Þjóðmál - 01.09.2010, Side 84

Þjóðmál - 01.09.2010, Side 84
82 Þjóðmál HAUST 2010 ég kemst í illt skap yfir að hugsa um ástand þjóðar vorrar og úrræða- og kjarkleysi flokks vors . Flokkurinn má ekki lognast út af en ef svo á ekki að fara verður að myndast í honum radicalari armur . Og það erum við ungu mennirnir sem eigum að tryggja framtíð einstaklingsframtaksins, séreignarskipulagsins, í þessu landi með slíkri myndun . Gangi þér því stúd eringarnar sem best en komdu sem fyrst . Nokkrum vikum síðar endurtók Jóhann frýjunarorð sín: „Nei, Gunnar, hér þarf sannarlegt eldgos að gjósa . Ég vona að við getum framkallað það gos .“ . . . Á landsfundi í júní 1936 voru samþykktar nýjar skipulagsreglur sem áttu að koma festu á flokkstarfið: Stofnað var flokksráð allra þingmanna, miðstjórnar og fulltrúa úr kjördæmum . Í miðstjórn skyldu tíu manns sitja og landsfundur haldinn annað hvert ár . Þessar breytingar dugðu Jóhanni G . Möller þó ekki . „Mér þætti gott ef þú vildir senda mér ódýra útgáfu af Mein Kampf,“ skrifaði hann Gunnari: „ . . . Mig langar til að stúdera propagandakaflann í bókinni .“ / . . . / Hvað fannst Gunnari Thoroddsen um stefnu og stjórnarhætti í Þriðja ríkinu? . . . Hann hafði rétt komið sér fyrir í Berlín þegar heimsmót Hitlersæskunnar var haldið þar . Áróðursmálaráðherrann Joseph Goebbels flutti ræðu á Wilhelmplatz í miðborginni og Gunnar fylgdist með . Sjónarspilið var magnað, Goebbels fór mikinn og ungliðarnir hrifust með: „Hann talaði um svik og svínarí marxista og júða, ofsóknir og álygar heimspressunnar gegn hinu nýja Þýskalandi og hlutverk hinna ungu manna . Og fólkið hrópaði Heil, Heil og rétti út höndina .“ Nokkru síðar barði Gunnar augum sjálfan Adolf Hitler . Der Führer ók þá í vagni sínum eftir Karlstrasse en Gunnar stóð við glugga sinn og fylgdist með . Aldrei tala- ði hann af mikilli virð ingu um forystusveit Þriðja ríkisins – Hjalta, Geira og Gubba eins og hann kallaði þá Hitler, Gör ing og Goebbels . For ing inn væri ógiftur og „vita-kvenmannslaus“ og þótt Hermann Göring hefði kvænst „getur [hann] ekkert því að í stríðinu kváðu Fransmennirnir hafa skotið undan honum“ . Og ekki hafði Gunnar meira álit á Benito Mussolini, einræðisherra á Ítalíu . Haustið 1935 brutu herir fasista undir sig Afríkuríkið Abbessiníu (sem nefndist síðar Eþíópía), beittu loftárásum og eiturgasi og létu mótmæli Þjóðabandalagsins sem vind um eyru þjóta . Rétt áður, þegar innrásin vofði yfir, hélt Gunnar þrumuræðu yfir Bruno Kress, Ögmundi Jónssyni og nokkrum öðrum félögum sem sátu yfir ölkollu á einni Berlínarknæpunni . Stórveldin og þar á meðal Þýskaland „stæðu aftarlega í menningunni,“ sagði Gunnar, „þau vildu láta hnefaréttinn ráða en smáþjóðirnar væru fyrst og fremst merkis berar menningarinnar því að þær vildu láta réttinn ráða en ekki valdið og hnefann“ . Gunnar Thoroddsen á yngri árum .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.