Morgunblaðið - 24.09.2015, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 24.09.2015, Qupperneq 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 Meðal þeirra sem sóttu Íslend- ingahátíðina í Spanish Fork var Jeannie Dayton. Hún er af fjórðu kynslóð Íslendinga í þessum litla bæ í Utah og frændgarður hennar þar er stór. „Nei, þessi tengsl við Ísland eru nokkuð sem ég vissi óljóst um en hafði ekkert kynnt mér. En svo var áhuginn vakinn og mér hefur fundist gaman að setja mig inn í þetta,“ segir Jeannie, sem með aðstoð Kára Bjarnasonar hefur látið útbúa sitt myndskreytta ættartré og auðvitað eru rætur þess á Ís- landi. Og þangað stefnir hug- urinn, því á næsta ári stefna þau Cliff Dayton, eiginmaður hennar, á að heimsækja Ísland í tilefni af fjörutíu ára brúð- kaupsafmæli sínu. Rætur á Íslandi JEANNIE DAYTON ÁNÆGÐ MEÐ ÆTTARTRÉÐ Ættrækni Jeannie Dayton með ætt- artréð. Þau Cliff Dayton, eiginmaður hennar, ætla til Íslands á næsta ári. Fulltrúi íslenskra stjórnvalda á Ís- lendingadeginum í Spanish Fork var Stefán Haukur Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu. Slíkt mátti teljast vel við hæfi, því hann er Vestmanna- eyingur og ekki er langt síðan í ljós kom að hann átti skyldmenni í Utah. Þeirra á meðal var Arlene Flickinger Valgardsson, en þau Stefán eru skyld í fjórða lið. „Langafasystir mín, Jóhanna Jóns- dóttir, fann sig í mormónatrúnni eftir að hafa misst eiginmann sinn og sjö börn. Hér skapaði hún sér nýja framtíð og eignaðist afkom- endur og Arlene er meðal þeirra,“ segir Stefán Haukur. Einkennin voru máð út Arlene er ömmubarn Jóhönnu Jónsdóttur og kom hingað til lands síðasta haust þegar í Vestmanna- eyjum var haldin ráðstefna um líf og sögu þessarar formóður henn- ar. Þau Arlene og Ed maður henn- ar gerðu sér ferð um langan veg frá Albertafylki í Kanada á hátíð- ina í Spanish Fork til að afhenda Vestmannaeyjabæ fjórar stórar myndir af öfum sínum og ömmum sem öll eru fædd og uppalin á Ís- landi. Og þar hittust þau Stefán Haukur og ræddu hinar sameig- inlegur rætur sínar. „Það eru fá ár síðan ég fór eitt- hvað að velta uppruna mínum fyrir mér. Móðir mín, Hildur Árnadóttir, dóttir Jóhönnu Jónsdóttur, fluttist til Kanada sem ung kona og settist að í Alberta. Hún gerði lítið með hinar íslensku rætur okkar. Það var raunar í samræmi við tíðar- andann, því kanadísk stjórnvöld voru áfram um að má út einkenni þjóðarbrotanna sem settust að í landinu. En það er gaman að kynn- ast þessu núna,“ segir Arlene. Í Utah, eins og víða í veröldinni, er ræðismaður Íslands og því emb- ætti gegnir Brent Haymond, sem er af íslenskum ættum. „Ræð- ismenn sem við höfum um allan heim eru allir ólaunaðir og tengsl þeirra við Ísland auðvitað mjög misjöfn. En auðvitað skipta blóð- tengsl við Ísland alltaf nokkru máli og að fólk hafi raunverulegan áhuga á starfinu. Fulltrúar gamla landsins sinna verkefninu af meiri dýpt en væri kannski ella,“ segir Stefán Haukur. Eyjamaður úr utanríkisþjónustunni á ættmenni vestra Tengslin skipta alltaf máli Morgunblaðið/Sigurður Bogi Tengsl Hjónin frá Albertafylki í Kanada þau Ed og Arlen Flickinger og frændi hennar, Stefán Haukur Jóhannesson ráðuneytisstjóri utanríkismála. Þegar mormónatrú hafði náð þroska fóru út- sendarar kirkjunnar á sálnaveiðar vítt og breitt um veröldina. Til Íslands komu þeir fljótlega upp úr 1850 en voru sjaldnast aufúsu- gestir. Víða mætti þeim hreinn fjandskapur. Eyjar voru undantekningin. Þar var jarðveg- urinn frjór og margir völdu að skírast til mormónatrúar og halda til nýrra heimkynna. Ástæður þess eru ekki að fullu ljósar, en nefnt er að hörð lífsbarátta og mannskaðar vegna sjósóknar hafi gert fólk leitandi í trúarafstöðu. „Síðari hluti 18. aldarinnar var umbrotatími á Íslandi. Nýir menningarstraumar komu inn í þjóðlífið og sjóndeildarhringur fólks víkkaði. Landnám Íslendinga í Utah er hluti af miklum breytingum á samfélagsgerðinni sem þarna átti sér stað,“ sagði Guðmundur Hálfdan- arson, prófessor við Háskóla Íslands, á ráð- stefnunni í Salt Lake City þar sem fjallað var um sögu Íslendinga á staðnum. Steinar frá nýjum vinkli Á ráðstefnunni lögðu einnig orð í belg þau Markús Þórhallsson og Inga Lára Baldvins- dóttir. Sömuleiðis Halldór Guðmundsson bók- menntafræðingur sem fjallaði um Para- dísarheimt Halldórs Laxness. Rauði þráðurinn í þeirri sögu er mormónskan, Utah og Steinar bóndi í Steinum undir Steinahlíðum, sem Hall- dór fjallaði um frá nýjum vinkli. Hluti af samfélagsbreytingum Fræðimenn fjölluðu um ferðirnar til Utah Fræðimenn Frá vinstri talið, Dr. Fred Woods, Halldór Guðmundsson, Markús Þórhallsson, Inga Lára Baldvins- dóttir, Kári Bjarnason og Guðmundur Hálfdanarson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.