Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 93

Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 93
 Þjóðmál HAUST 2010 91 Mér þykja rök Miu fremur sannfærandi og ég held að það megi segja að mörgu leyti svipaða sögu um ýmsa nýskipan í öðrum greinum opinbers rekstrar þar sem reynt hefur verið að innleiða einhvers konar samkeppni án þess að huga að því hvort hún væri keppni um að gramsa til sín sem mesta peninga úr ríkissjóði eða um að gera sem mest gagn . (Sjálfur skrifaði ég einu sinni grein í Þjóðmál (3 . hefti, 2 . árg . bls . 40–45) um „samkeppni“ í íslenska fram- haldsskólakerfinu sem mér þótti komin út í óttalega vitleysu . Kannski fannst mér kafli Miu sá besti í bókinni vegna þess að ég þekki svolítið til í opinberum rekstri og hef setið allmarga fundi þar sem viðskiptafræðingar sýndu PowerPoint glærur og messuðu um rekstur skóla án þess að gera sér neina almennilega grein fyrir muninum á opinberri stofnun og fyrirtæki á markaði .) Stefán Ólafsson ritar 6 . kafla bókarinnar sem nefnist „Árangur frjálshyggjunnar – samanburður lífskjara í frjálshyggjuríkjum og velferðarríkjum .“ Stefán talar um frjálshyggju fremur en nýfrjálshyggju og skilningur hans á hugtakinu tengist fyrst og fremst opinberum umsvifum (1 . lið) þar sem umfangsmikil ríkisrekin velferðarkerfi eru öndverð frjálshyggju að hans dómi . Stefán notar tölfræðileg gögn til að bera saman 39 atriði sem varða lífskjör al- menn ings á Norðurlöndum annars vegar og í enskumælandi löndum (þ .e . Banda- ríkjunum, Bretlandi, Írlandi, Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi) hins vegar . Þessi atriði varða m .a . hagvöxt, barnadauða, lífs- líkur, heilsufar, atvinnuþátttöku, fjölda fólks undir fátæktarmörkum, jafnrétti kynjanna, tíðni afbrota og ánægju fólks með líf sitt . Undir lok kaflans dregur Stefán niðurstöður sínar saman og segir: Af þeim 39 þáttum sem yfirlitið nær til voru norrænu þjóðirnar með betri útkomu en þær enskumælandi í 32 tilvikum, þær enskumælandi voru betri í 3 tilvikum og ekki var markverður munur hópanna í 4 tilvikum . (Bls . 185) Stefán tengir velgengni Norðurlanda öflugum ríkisreknum velferðarkerfum . Mér sýnist hann rökstyðja þá tengingu en hins vegar þykir mér titillinn á grein hans svolítið villandi því eins og hann bendir sjálfur á (bls . 174–5) er markaðshagkerfi á Norðurlöndum . Norræn hagkerfi einkenn- ast af einkaeign og frjálsum viðskiptum ekkert síður en hagkerfi enskumælandi ríkja og trúlega á það ekki minni þátt í velmegun Norðurlandabúa heldur en hin opinberu velferðarkerfi . Þorgerður Einarsdóttir (sem ritar 7 . kafla) fjallar um kynjamyndir og kyngervi ný frjálshyggjunnar og tengir hugmyndir í anda frjálshyggju um samkeppni og sókn á mörkuðum og ýmis orð sem höfð voru um íslensku útrásina við eiginleika sem taldir eru karlmannlegir . Umfjöllun hennar hefur sérstöðu að því leyti að hún gerir sér skýrari grein fyrir því en aðrir höfundar hvað hugtakið nýfrjálshyggja er mikill vandræðagripur . Orðið frjálshyggja hefur alltaf haft óljósa merk ingu […] og málið flækist enn frekar þeg ar rætt er um nýfrjálshyggju . Bæði hug- taka notk un og merking eru á reiki . (Bls . 196) Hún kýs að nota orðið um „þá hag- stjórnarstefnu, pólitísku hugmyndafræði og menningarástand sem náð hefur hnattrænni útbreiðslu í okkar samtíma og upphófst um 1980 með valdatöku Margaretar Thatcher og Ronalds Reagan“ (bls . 196–7) og segir: Þótt hugtakanotkunin sé nokkuð á reiki byggist nýfrjálshyggja á sama hugmyndagrunni og klassísk frjálshyggja og skilgreiningar á fyrirbærinu nýfrjálshyggja benda iðulega í sömu átt . Þær eru m .a . fólgnar í að lágmarka umsvif ríkisvaldsins með einkavæðingu ríkis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.