Morgunblaðið - 24.09.2015, Page 50
50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
O
rð geta sært. Einstaklingar geta
tekist svo hart á í orðræðu að ann-
ar liggur eftir sigraður þegar hinn
gengur frá kampakátur og sigri
hrósandi. Ég horfði á slíka bar-
áttu á leiksviði Borgarleikhússins í leikverkinu
At. Þar takast á þrír einstaklingar með orð-
unum einum. Grimmdarleg orð frá persónun-
um fengu blóðið í mér til að ólga. Þegar ég gekk
út af leikritinu var ég vonsvikin. Ekki af því að
leikararnir eða leikstjórinn hefðu ekki staðið
sig með prýði því þeir gerðu það svo sann-
arlega. Heldur var ég vonsvikin yfir því að í
veröldinni skuli vera til fólk þessarar gerðar.
Vonsvikin yfir hversu margt fólk er til sem víl-
ar ekki fyrir sér að ganga svo langt að engin
siðferðisleg mörk eru dregin, vílar ekki fyrir
sér að leggja annað fólk í einelti.
Leikritið ýtti við mér og fékk mig til að velta vöngum.
Getur verið að heimurinn sé þannig gerður að mestu skít-
hælarnir komist alltaf fremst í röðina? Þeim er sama þótt
þeir felli þá sem fyrir þeim eru bara ef þeir komast fremst.
Þeir fá sínu framgengt hvað sem tautar og raular. Nú þeg-
ar nokkrir dagar eru liðnir frá því að ég sá verkið er ég
enn að hugsa um þetta. Ætli ég sé ekki bara svekkt yfir
því að hið góða sigri ekki. En það er líklega barnalegt að
trúa því að hið góða sigri hið vonda. Sagan sýnir okkur að
það er sjaldnar en hitt. Kannski er bara betra að friðþægja
sjálfan sig með „happy-ending“ frekar en að þurfa að horf-
ast í augu við napran veruleika.
Svo sannfærandi voru leikararnir í Borgar-
leikhúsinu að mér fannst að þarna væru komn-
ir starfsmenn í fyrirtæki í London að bítast um
hylli yfirmannsins. Í raun fannst mér ég vera
að horfa á sanna lýsingu á því sem á sér stað
milli fólks. Frumskógarlögmál þar sem hinir
frekustu lifa af.
Frekjukarlar og -kerlingar finnast reyndar
víða. Orðræðan á Alþingi hefur stundum farið
yfir mörkin og kannski er það ein af skýr-
ingum þess að traust landsmanna á þeirri
stofnun mælist í lágmarki.
En það eru ekki eingöngu þeir fullorðnu
sem geta beitt orðum sínum á þann hátt að
undan svíður. Börn og unglingar kunna þá
skylmingalist líka, ef list skyldi kalla. Með til-
komu snjallsíma og samfélagsmiðla er leik-
urinn jafnvel auðveldari. Einelti er ógeð er
yfirskrift herferðar sem nú stendur yfir þar sem barist er
fyrir bættum samskiptum meðal barna og unglinga og
safnað er fyrir samskiptasetri fyrir þá sem glíma við ein-
elti. Auglýsingarnar sem birtar hafa verið eru sláandi og
gefa til kynna að einelti getur haft hræðilegar afleiðingar.
Það er þarft að vekja athygli á þessu málefni og vel til þess
vinnandi ef hægt er að fá einhverja til að láta af vonskunni
sem óneitanlega fylgir einelti í hvaða mynd sem það birt-
ist. Fólk með engar hömlur gengur alltaf lengra og lengra
alveg þar til fullkomnum sigri er náð. Eina færa leiðin til
að verða ekki lurkum laminn er líklega sú að ganga í
burtu. margret@mbl.is
Margrét Kr.
Sigurðardóttir
Pistill
Ógeð
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
Við viljum stuðla að og ýtaundir ný tækifæri, nýverkefni og nýsköpun,“segir Þórdís Jóna Sigurð-
ardóttir, sem hefur stýrt hugmynda-
vinnu við stofnsetningu nýs Matar-
klasa í samstarfi við Íslenska
sjávarklasann.
Matarklasinn á að snúast um
nýsköpun og vöxt í matvælageir-
anum á Íslandi og skapa vettvang til
að keyra áfram ný verkefni tengd
nýsköpun, vöruþróun og vöruhönn-
un ásamt því að stofna ný fyrirtæki
með samvinnu. Tengja á saman
þekkingu, reynslu, fjármagn og ný-
sköpun og leiða fólk með ólíkan bak-
grunn saman. Byggt verði á þeim
góða grunni sem fyrir er í greininni.
Haldinn var fjölmennur fundur
á dögunum þar sem stofnunin var
rædd á meðal fjölbreytts hóps úr
matvælageiranum. Spannaði hóp-
urinn vítt svið, allt frá fulltrúum fyr-
irtækja sem eiga sér meira en 100
ára sögu, yfir í nýstofnuð og fram-
sækin matvælafyrirtæki á fyrstu
stigum framleiðslu.
