Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Nýtt starf sameiginlegs deildarstjóra fyrir hjúkr- unarheimilið Eyri á Ísafirði og Hjúkrunarheimili Bolungarvíkur, sem bæði eru rekin af Heilbrigð- isstofnun Vestfjarða – HVEST, var auglýst áður en Huldu Karlsdóttur, deild- arstjóra hjúkrunardeildar- innar í Bolungarvík, var sagt að leggja ætti niður stöðu hennar. Hulda, sem hefur starfað í tæp 40 ár sem hjúkr- unarfræðingur, þar af 28 ár á Bolungarvík og sex ár sem deildarstjóri, segist slegin vegna þessarar framkvæmdar og hyggst ekki halda áfram störfum hjá stofnuninni. Starfsfólk heilbrigðisstofn- unarinnar hefur mótmælt framkomunni við Huldu. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá HVEST segir að um mis- skilning sé að ræða og hefur beðist afsökunar á fram- kvæmdinni. Ísafjarðarbær og Bolungar- víkurkaupstaður hafa hvor um sig byggt ný hjúkrunarheimili sem verða tilbúin til notkunar innan skamms. Þau verða sjálf- stæðar rekstrareiningar sem verða reknar undir stjórn HVEST. Einn deildarstjóri verður yfir báðum deildunum og er það staðan sem auglýst var á dögunum. „Framkvæmdastjóri hjúkrunar hringdi í mig þegar ég var á leiðinni heim úr vinnunni á föstu- degi, 11. september, og sagði mér að staðan mín hefði verið lögð niður, en mér var ekki sagt hve- nær það yrði. Þá hafði auglýsingin um nýja deild- arstjórastarfið birst í blöðum um morguninn, en ég vissi ekki af henni,“ segir Hulda. „Ég hafði samband á mánudeginum og kvartaði yfir þessum vinnubrögðum og þá var mér sagt að starfið mitt yrði lagt niður frá og með 1. október, tæpum þremur vikum síðar. Daginn eftir var mér fært bréf sem staðfesti þetta og að mér byðust biðlaun á eitt ár frá og með þessum tíma.“ Starfsmenn mótmæltu Sameining starfsemi þessara tveggja hjúkr- unarheimila hefur staðið til um skeið, en er enn ekki orðin og segist Hulda hafa talið að skipulags- breytingarnar myndu ganga í gegn þegar af sam- einingunni yrði. Svo hafi verið um flesta aðra og því hafi þessi ákvörðun komið mörgum í opna skjöldu. Í yfirlýsingu, sem 18 starfsmenn HVEST í Bolungarvík skrifuðu undir og birt var í Bæjar- ins besta á Ísafirði, mótmæla þeir framkomu for- stjóra við Huldu harðlega og segja hana stofn- uninni til háborinnar skammar og að ófaglega sé að málinu staðið. „Það verða að teljast slæleg vinnubrögð að auglýsa stöðuna áður en búið er að tilkynna deildarstjóra,“ segir í yfirlýsingunni. Síðan Huldu voru tilkynntar breytingarnar hef- ur hún ekki farið í vinnuna. Hún segir framkomu stjórnenda hafa valdið sér mikilli vanlíðan og hyggst ekki snúa aftur til starfa á HVEST. Spurð hvaða ástæða gæti verið fyrir þessari framkvæmd segir hún að aldrei hafi verið kvartað yfir störfum hennar og hún hafi átt einstaklega farsælan starfsferil. „Þar fyrir utan er mjög erfitt að fá hjúkrunarfræðinga hér á Vestfirðina og ég hélt að það væri mikilvægt að halda í fagfólkið. En ég hef varið rétt Bolvíkinga þegar aðrir hafa talað um að það sé óhagstætt að vera með sérstaka rekstrar- einingu á Bolungarvík og réttast væri að öll þjón- ustan væri á Ísafirði. Kannski hefur það einhver áhrif.“ Erfitt að fá starfsfólk Hörður Högnason, framkvæmdastjóri hjúkr- unar hjá HVEST, segir að um um mistök hafi ver- ið að ræða varðandi auglýsingu starfsins. Beðinn um að útskýra það nánar segir Hörður að auglýs- ingin hafi átt að birtast nokkrum dögum síðar, eft- ir að búið væri að segja Huldu að starf hennar hefði verið lagt niður. „Annars hefði það ekki átt að koma neinum á óvart. Þessar breytingar hafa verið lengi í umræðunni.“ Hörður segist hafa beðið Huldu afsökunar á þessum mistökum. Að sjálfsögðu sé henni frjálst, rétt eins og öllum öðrum áhugasömum, að sækja um starfið. Hann segir erfitt að segja til um hvort einhver eftirmál verði af málinu, stjórnendur sjúkrahússins hafi þegar útskýrt sinn þátt í því. Erfitt sé að sjá á bak reyndum hjúkrunar- fræðingi, því undanfarið hafi verið erfitt að fá menntað heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum. Að sögn Harðar verða nýju hjúkrunarheimilin á Ísafirði og Bolungarvík líklega opnuð fyrir ára- mót. Lagt niður eftir auglýsingu  Deildarstjórastarf var lagt niður eftir að nýtt starf hafði verið auglýst  Framkvæmdastjóri segir auglýsingu hafa birst of snemma fyrir misgáning Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bolungarvík Þar verður nýtt hjúkrunarheimili Hulda Karlsdóttir Hörður Högnason Fjórtán ein- staklingar sóttu um störf geisla- fræðinga á Land- spítalanum sem auglýst voru fyrr í mánuðinum en frestur til að sækja um rann út á mánudaginn. 1. september sl. hættu sautján geislafræðingar störfum á sjúkra- húsinu, sem störfuðu í fjórtán stöðu- gildum. Óskar Reykdalsson, fram- kvæmdastjóri rannsóknarsviðs, segir að umsóknirnar hafi bæði kom- ið frá íslenskum og erlendum geisla- fræðingum. „Við fengum fjórtán umsóknir en það er ekki þar með sagt að við ráð- um þá alla. Sumir sem sækja um ákveða til dæmis að taka ekki starf- inu. Við ákváðum að leggja inn aðra auglýsingu í dag og rennur umsókn- arfresturinn út eftir tvær vikur,“ sagði Óskar í samtali við mbl.is í gær. Hann sagði töluverða vinnu fólgna í því að ráða inn geislafræð- inga frá útlöndum. „Það er auðvitað allt annað ferli en ef við tökum ein- hvern sem hefur verið í vinnu hjá okkur áður. Þegar fólk kemur frá út- löndum þurfum við að taka á móti fólkinu og skrá það í landinu og vinna töluvert með því. Það þarf að tryggja réttindi þess á Íslandi og m.a. hafa samráð við landlækn- isembættið. Það er töluverð vinna fólgin í því.“ »40 Erfiðara að ráða útlending Óskar Reykdalsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.