Morgunblaðið - 24.09.2015, Side 47

Morgunblaðið - 24.09.2015, Side 47
FRÉTTIR 47Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 skattur.is 442 1000 Þjónustuver 9:30-15:30rsk@rsk.is Nánari upplýsingar á www.rsk.is Forráðamenn lögaðila, sem enn hafa ekki staðið skil á skattframtali 2015 ásamt ársreikningi, eru hvattir til að annast skil hið allra fyrsta. Skráður lögaðili skal ætíð skila skattframtali vegna undangengins reikningsárs þrátt fyrir að engin eiginleg starfsemi eða rekstur hafi átt sér stað á reikningsárinu. Félög eiga jafnframt að skila ársreikningi til Ársreikningaskrár. Skattframtali og ársreikningi er unnt að skila rafrænt á skattur.is. Álagning opinberra gjalda 2015 á lögaðila vegna rekstrarársins 2014 fer fram í október nk. Framtalsfrestur lögaðila er liðinn Til forráðamanna hlutafélaga, einkahlutafélaga og annarra skattskyldra lögaðila um skil á skattframtali 2015 Frans páfi nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og talið var að Obama myndi notfæra sér heim- sóknina til að vekja athygli á því að mikill samhljómur hefur verið milli þeirra tveggja í mörgum málefnum, m.a. loftslagsmálum og innflytjendamálum. Seinna bað páfi með bandarísk- um biskupum og söng messu í stærstu kaþólsku kirkjunni í Norður-Ameríku. Páfi ávarpar Bandaríkjaþing í dag og allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna á morgun. Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, tók á móti Frans páfa í Hvíta húsinu í Washington í gær, á öðrum degi fyrstu heimsóknar páfans til Bandaríkjanna. Páfi ávarpaði þúsundir manna, sem söfnuðust saman í garði Hvíta hússins, og fór meðal annars lof- samlegum orðum um baráttu Obama forseta fyrir aðgerðum til að stemma stigu við loftslags- breytingum í heiminum. Obama þakkaði páfa fyrir þátt hans í því að greiða fyrir bættum sam- skiptum Kúbu og Bandaríkjanna. Frans páfi fékk hlýjar móttökur í Hvíta húsinu AFP Artur Mas, for- seti Katalóníu, segir að ekki þurfi að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu um sjálfstæði sjálf- stjórnar- héraðsins ef flokkar sjálf- stæðissinna fá meirihluta atkvæða í kosningum sem fram fara á sunnudaginn kemur. Mas hefur beitt sér fyrir því að Katalón- íumenn fari að dæmi Skota og efni til þjóðaratkvæðis um sjálfstæði en spænska stjórnin hefur hafnað þeim möguleika. Mas sagði að ef stjórnin í Madríd héldi þessari af- stöðu sinni til streitu myndu flokk- ar sjálfstæðissinna lýsa yfir sjálf- stæði innan tveggja ára fengju þeir meirihluta atkvæðanna. Fái þeir meirihluta sætanna á kata- lónska þinginu en ekki meirihluta atkvæðanna ætla þeir að halda áfram baráttunni fyrir þjóðar- atkvæði. KATALÓNÍA Lýsa yfir sjálfstæði ef meirihluti kýs þá Talið er að inúítar hafi að minnsta kosti fimmtíu orð yfir snjó en orðin sem Skotar geta notað yfir þetta fyrirbæri eru þó miklu fleiri, að sögn skoskra fræðimanna. Alls er til 421 orð yfir snjó og snjókomu á skosku, að sögn fræðimanna við Glasgow-háskóla sem eru að skrá öll orð sem notuð hafa verið í skosku síðustu aldirnar. Á meðal orðanna eru „snaw“ (snjór), „skelf“ (stór snjókorn), „spitters“ (lítil snjó- korn í vindi) og „flindrikin“ (él). Talið er að um 1,6 milljónir manna tali skosku sem er vesturgermanskt tungumál, en sumir telja hana vera mállýsku úr ensku. SKOTLAND Hafa 421 orð yfir snjó og snjókomu Vladímír Pútín, for- seti Rúss- lands, opn- aði eina af stærstu moskum Evrópu í Moskvu í gær og sagði að hún myndi gegna mikil- vægu hlutverki í því að „breiða út hugmyndir mannvina og sönn gildi íslams“. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Mahmoud Abbas, forseti heimastjórnar Pal- estínumanna, voru heiðursgestir við opnunina. Moskan er 20.000 fer- metrar að stærð og getur tekið allt að 10.000 manns. Hún var reist á tíu árum og kostaði jafnvirði 22 millj- arða króna. Um 20 milljónir músl- íma búa í Rússlandi. RÚSSLAND Pútín opnar stóra mosku í Moskvu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.