„Það var ótrúlega góð stemning
og gaman að sjá allt þetta fólk sam-
an komið. Í lok fundar voru til dæm-
is komin þrjú ný verkefni í gang og
því augljóslega mikil gróska í
þessu,“ segir Þórdís. Í upphafi októ-
bermánaðar verður svo haldinn
stofnfundur en óvíst er enn hverjir
stofnaðilarnir verða.
Ólíkir aðilar ná saman
„Við sáum að það var eftirspurn
eftir vettvangi sem þessum á meðal
fyrirtækja í matvælaiðnaði. Þannig
er ólíkum aðilum gert kleift að hitt-
ast á þessum vettvangi og horfa á
málin frá nýju sjónarhorni,“ segir
Þórdís og bætir við að fram til þessa
hafi kannski skort á tengingu á milli
fólks um allt land, sem vinnur að
nýjum verkefnum og hugmyndum,
og stærri fyrirtækja. „Frumkvöðl-
arnir eru oft einangraðir í sínu og
eru ekki aðilar að stærri samtökum.
Stóru fyrirtækin hitta frekar önnur
stór fyrirtæki og því þarf að búa til
þennan jarðveg fyrir nýjungar og
grósku.“
Þegar séu komin verkefni inn á
borð til Matarklasans þar sem unnið
verður með frumkvöðlum, fjár-
festum og þeim fyrirtækjum sem
eru starfandi á markaðnum í dag.
„Þetta starf er ótrúlega gefandi og
skemmtilegt,“ bætir hún við en klas-
inn er hugsaður sem regnhlíf yfir
allan iðnaðinn þar sem fólk er tengt
saman og nýjungum fundinn farveg-
ur. Áhersla á að vera á innlend fyr-
iræki og það sem skapar sérstöðu
matvæla hér á landi. „Við viljum
tengja saman þessa ólíku geira hér á
landi við matvælaframleiðsluna. Til
dæmis vöruhönnunina þar sem búið
er til eitthvað alveg sérstakt fyrir Ís-
land.“
Sameiginlegt vörumerki
Matarklasinn hefur hingað til
haft aðstöðu í húsi Sjávarklasans í
Grandagarði en þegar fram í sækir
kemur til greina að Matarklasinn
skapi sér eigin aðstöðu. Þar gætu lít-
il fyrirtæki og nýsköpunarfyrirtæki
haft aðstöðu og sinnt sínum málum
með stuðningi hvert af öðru.
Til stendur að þróa sameigin-
legt vörumerki sem minni fram-
leiðendur geta nýtt sameiginlega
til markaðssetningar.
Skapa á íslenskum mat-
vælum meira rými á erlendum
mörkuðum. „Miklir möguleikar
eru fyrir íslensk hráefni erlendis
og Matarklasinn er einmitt
það sem þarf til að koma
þeim á framfæri,“ segir
Johan Sindri Hansen frá
Wasabi Iceland.
Jarðvegur fyrir
nýjungar og grósku
Ljósmynd/Eva Rún Michelsen
Fjölmennt Mikil tilhlökkun var í breiðum hópi fólks sem kom saman á
fundi um stofnun Matarklasans, vettvangs fyrirtækja í matvælaiðnaði.
Þórdís Jóna segir sjáanlega
mikla gerjun eiga sér stað á
matvælamarkaðnum og með því
að hafa allt undir sama þaki þar
sem fólk getur lært hvað af
öðru sé hægt að koma góðum
hlutum til leiðar.
Starfsmenn Matarklasans
koma að verkefnunum í formi
ráðgjafar, aðstoðar við að setja
þau í farveg ásamt því að taka
þátt í verkefnunum ef þannig
ber undir.
Matarklasinn er einkaframtak
einstaklinga og fyrirtækja í
matvælaiðnaðinum. Fyrst og
fremst er um að ræða fram-
leiðslufyrirtæki sem búa til
mat en þó í víðum skilningi
segir Þórdís, til dæmis
allt frá Ölgerðinni og ORA
yfir í framleiðslupökkun.
„Það er tilhlökkun í fólki
að sjá hvað kemur út úr
þessu samstarfi í geir-
anum og við aðra
líka. Það hafa allir
hag af þessu.“
Matarklasinn
allra hagur
MATVÆLAIÐNAÐURINN
Þórdís Jóna
Sigurðardóttir
Uppgangurþýskabílafram-
leiðandans
Volkswagen hef-
ur verið mikill a
undanförnum árum. VW hef-
ur siglt hraðbyri upp að
Toyota og skreið á fyrri
hluta þessa árs fram úr jap-
anska framleiðandanum í
seldum bílum. Velgengni
Volkswagen hefur undir-
strikað þann sess, sem iðn-
aður hefur notið. Þýsk fram-
leiðsla hefur verið annáluð
fyrir vandvirkni og gæði.
