Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 39

Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 39
 Þjóðmál HAUST 2010 37 Fljótlega eftir að Geir tók við sem formaður varð þó ljóst að engrar stefnubreytingar var að vænta gagnvart Evrópusambandinu undir hans forystu þó hann hafi e .t .v . ekki alltaf verið eins afgerandi í yfirlýsingum í þeim efnum og forveri hans hafði jafnan verið . Geir hélt áfram ríkisstjórnarsamstarfinu við framsóknarmenn en kaus að endurnýja það ekki að loknum alþingiskosningunum vor- ið 2007 og semja þess í stað við Samfylking- una um myndun nýrrar ríkisstjórnar . Ríkisstjórn með Samfylkingunni Samkomulag varð um það við Sam-fylkinguna að stefnan yrði ekki sett á Evrópu sambandið frekar en í tíð fyrri ríkis- stjórna, enda stefna Sjálfstæðisflokksins skýr gegn inngöngu í sambandið eins og áður .11 Þingmenn Samfylkingarinnar höfðu sig lít ið í frammi í Evrópumálunum, með fá ein um unda n tekningum, framan af ríkis stjórn - ar samstarfinu . Þegar bankahrunið skall á haust ið 2008 færðust þær raddir hins veg ar allar í aukana, einkum innan Sam fylk inga- r innar, sem kröfðust þess að sótt yrði um inn göngu í Evrópusambandið, einkum í þeim tilgangi að taka upp evruna sem gjald - mið il . Samhliða því jókst tímabundið stuðn- ingur við inngöngu í sambandið í skoð ana- könnunum frá því sem áður hafði verið . Forystumenn Samfylkingarinnar reyndu í kjölfarið að notfæra sér ástandið og þá örvæntingu sem bankahrunið hafði skapað í þjóðfélaginu til þess að stilla Sjálf stæðis- flokknum upp við vegg og settu ítrekað fram þá kröfu að sótt yrði um inngöngu í Evrópusambandið og að flokkurinn breytti stefnu sinni gagnvart málinu . Að öðrum kosti væri ríkisstjórnar samstarfinu sjálfhætt .12 11 Vef. „Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar 2007“ . <http://www .forsaetisraduneyti .is/ frettir/nr/2643> . 12 Vef. „Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar“ . <http://www .mbl .is/mm/frettir/innlent/2008/12/13/riki- Óhætt er að fullyrða að þessi framganga hafi hleypt illu blóði í sjálfstæðismenn og var henni harðlega mótmælt og m .a . af ýmsum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins s .s . Sigurði Kára Kristjánssyni og Birgi Ár- mannssyni að öðrum ólöstuðum . Geir H . Haarde kaus að reyna að koma til móts við Samfylkinguna með því að flýta lands fundi Sjálfstæðisflokksins og skyldi hann fara fram seinni hluta janúar 2009 og Evrópu málin sérstaklega tekin fyrir . Var sett á laggirnar sérstök Evrópunefnd sem vinna ætti um fangsmikla undirbúningsvinnu fyrir lands fundinn þar sem stefna flokksins í mála - flokknum yrði tekin til gagngerrar endur - skoðunar . Tilgangur Geirs með þess um ráðstöfunum hefur vafalaust eink um verið sá að vinna sér tíma og lengja líf ríkis stjórnar- sam starfs ins við Sam fylk inguna enda bentu skoðana kannanir í kjölfar banka hrunsins til þess að fylgi Sjálf stæðis flokks ins hefði dregist verulega saman . Samstarfinu slitið Í áramótagrein í Morgunblaðinu 31 . des- ember 2008 ræddi Geir um breyttar að- stæður sem kölluðu á endurskoðun á stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna um leið og hann ítrekaði sem fyrr reynslu Íslendinga af EES-samningnum . Af þeim ástæðum hefði starf Evrópunefndarinnar verið sett af stað . „Evrópunefndin mun leggja tillögur sínar fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins í lok janúar á nýju ári . Endanlegt vald í þessum efnum er í höndum landsfundar og hvorki ég né aðrir segja landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir verkum .“13 Þessum orðum var vafalítið beint að forystu Samfylkingarinnar . Svo fór þó að lokum að Samfylkingin sstjornin_verdur_ad_svara_kalli_um_breytingar> . 13 Vef. „Við áramót - Áramótagrein í Morgunblaðið 2008“ . <http://www .forsaetisraduneyti .is/radherra/rae- durGHH/nr/3300> .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.