Morgunblaðið - 24.09.2015, Síða 1

Morgunblaðið - 24.09.2015, Síða 1
F I M M T U D A G U R 2 4. S E P T E M B E R 2 0 1 5 Stofnað 1913  224. tölublað  103. árgangur  MATARÆÐI BARNA ÞARF AÐ GEFA GAUM TÆKIFÆRI Í FISKTÆKNI- SKÓLANUM NÝTING ÍSLENSKRA ORKUAUÐLINDA VIÐSKIPTI ORKA OG IÐNAÐUR 24 SÍÐURMATUR 58-67 Haustjafndægur voru í gær. Þá var sólin yfir miðbaug jarðar. Tveir ferðalangar í Landmannalaugum tylltu sér niður í mildu haustveðrinu, í þessari íslensku náttúruperlu, og nutu blíðunnar. Þegar hausta tekur fækkar ferðamönnum hratt á hálendinu, þar sem rútuferðum fækkar, færð versnar og veð- ur geta orðið válynd. Kyrrð færist yfir í Landmannalaugum Morgunblaðið/Árni Sæberg  „Eldi á framandi tegundum eins og kóngakrabba er varhugavert og vandmeðfarið; sama hversu vel menn vanda sig þá er alltaf hætta á slysum og því vara ég hiklaust við því,“ segir Sindri Gíslason, forstöðumaður Náttúrustofu Suðvesturlands. Nýlega var greint frá áformum einstaklinga á Hauganesi um að hefja þar eldi á kóngakrabba. Sindri varar eindregið við slíku, hvort sem um væri að ræða eldi í sjó eða á landi. »38-39 Varar við eldi á kóngakrabba  Launakostnaður er orðinn mjög þungur baggi í rekstri sveitarfé- laga og fer vaxandi. Halldór Hall- dórsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, segir að þau séu nú að sjá hlutfallshækkanir launa sem ekki hafi sést síðan á tíma óðaverðbólgu á Íslandi. „Við erum einhvern veginn búin að missa tökin,“ segir hann. Fjallað verður um þessi mál á fjármálaráðstefnu Sambands ís- lenskra sveitarfélaga sem hefst í dag. Kröfur eru uppi um að sveit- arfélögin fái auknar tekjur frá rík- inu. »2 Laun þungur baggi á sveitarfélögum Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Þegar Alþingi samþykkti lög um stöðugleikaskatt á slitabú föllnu bankanna var einnig samþykkt bráðabirgðaákvæði sem þrengdi kröfulýsingarfrest þeirra til muna sem telja sig eiga búskröfu í slita- búin. Fram að lagasetningunni var hægt að lýsa kröfum að atkvæða- greiðslu um nauðasamning en eftir breytinguna var frestur veittur til 15. ágúst síðastliðins. Lögin voru birt 18. júlí og því veitti löggjafinn aðeins 29 daga frest til handa þeim sem töldu sig eiga kröfur á búin en höfðu ekki lýst kröfu fram að þeim tíma. Hróbjartur Jónatansson, hæstaréttarlögmaður, gerir athuga- semdir við þessi vinnubrögð og bendir meðal annars á að slitabúin hafi í engu auglýst hinn stytta frest og þá hafi lögin ekki verið þýdd á ensku, þrátt fyrir umfangsmikil um- svif slitabúanna erlendis. Áreiðanlegar heimildir Morgun- blaðsins herma að Kaupþing hafi beitt sér fyrir því gagnvart Alþingi að kröfulýsingarfresturinn yrði styttur með þeim hætti sem raun varð á, ekki síst af ótta við aðgerðir fjárfestisins Vincents Tchenguiz sem staðið hefur í málaferlum við slitabúið á síðustu árum og haldið fram hundraða milljarða fjárkröfum á hendur því og endurskoðunarfyr- irtækinu Grant Thornton fyrir breskum dómstólum. Hróbjartur telur hættu á að þeir aðilar sem ekki náðu að lýsa kröfum í búið, en telja sig hafa ástæðu til þess, muni mögulega leita réttar síns fyrir dómstólum. Kallar mögulega á málaferli „Í ljósi þess hversu umfangsmikil starfsemi slitabúanna hefur verið á undanförnum árum má gera ráð fyrir því að mörg dæmi séu um ágreining varðandi þá starfsemi. Þeir aðilar sem eiga í ágreiningi við slitabúin vegna þessarar starfsemi eru nú í þrengri stöðu en þeir voru áður en lögin voru samþykkt þar sem löggjafinn hefur með þeim tak- markað möguleika þeirra til að lýsa kröfum sínum. Það er augljóst í mínum huga hvað slitastjórn Kaup- þings gekk til þegar tillagan að þessum stutta fresti var lögð fram. Þar var stjórnin einfaldlega að koma í veg fyrir að aðilar gætu lýst kröfum á hendur búinu,“ segir Hró- bjartur. Kaupþing beitti sér fyrir lagasetningu  Kröfulýsingarfrestur að líkindum styttur vegna Tchenguiz MViðskiptaMogginn Morgunblaðið/Ómar Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Eleven Experience stefnir að því að opna næsta vor lúxusgistihús á Deplum í Fljótum í Skagafirði. Tug- ir iðnaðarmanna hafa verið þar að störfum síðustu vikur og mánuði og er gistihúsið farið að taka á sig mynd að utan. Þar verða 11 herbergi og ýmis þægindi í boði, m.a. úti- og inni- sundlaug, gufubað, heitir pottar, nuddpottar og vínkjallari. Samkvæmt verðskrá fyrirtæk- isins kostar sex daga dvöl á Deplum um 2 milljónir kr. á mann að vetri til. Innifalið er gisting, matur og drykk- ir, þyrluflug, skíðaferðir o.fl. Sömu fjárfestar eiga jarðirnar Knappstaði og Stóru-Brekku í Fljót- um og hafa sýnt mikinn áhuga á að kaupa fleiri. »18-19 Deplar Gistihúsið er farið að taka á sig mynd. Ekkert er þar til sparað. Fjárfest í Fljótum  Gistihús á Deplum opnað næsta vor
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.