Undafarna daga hefur
verið hrist rækilega upp í
þeirri ímynd. Á föstudag
greindi Umhverfisstofnun
Bandaríkjanna frá því að
Volkswagen hefði reynt að
blekkja neytendur og eft-
irlitsstofnanir með því að
setja hugbúnað í dísilbíla,
sem gerði að verkum að þeir
mældust mun umhverf-
isvænni en þeir eru í raun.
Hreinsibúnaðurinn veldur
því meðal annars að bíllinn
verður ekki jafn kraftmikill
og ella. Þessi blekkingar-
leikur mun hafa staðið í sex
ár.
Þótt Volkswagen hafi ver-
ið í miklum vexti undanfarið,
hefur fyrirtækið átt í vand-
ræðum með að ná verulegri
fótfestu á Bandaríkjamark-
aði.
Það gæti átt sinn þátt í því
að gripið var til þessa ör-
þrifaráðs. Hlutabréf í
Volkswagen hafa hrapað um
þriðjung í þessari viku. Fyr-
irtækið má búast við háum
sektum og útblásturs-
hneykslið gæti líka haft
áhrif á bílasölu. Erfitt er að
sjá að mikil eftirspurn verði
eftir dísilbílum Volkswagen
á næstunni.
Dísilbílum var á tímabili
hampað mikið og í Evrópu
eru þeir um helmingur
seldra bíla. Hlutdeild þeirra
á bílamarkaðnum í Banda-
ríkjunum er aftur á móti lít-
il. Hins vegar hefur komið í
ljós að mengun frá dísil-
bílum er mun hættulegri en
áður var talið. Dísilbílar losa
vissulega minna koldíoxíð en
fjórum sinnum meira nítur-
oxíð. Telja sérfræðingar að
svo dýrt gæti reynst að
framleiða dísilvélar, sem
uppfylli kröfur um útblástur,
að dagar þeirra séu taldir.
Útblástursmálið vekur
spurningar um það hvort
framleiðandinn Volkswagen
hafi verið einn á báti. Fyrst
VW þurfti að beita svindli til
að standast
bandarískar kröf-
ur um mengun í
útblæstri hljóti
aðrir framleið-
endur að hafa átt
í sömu vandræðum. Þeir
hljóti líka að hafa rannsakað
framleiðslu keppinautarins
til að átta sig á hvernig hann
færi að því að standast hinar
ströngu kröfur.
Bandarísk yfirvöld taka
hart á svindli og bandarískir
neytendur refsa einnig hart
fyrir vörusvik. Það gæti því
tekið Volkswagen langan
tíma að endurheimta orð-
spor sitt í Bandaríkjunum og
um heim allan.
Í Þýskalandi hafa vaknað
áhyggjur um að málið muni
ekki aðeins skaða Volks-
wagen. Þýskir framleið-
endur hafi alltaf verið þekkt-
ir að því að vera heiðarlegir,
ekki svindlarar. Bíla-
framleiðendur á borð við
BMW og Daimler gætu einn-
ig goldið fyrir svindl VW og
jafnvel þýskur iðnaður í
heild sinni.
Hlutabréf í BMW og Da-
imler hafa einnig lækkað í
verði eftir að uppvíst varð
um svindlið.
Í þýskum fjölmiðlum segir
að blettur sé kominn á
merkimiðann „framleitt í
Þýskalandi“. Sams konar
vangaveltur má reyndar lesa
í blöðum í ýmsum nágranna-
löndum og er ekki laust við
að í sumum þeirra gæti
þórðargleði.
Málið gæti einnig komið
Angelu Merkel, kanslara
Þýskalands, í vandræði þeg-
ar hún heldur til New York í
næstu viku að ræða nýjar
ráðstafanir í loftslags-
málum.
Merkel hefur lagt áherslu
á loftslagsmál, en hún hefur
einnig passað upp á hags-
muni þýskra bílaframleið-
enda. Eftir atburði undan-
farinna daga er hætt við að
málflutningur hennar hafi
minni slagkraft en áður.
Enn er mörgum spurn-
ingum ósvarað í þessu máli.
Ekki er vitað hvernig sú
ákvörðun var tekin að setja
svindlbúnaðinn í bílana, hve
margir vissu hvernig í pott-
inn var búið og hvort þeir
gerðu sér grein fyrir áhætt-
unni, sem þeir tóku. Mistök
þeirra voru hins vegar hrap-
alleg og ávinningurinn
hlægilegur miðað við tjónið
sem svindlið hefur valdið
orðspori fyrirtækisins og
þýskum iðnaði.
Blettur er fallinn á
merkimiðann „fram-
leitt í Þýskalandi“}
Svik og prettir VW