Morgunblaðið - 24.09.2015, Page 16

Morgunblaðið - 24.09.2015, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 Gríptu afsláttarkortið næst þegar þú kaupir daglinsur í Augastað Sílikonlinsur hleypa 6x meira af súrefni að auganu en venjulegar linsur. Þær eru því þægilegri og betri fyrir heilsu augans. PI PA R\ TB W A • SÍ A Gleraugnaverslunin þín MJÓDDIN Sími 587 2123 FJÖRÐUR Sími 555 4789 SELFOSS Sími 482 3949 Glæsileg snekkja til sölu Tilvalin fyrir 4-6 eigendur eða einkaaðila. Snekkjan er staðsett í Króatíu. Verð 33 milljónir. Allar upplýsingar gefur Gunnar í síma 663 4865 eða skip@batar.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Sextán hnúðlaxar hafa verið skráðir hjá Veiðimálastofn- un það sem af er sumri og koma tilkynningar um þennan flæking úr ám víða á landinu. Veiðitímabilinu er ekki lokið og ekki ólíklegt að fleiri bætist í hópinn þegar farið verð- ur yfir veiðibækur í lok tímabils, að sögn Guðna Guð- bergssonar, fiskifræðings á Veiðimálastofnun. Fréttir berast af hnúðlaxi nánast árlega, en meira hefur verið af honum í ár heldur en undanfarin ár. Hængur og hrygna ólík Hængar eru þarna í miklum meirihluta, en þó er a.m.k. ein hrygna í hópnum. Hængarnir fá tennur og hnúð á hrygginn þegar líður að hrygningu, en hrygnan ekki. Kynjamunurinn gæti orsakast af því að hún hefur ekki slík sérkenni og líkist sjóbleikju. Hnúðlax sem einnig er nefndur bleiklax tilheyrir ætt- kvísl kyrrahafslaxa. Ástæðuna fyrir því að hnúðlaxar koma fram í íslenskum ám má rekja til rússneskra til- rauna með útsetningu frjóvgaðra hrogna í ár á Kola- skaga. Hófust þær árið 1956, en um og upp úr 1960 fór hnúð- lax að verða vart í ám hér á landi og var talsvert um hann 1960-1970. Síðan þá hafa þeir náð „uggafestu“ m.a. í Finnmörku í Norður-Noregi og hafa stofnarnir þar verið vaxandi frá síðustu aldamótum. Veiði sé vandlega skráð Ekki er útilokað að hnúðlax geti numið land í íslensk- um ám og þess vegna er mikilvægt að veiði slíkra fiska sé vandlega skráð, segir á heimasíðu Veiðimálastofnunar. Veiðimenn sem telja sig veiða slíka fiska, eða aðra furðufiska, eru beðnir að hafa samband við Veiðimála- stofnun. Upplýsingar má senda á netfang stofnunarinnar: veidimal@veidimal.is, eða með öðrum hætti. Mikilvægt er að slík veiði sé einnig vandlega skráð í veiðibók. Sextán hnúðlaxar skráðir – gæti fjölgað  Meira af þessum flækingi en verið hefur undanfarin ár Ljósmynd/Veiðimálastofnun Hnúðlax Þessi hængur veiddist í Skjálfandafljóti 24. ágúst í sumar, en hnúðlaxar hafa veiðst í ám víða um land. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Alþjóða hafrannsóknaráðið, ICES, kynnti í byrjun vikunnar ráðgjöf um veiðar á úthafskarfa á Reykjanes- hrygg á næsta ári. Lagt er til að ekki verði veitt úr efri stofni og er það sama ráðgjöf og frá árinu 2010. Úr neðri stofni fari veiðar hins vegar ekki yfir 10 þúsund tonn. Þessir karfastofnar hafa gefið verulega eftir síðustu ár og gagn- rýnir Kristján Freyr Helgason ráð- gjöfina en hann hefur farið fyrir við- ræðunefnd Íslands um skiptingu karfaafla. Hann segir að eðlilegt hefði verið að miða við engar veiðar á næsta ári. Viðhafa ekki sömu varúð „Ég hef miklar efasemdir um hvernig ICES getur komist að þeirri niðurstöðu að það megi veiða allt að 10 þúsund lestir úr neðri stofnin- um,“ segir Kristján Freyr. „Í efri stofni er miðað við varúðarnálgun í ráðgjöfinni og lagt til að engar veið- ar verði leyfðar. Um neðri stofninn virðist ICES ekki viðhafa sömu varúð. Þar er mið- að við að afli fari ekki yfir 10 þúsund tonn og fram kemur í ráðgjöfinni að 50% áhætta sé á að farið verði út af sporinu með þessum afla. Þannig hefur afli í rannsóknaleiðöngrum farið hratt minnkandi og var í rann- sóknum í sumar 58% minni en 2011 og 30% minni en 2013. Þrátt fyrir þetta er ráðgjöfin óbreytt frá síðasta ári. Ég tel þetta grafalvarlegt í ljósi þess að verið er að fjalla um hægvaxta stofn. Þetta er gert á sama tíma og til dæmis í uppsjávartegundum er oft miðað við 5% áhættu. Við hefðum viljað sjá ráðgjöf um veiðibann í báðum þess- um karfategundum.“ Rússar viðurkenna ekki tvo karfastofna Samkvæmt samningi sem hefur verið í gildi skipta strandríkin Ís- land, Grænland og Færeyjar með sér 60% aflans og er hlutur Íslands 31% af heildinni. Í hlut Evrópusam- bandsins koma 15,45%, Rússa 20,7% og Noregs 3,85%. Rússar eru ekki aðilar að sam- komulaginu og hafa ekki viðurkennt að um tvo stofna sé að ræða. Þeir hafa talið ástand karfans betra en ICES og miðuðu við að veiða yfir 27 þúsund tonn í ár. Afli Rússa mun hins vegar vera tæplega 20 þúsund tonn. Morgunblaðið/ÞÖK Karfi Stofnar úthafskarfa eiga í vök að verjast og veiðar hafa dregist saman. Gagnrýnir ráð- gjöf ICES um veiðar á karfa  Of mikið að miða við 50% áhættu með veiðum úr neðri stofni karfa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.