Morgunblaðið - 24.09.2015, Page 19

Morgunblaðið - 24.09.2015, Page 19
Eigandi Eleven hefur einnig sýnt áhuga á að kaupa fleiri jarðir í Fljót- um og samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa verið þreif- ingar um að kaupa Lund, sem skáld- konan Guðrún er kennd við, og Helgustaði í Austari-Fljótum. Hluti Depla fylgdi ekki með í kaupunum á sínum tíma, eða skiki þar sem er íbúðarhús og gamalt fjárhús, og hafa fjárfestarnir viljað kaupa þann hluta. Þá hafa þeir sýnt áhuga á kaupum á gömlu húsunum í Haganesvík. Þessi viðskipti hafa ekki náð fram að ganga en fleiri jarðir í Fljótum hafa verið nefndar til sögunnar. Til viðbótar er veiðifélag á vegum Orra leigjandi að jörðinni Berglandi í Fljótum, vegna veiðiréttinda í Fljótaá. Aðspurð um áhuga á fleiri jörðum í Fljótum segir Jeffery það hafa vissu- lega verið til skoðunar, með það í huga að byggja þar upp sjálfbæran landbúnað, eins og sauðfjár- og naut- griparækt, þar sem gestir geti komið og skoðað sig um og bragðað síðan á þeim afurðum sem framleiddar eru. Skiptar skoðanir Nái öll áform fyrirtækisins fram að ganga er ljóst að Fljótin munu taka á sig breytta mynd. Um fátt er annað talað í sveitinni en þessar framkvæmdir og sýnist sitt hverjum. Á meðan sumir fagna umsvifunum, sem hafi orðið til að bjarga deyjandi byggð, eru aðrir sem óttast að er- lendir fjárfestar og ferðamenn muni með tíð og tíma yfirtaka Fljótin, með tilheyrandi röskun fyrir þá heima- menn og sumarbústaðareigendur sem eftir verða. Um fámenna, frið- sæla og að sumu leyti afskekkta sveit er að ræða, þar sem um 60 manns eiga lögheimili. Yfir sumartímann tvöfaldast sá fjöldi að jafnaði þar sem margir sumarbústaðir eru þar. Stóra-Brekka Starfsmannaaðstaða. Framkvæmdir Heimild er til byggingar á alls 3.000 fermetrum á Deplum. Áætlað er að opna gistihúsið fyrir gesti í byrjun apríl á næsta ári. Haganesvík Verslunarhúsið og sláturhúsið hafa verið til sölu. Knappstaðir Fjárfestarnir hafa ekki ákveðið hvað gert verður á jörðinni en í bakgrunni er Knappstaðakirkja. Keiluhöll er ein margra hugmynda. FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 Orri Vigfússon komst í kynni við bandaríska auðmanninn Chad R. Pike, sem er mikill áhuga- maður um laxveiði og hefur set- ið í stjórn NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna, sem Orri kom á fót á sínum tíma. Pike er hátt- settur yfirmaður fjárfestinga- sjóðsins Blackstone í Evrópu og stofnaði fyrirtækið Eleven Ex- perience fyrir fjórum árum. Félagið Fljótabakki, sem Orri og hollenskur aðili eru í forsvari fyrir, er skráður eigandi Depla og tveggja annarra jarða í Fljót- um; Knappsstaða og Stóru- Brekku. Fljótabakki er síðan í 100% eigu félagsins Blue Elver hf. en samkvæmt fyrirtækja- skrá er eigandi þess hollenskt eignarhaldsfélag, Sun Ray Shadow að nafni. Í samstarfi við auðmann ORRI UPPHAFSMAÐURINN Orri Vigfússon Chad R. Pike Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is VIÐ HÖNNUMOG TEIKNUM FYRIR ÞIG Komdumeð eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði. Opið: Mánud. - föstud. kl. 9-18 Laugardaga kl. 11-15 ÞITT ER VALIÐ Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði. KR EA TI V FJÖLBREYTTÚRVALAFHURÐUM,FRAMHLIÐUM, KLÆÐNINGUMOGEININGUM ELDHÚSINNRÉTTINGAR STYRKUR - ENDING - GÆÐI HÁGÆÐADANSKAR 15ÁRA STOFNAÐ2000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.