Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 26
24 Þjóðmál HAUST 2010
Þetta er hættulegur misskilningur hjá seðla-
bankastjóranum . Japanska bankakrísan ætti
að vera Íslendingum víti til varnaðar og
seðlabankastjóri ætti að þekkja hana manna
best . Samningsvextir gengistryggðu lánanna
munu draga úr skuldsetningu efnahagslífsins
og auka svigrúm til neyslu og stuðla þar af
leiðandi að hagvexti . Vextir Seðlabankans
munu auka skuldsetningu efnahagslífsins og
líkja efnahagslífinu meira við Japan .2
Leiðréttum vextina!
Framsóknarflokkurinn lagði til 20% niður fellingu allra skulda . Núverandi
ríkis stjórn hefur eingöngu lengt í lánum
og tengt endurgreiðslur við atvinnustig og
launaþróun . Enginn veit lengur hvað hann
skuldar í raun mikið, höfuðstóllinn á að
hverfa fljótlega í lok upphaflegs samnings-
tíma þótt lánið hafi ekki enn verið að fullu
greitt . Framsóknarflokkurinn horfir á
breytingu á höfuðstólnum en ríkis stjórnin
dregur úr afborgunum af höfuð stól . En
lífeyrissjóðirnir og Íbúðalána sjóður hafa
ekki svigrúm til höfuðstóls lækk unar, Íbúða-
lánasjóður hefur ekki farið í gegnum þvotta-
vélina eins og stóru bankarnir hafa gert og
eflaust er lítill áhugi hjá lífeyris sjóð unum að
afskrifa höfuðstól lána .
Rétt eins og ég hef farið yfir þá er eng inn
fjármálamarkaður á Íslandi . Það eru engir
markaðsvextir og framboð sparifjár fær ekki
að sveiflast eftir aðstæðum . Er tæki færi í
þessu til að rétta af hag Íslands? Einn stærsti
einstaki kostnaðarliður heimila eru vextir
af fasteignalánum . Gæti náðst sátt um að
sjóðseigendur lífeyrissjóðanna myndu sætta
sig við lægri vexti en þá sem stjórn mála-
maðurinn hefur úthlutað þeim? Þá væri hægt
að lækka handvirkt öll lán líf eyris sjóðanna og
2 Höfundur er ekki að taka afstöðu til þess hvora vextina
eigi að nota, eingöngu að benda á þessi tengsl við japanska
hagkerfið .
Íbúðalánasjóðs, en lífeyris sjóðirnir eiga mjög
stóran hluta af skulda bréfum Íbúðalánasjóðs .
Stjórn mála menn og embættismennirnir geta
breytt þessu í sam starfi með lífeyrissjóðunum,
þeir stjórna þessu hvort eð er .
Þetta væri ígildi þess að draga úr skuld-
setningu efnahagslífsins . Allir sjá hag í því
að íslenska efnahagslífið rétti úr kútnum
við aukna neyslu almennings og vaxta-
lækkun mun draga úr útlánatöpum fjár-
mála kerfisins . Ef vextir myndu lækka um
2 prósentustig mun heimili sem skuldar 30
milljónir greiða 600 þúsund minna í vexti
á ári! Það munar um það . Lífeyrissjóðirnir
myndu þá innheimta sambærilega vexti og
þekkist erlendis en ekki þá háu vexti sem
hér hafa viðgengist í skjóli reglugerða .
Einhver kann að spyrja hvort 2% vaxta-
lækkun endur spegli markaðsvexti . Þeirri
spurningu getur enginn svarað . Með þessum
inngripum stjórnmálamannsins hefur
lánamarkaðurinn verið með heróín í æð frá
upphafi, í sínum eigin heimi án tengsla við
umheiminn . Enginn veit hvern ig íslenski
markaðurinn er allsgáður . Líklegt má þó telja
að markaðurinn hafi „minni“ . Ef ávöxtunar-
krafa lífeyrissjóðanna væri án ríkis afskipta
myndu tilboð lífeyrissjóðanna í skuldabréf
Íbúðalánasjóðs eflaust haldast há í einhvern
tíma af gömlum vana og lántakendur mynda
einnig sætta sig við það af gömlum vana .
Síðustu mánuði hefur ávöxtunarkrafa á
verðtryggðum bréfum farið töluvert undir
3,5% . Mikil ásókn almennra fjárfesta er í
verðtryggð skuldabréf um þessar mundir en á
sama tíma hafa lífeyrissjóðirnir hætt að kaupa
þessi bréf vegna reglugerðar 391/1998 .
Seðlabankinn kynnti nýlega niðurstöðu
sína um skuldastöðu heimilanna . Þar kom
fram að 25–30% heimila skulda hættu-
lega mikið, barnafjölskyldur og einstæðir
foreldrar voru í mesta baslinu . Því miður
túlkaði Jóhanna Sigurðardóttir bráða-
birgða niðurstöður Seðlabankans, sem gáfu