Þjóðmál - 01.09.2010, Page 78
76 Þjóðmál HAUST 2010
Guðni Th . Jóhannesson
„Fólkið hrópaði Heil, Heil
og rétti út höndina“
Kaflabrot úr ævisögu Gunnars Thoroddsens
forsætisráðherra sem kemur út fyrir jólin
Fljótlega fann Gunnar gott herbergi sem hann tók á leigu . Það var á þriðju
hæð í ágætu húsi við Karlstrasse, nálægt
Berlínarháskóla og þeim stofnunum sem
Gunnar hugðist sækja . Kaffihús, knæpur,
óperuhús, leikhús og listasöfn voru ekki
heldur fjarri og Gunnar var hæstánægður .
„Ég sef á dívan eða ottóman,“ sagði hann í
lýs ingu á samastaðnum, „ennfremur er ann-
ar dívan í herberginu, skrifborð, hæginda stóll
og þrír aðrir góðir stólar, fínasta ljósa króna og
stór og góður borðlampi, klæða skápur, tveir
gluggar, einar dyr, teppi á nokkrum hluta
gólfsins, stór hvítur ofn af hinni vanalegu
þýsku gerð – nú, þá er ég víst búinn að telja
upp allt sem í því er nema sjálfan mig .“
Gunnar tók upp þráðinn þar sem frá var
horfið í Kaupmannahöfn, fékk aðgang að
háskólabókasafninu, Kriminalistisches Insti
tut og Humboldtstofnuninni, fræða setri
sem kennt var við Wilhelm von Humboldt,
stofn anda Berlínarháskóla . Gunnar var
skráð ur til náms í háskólanum en þurfti
ekki að sækja fyrirlestra og gerði það
sjaldan . Hann las því meira af fræðiritum
um refsirétt og kynnti sér einkum hvernig
honum væri háttað í Þýskalandi undir
stjórn nasista . / . . . /
S íðustu daga hefur Gunnar afkastað litlu í Berlín, nú tvíeflist hann . Allan daginn
er lesið af kappi og um kvöldið situr hann
á uppáhaldsknæpu sinni, Café Unter den
Linden við samnefnt breiðstræti í hjarta
Berlínar . Gunnar skrifar í dagbók sína, lætur
sig dreyma og nýtur tónlistarinnar . „Þarna
spilar fimm manna hljómsveit, þetta er
fegursta og yndislegasta kaffihúsmúsík sem
ég hef heyrt á ævi minni,“ hafði hann skrifað
nokkru fyrr: „Í hljómsveitinni eru tveir
víolínistar, cello, kontrabassi og flygel . Hún
virðist spila eingöngu zarte, lieblich [ljúfa,
indæla] músík . . . af afarfínum músíkölsk-
um smekk og tilfinningu .“ / . . . /