrifstofur sem báru flott erlend nöfn, grunlausan og gagnslausan við skipta- ráðherra, glæsilegar glerhallir, blackberry síma, daga í bestu laxveiðiám og hvað þetta nú var allt . Nú hefur þetta meira og minna allt hrunið og fúalykt leggur úr rústunum . Komið hefur í ljós að ekkert eigið fé var í kerfinu, það var allt lánað eða loft, og eftirlitið var gagnslaust þrátt fyrir umtalsverð lagaúrræði . Fuss og svei! Allt skal nú koma upp á yfirborðið, öllum steinum velt og nefndir skipaðar . Kastljósið hefur þó ekki enn beinst að grunninum og undirstöðu fjár málamarkaðar – sparnaðinum . Í þessari grein langar mig að draga fram þá staðreynd að framboði, eftirspurn og verðlagningu sparn aðar var og er að mestu leyti stjórnað af stjórnmálamönnum og embættismönnum . Stjórnmálamenn ráða framboði sparifjár L ífeyrir landsmanna er þvingaður með lög um úr hendi þeirra . Allir greiða stóran hluta af launum í grunnlífeyri, bæði beint frá launamanni og frá launa- greiðanda . Og launamaður væri í ólagi ef hann myndi ekki þiggja séreignarsparnað því mótframlag launagreiðandans er ríflegt . Greiðsla til lífeyrissjóða frá launamanni og launagreiðanda getur numið um 15% af heildarlaunum fyrir skatta . Öllum þessum peningum, sem hafa verið þvingaðir úr höndum landsmanna, er safnað í risastórt lífeyrissjóðakerfi sem er stór hluti af sparnaði landsmanna . Heildareignir lífeyrissjóðanna eru um 1 .800 milljarðar kr . Það er fullt af peningum, um 20–30 milljónir kr . á hverja fjölskyldu í landinu . Þetta er langstærsti hluti sparnaðar á Íslandi . Fólk getur ekki, til dæmis þegar harðnar á dalnum, dregið úr þessum sparnaði og eytt peningum sínum í neyslu . Peningarnir renna í lífeyrissjóðakerfið samkvæmt kröfu stjórnmálamannsins . En lífeyrissjóðirnir hafa um þessar mundir fá tækifæri til að koma þessum peningum í öruggar fjárfestingar . Helst er hægt að lána ríkinu fyrir fjárlagahallanum sínum eða setja peningana í bankakerfið þar sem þeir enda að stórum hluta hjá Seðlabankanum . Með þessari þvingun stjórnmálamannsins hefur honum tekist að hefta eðlilegan straum peninganna . Í stað þess að fara í viðgerðir á heimilum landsmanna, hótelgistingu eða ískaup fyrir krakkana fara peningarnir í Örvar Arnarson Vaxtaverkir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.