Morgunblaðið - 24.09.2015, Síða 46

Morgunblaðið - 24.09.2015, Síða 46
46 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 Skipholt 50c • 105 Reykjavík 582 6000 • www.computer.is Síðan 1986 Sendum hvert á land sem er Tölvur og fylgihlutir Toshiba Canvio vasaflakkari Tvær flottar fartölvur Samsung Laser prentari M2022W WiFi König net yfir rafmagn 500Mbps, 2 stk Genius þráðlaus mús, Nano móttakari Kingston SSD diskar König USB klippikort Asus 28 tommu skjár 2xHDMI Intel NUC smátölva 8GB, 120GB SSD Verð 79.900 • 15,6 tommu HD skjár • Intel Core i3-4030U • 4GB minni, max 16GB • 1TB diskur • Intel HD Graphics, HDMI+VGA • Rafhlaða endist allt að 4 klst • WiFi-N, BT4.0, USB3, LAN, DVD • Win 8.1, Windows 10 upgrade Lenovo G50 i3 Verð 119.900 • 15,6 tommu HD skjár • Intel Core i5-5200U • 8GB minni, max 16GB • 1TB diskur • Radeon 330M+Intel HD, VGA+HDMI • Rafhlaða endist allt að 4 klst • WiFi-N, BT4.0, USB3, LAN, DVD • Win 8.1, Windows 10 upgrade Lenovo G50 i5 2 TB Verð 17.990 1 TB Verð 11.990 Verð 8.900 Verð 46.900 Verð 59.900 Verð 16.990 Verð 9.990 Verð 1.990 240GB Verð 17.900 120GB Verð 9.900 frá málinu og hefur bandaríska dómsmálaráðuneytið hafið rannsókn á meintum svikum framleiðandans og í fyrradag var Merkel farin að þrýsta á fyrirtækið að taka á málinu. Þýsk yfirvöld hafa einnig hafið könn- un á hvort hefja eigi rannsókn og sömu sögu er að segja í Frakklandi. Svo virðist sem hin meintu svik hafi hafist fyrir sex árum. Volkswa- gen hefur viðurkennt að hafa búið um 482 þúsund bíla í Bandaríkjunum hugbúnaðinum. Allt að 11 milljónir bíla um allan heim gætu verið með búnaðinn. Fyrirtækið tilkynnti að rúmlega sex milljarðar dollara hefðu verið lagðir til hliðar til að mæta þessu áfalli, en í fréttum hefur komið fram að sektir gætu orðið rúmlega 18 milljarðar dollara. „Þekki hverja einustu skrúfu“ Winterkorn hefur orð á sér fyrir að vera með fullkomnunaráráttu. Hann er 68 ára og á morgun hafði verið ráðgert að hann myndi undir- rita nýjan starfssamning til þriggja ára. „Ég þekki hverja einustu skrúfu í bílunum okkar,“ sagði hann eitt sinn í viðtali. Winterkorn kom fyrst til starfa hjá Volkswagen 1981 og vann þá við gæðaeftirlit AUDI. Hann varð stjórnandi tæknilegrar þróunar VW 1996. Hann varð forstjóri þess hluta fyrirtækisins, sem framleiðir AUDI 2003. 2007 varð hann forstjóri alls fyrirtækisins, sem framleiðir alls sjö tegundir bíla. Frami hans var undir handleiðslu Ferdinands Piëchs og í fyrra náði fyrirtækið methagnaði. Ákveðnir veikleikar í rekstrinum leiddu hins vegar til ágreinings á milli Winter- korns og Piëchs í apríl. Mun ágrein- ingurinn fyrst og fremst hafa snúist um að VW reiddi sig um of á kín- verska markaðinn, sem hefði veikst verulega undanfarið, og hefði mis- tekist að hasla sér völl í Bandaríkj- unum. Pëch var stjórnarformaður og hafði áður verið forstjóri VW. Hann varð undir í rimmunni við Winter- korn, sem fékk stjórn fyrirtækisins með sér, og Piëch sagði af sér stjórn- arformennsku. Búist er við að fram komi á morg- un hver verði eftirmaður Winter- korns. Þetta hneyksli gæti dregið dilk á eftir sér fyrir Volkswagen og í fjölmiðlum í Þýskalandi og víðar er fjallað um að þetta hneyksli sé ekki aðeins álitshnekkir fyrir fyrirtækið heldur þýska framleiðslu. Forstjóri VW segir af sér  Byrjuðu að nota hugbúnað til að villa fyrir um mengun í útblæstri dísilbíla fyrir sex árum  Martin Winterkorn segir óskiljanlegt að svo umfangsmikil mistök hafi verið gerð hjá fyrirtækinu AFP Hættur Martin Winterkorn sýnir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, nýjan bíl frá Volkswagen á bílasýningunni Frankfurt 15. september. Winterkorn sagði af sér sem forstjóri VW í gær vegna hneykslis, sem skekur fyrirtækið. Blekking VW » Settur var hugbúnaður í dís- ilbíla Volkswagen, sem gerði að verkum að búnaður, sem hreinsar mengun úr útblæstri fór í gang þegar átti að mæla hann á verkstæði. » Hreinsibúnaðurinn mun hafa verið gangsettur þegar bílnum var gefið inn án þess að stýrið hreyfðist. » Í venjulegri umferð er út- blástur eiturefna því allt að 40 sinnum umfram staðla, að sögn Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. BAKSVIÐ Karl Blöndal kbl@mbl.is Martin Winterkorn, forstjóri þýska fyrirtækisins Volkswagen, sagði í gær af sér vegna uppljóstrana um að sérstakur hugbúnaður hefði vísvit- andi verið settur í dísilbíla framleið- andans til að villa fyrir um raunveru- legan útblástur þeirra. Málið hefur valdið miklu fári og hafa hlutabréf í fyrirtækinu lækkað um þriðjung, en hækkuðu þó að örlítið í verði í gær. Marka þarf „nýtt upphaf“ Winterkorn sagði í gær að hann stigi til hliðar því að marka þyrfti Volkswagen „nýtt upphaf“. „Ég er miður mín yfir því, sem gerst hefur undanfarna daga,“ sagði í yfirlýs- ingu frá forstjóranum fráfarandi. „Fyrst og fremst er mér óskiljanlegt að svo umfangsmikil mistök hafi ver- ið möguleg hjá Volkswagen-fyrir- tækinu.“ Hann bætti við að hann sæi ekki að hann hefði gert nein mistök. Volkswagen hefur verið í mikilli sókn undanfarin ár. Winterkorn stefndi að því að VW yrði stærsti bílaframleiðandi heims og færi fram úr Toyota árið 2018. Það takmark náðist á fyrri hluta þessa árs. Í liðinni viku kynnti Winterkorn nýjustu framleiðslu VW fyrir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, á bíla- sýningunni í Frankfurt og allt virtist leika í lyndi. Í lok vikunnar greindi umhverfis- stofnun Bandaríkjanna hins vegar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.