Þjóðmál - 01.09.2010, Side 80
78 Þjóðmál HAUST 2010
lá hann ekki á skoðunum sínum um
bókmenntir, stjórnmál og hvaðeina sem
í hugann kom . „Skjóta þá eða hengja,“
sagði Kristján um Jónas frá Hriflu og „hans
hyski“ . Eflaust féllu þau orð í hálfkæringi
en í frásögn af samtali þeirra þorði Gunnar
ekki annað en bæta við að sjálfur væri hann
á móti „lífláti principielt“ . Þá var Gunnar
mikið með Einari Ólafi Sveinssyni . . . og
hitti aðra landa sem áttu leið um Berlín .
Einn daginn mælti hann sér til dæmis mót
við Jóhann Þ . Jósefsson, samþingmann í
Sjálf stæðisflokknum, sem fór reglulega til
Þýska lands í viðskiptaerindum fyrir stjórn-
völd og gilti einu hvaða flokkar sátu í stjórn .
Snæddu þeir miðdegisverð á Hótel Kaiserhof
með Kristjáni Albertssyni og Óla Vil hjálms-
syni, fulltrúa Sambands íslenskra sam vinnu-
félaga . Gunnari fannst fróðlegt að fá fréttir
úr þinginu og kvaðst Jóhann ekki leggja
minnsta trúnað á þær sögusagnir að senn
myndi slitna upp úr samstarfi Alþýðuflokks
og Framsóknarflokks . Gunnar, Kristján
og Jóhann fóru annars ófögrum orðum
um stjórnina en framsóknarmaðurinn Óli
hlustaði „með aðdáanlegri þolinmæði“ . Að
því loknu fór Kristján Albertsson með sögur
af Einari skáldi Benediktssyni „en Jóhann
hermdi eftir Jónasi og sagðist vel“ .
Frá degi til dags hafði Gunnar mest saman
að sælda við Ögmund Jónsson, skóla félaga
úr Menntaskólanum sem stundaði nám við
verkfræðiháskóla borgarinnar . Aðfanga-
dags kvöldi árið 1935 varði Gunnar heima
hjá honum og á gamlárskvöld gengu þeir
saman um götur: „Þarna var allt svo kátt,
ungt og gamalt og heilsuðust alókunnugir
sem aldavinir og skiptust á árnaðaróskum .“
Í byrjun janúar 1936 fóru þeir Ögmundur
svo saman í Deutsches Operahaus og sáu
Lohengrin Richards Wagners . Sýningin var
skrautleg og skemmtileg að sögn Gunnars en
ekki var hann hrifinn af tónlistinni; „e .t .v . er
ég of óvanur Wagner ennþá“ . Stundum hitti
Gunnar líka Jón Leifs tónskáld en fannst
„sá hávaði“ sem hann framleiddi vera landi
og þjóð til lítils sóma . Þá leist honum betur
á Þórarin Jónsson frá Mjóafirði sem hafði
haldið til Berlínar árið 1924 og fengið inni
í tónlistarháskóla borgarinnar þótt hann
ætti litla menntun að baki . Þórarinn tók
Gunnar í tíma í hljómfræði og nutu báðir
góðs af . Nemandinn vildi auka við menntun
sína á þessu sviði og kennaranum var ætíð
fjár vant . „Þórarinn er svo einkennilegur í
framkomu,“ skrifaði Gunnar, „svo fjarri
því sem mest má verða að vera glæsimenni,
gagnstæða Eggerts Stefánssonar, að erfitt
hlýtur að vera fyrir hann að koma sér
áfram .“
Áður var minnst á Eggert, góðvin Gunn-
ars . Þeir hittust ekki í Berlín en höfðu
skemmt sér saman í Kaupmannahöfn
snemm sumars 1935 . Síðan skildi leiðir
en sunnudaginn 11 . ágúst 1935 skrifaði
Eggert honum frá Reykjavík . Bréfið lýsti
vel hinum fræga söngvara og bóhem sem var
öðrum þræði fyrirmynd Halldórs Laxness
að Garðari Hólm í Brekkukotsannál:
Ég hef verið hér tíu daga . . . Enn hefur ekki
Moggi nefnt með einum staf að ég sé til en
Stefán Íslandi er interv . um hvernig sönglist
er gerð í Evrópu!! Ég brosi að fákænsku ísl .
journalista, og yfirleitt hvað þetta land er illa
informerað um sína hagi úti . En minn tími
kemur! . . . Hlustaðu á músík og farðu svo
þegar þér leiðist .
Þinn vinur
Eggert Stef .
Þennan sama dag var „guðdómlegt“ veður
í Berlín að sögn Gunnars . Hann snæddi
miðdegisverð í Akademischer Keller í Marien-
strasse en var annars mest heima við og
stúderaði . „Það er lífsnautn að sitja í hinum
góða hægindastól út við opinn gluggann, og
lesa og hugsa . Mér dettur svo margt í hug .“
Um kvöldið leyfði Gunnar sér síðan að láta