Morgunblaðið - 24.09.2015, Side 52

Morgunblaðið - 24.09.2015, Side 52
52 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 Kári Stefánsson birti nýlega allsér- staka vísindagrein í Morgunblaðinu um tengsl sjúkdóma og verslunarreksturs sem er nokkuð ný- stárleg kenning. Sú staðreynd að Kári getur ekki enn státað af gagnlegri vís- indalegri uppgötvun gerir hann vitaskuld ekki að ómerkari sérfræðingi á sínu sviði fyrir vikið, hans tími mun vafalítið koma. Það sem helst veldur áhyggjum af framtíðarmöguleikum Kára á vísindasviðinu er að hann hefur ekki enn uppgötvað muninn á tilgátu og vísindalegri staðreynd. Kári hefur að jafnaði frábeðið sér forsjárhyggju hins opinbera þegar kemur að hans eigin starfi. Eina undantekningin frá þeirri reglu var þegar Alþingi veitti fjármála- ráðherra heimild til 200 milljóna dala ábyrgðar skattgreiðenda á ævintýrum deCODE árið 2002. Frumvarpið og greinargerðin með því eru bara eins og skyndi- námskeið í pilsfaldakapítalisma. Heilt yfir hafa mistækar ályktanir Kára að jafnaði verið á kostnað annarra en hans sjálfs. Það sama á við um ályktun Kára um að ríkið niðurgreiði verslunarrekstur fyrir víninnflytjendur. Það undarlega við ályktanir vísindamanna á borð við Kára og landlæknisembættið er að slíkir hafa talið okkur sem verr erum gefnir trú um að áfeng- issýki sé, eins og nafnið gefur til kynna, sjúkdómur sem jafnvel geti verið ættgengur. Tals- verð nýlunda hlýtur því að felast í því áliti að sjúkdóma megi lækna eða fyrirbyggja með einni gerð af verslunarrekstri um- fram aðra. Kári telur að ef afgreiðslumaður á kassa sé meðlimur í BSRB séu allar líkur á að meiri hemill sé á sjúkdómi þeirra sem ekki hafa stjórn á sinni neyslu. Þar sem Kári fer alfarið út af sporinu er svo þegar kemur að fullyrðingu hans á borð við: „ein af grundvall- arkenningum markaðsfræðinnar að eftir því sem vöru er komið fyrir á fleiri metrum af hillum í fleiri verslunum þeim mun meira seljist af henni“. Hér er á ferðinni kunn- ugleg aðferðafræði ríkisforsjár- hyggjusinna að búa til kenningar sem eiga sér enga stoð nema í hugarheimi þeirra sjálfra. Sami hræðsluáróður og var viðhafður gegn bjór, gegn frjálsum af- greiðslutíma veitingastaða og gegn lokun mjólkurbúða (álit borg- arlæknis var að „mjólk væri ekki eins og hver önnur matvara“). Samkvæmt ályktunum Kára hlýtur að vera beint samhengi á milli mis- notkunar á lyfjum og hillumetra í apótekum. Sömuleiðis hlýtur að vera umhugsunarefni, þar sem mun fleiri deyja ótímabærum dauðdaga vegna ofneyslu á mat- vælum, hvort ekki sé rétt að fækka hillumetrum í matvöruversl- unum. Einhver þarf líka að benda Kára á góða siði vísindamanna að vitna í heimildir þegar fullyrðingar eru settar fram sbr: „búið að gera tilraunina í mörgum löndum í kringum okkur og alls staðar þar sem áfengi hefur verið flutt inn í venjulegar verslanir hefur neysla þess aukist verulega“. Staðreynd málsins er hinsvegar að ekkert dæmi er til um vestrænt samfélag þar sem ríkiseinokun hefur verið aflögð og neysla breyst, hvort heldur er til betri eða verri vegar. Upplognar fullyrðingar á borð við þessa telja forskrúfaðir ríkisfor- sjárhyggjusinnar að verði á end- anum sannar ef þær eru þuldar nógu oft. Auðvitað er það þó svo að hvorki er hægt að þakka við- skiptafrelsi í suðrænni löndum Evrópu fyrir minnkandi áfeng- isneyslu, frekar en að hægt sé að kenna ÁTVR um aukna neyslu hér á landi. En talandi um tölfræði og reynslu. Nú eru reknar 48 áfeng- isverslanir um land allt, sumar hverjar inni í barnafataverslunum, bensínstöðvum, já og mat- vöruverslunum, samkvæmt mark- miði hins opinbera um að „þétta net verslana um land allt“. Stór- notendur fá svo fría heimsendingu og börn og unglingar fá vínsmakk í sjálfsafgreiðslu í Leifsstöð. Hugs- anlega benda einhverjir á að fjölg- un útsölustaða sé einmitt sönnun þess að aukið aðgengi þýði aukna neyslu. Sú kenning byggist hins- vegar á þeirri forsendu að fjölgun ferðamanna um ca. eina milljón manns komi eingöngu úr röðum bindindismanna annarra landa. Eina stóra dæmið um markverða frelsisvæðingu tengda áfengi á Vesturlöndum sé bann við opnun eftir kl. 23 á krám í Bretlandi. Ríkisforsjárhyggjusinnar þess lands boðuðu auðvitað ragnarök í framhaldinu, því auðvitað voru það ekki bara „hillumetrarnir“ heldur afgreiðslutímarnir sem myndu valda aukinni neyslu! Niðurstaðan tíu árum síðar er hinsvegar þver- öfug. Stjórnmálamenn eru valdir út frá dómgreind og er falið það vald að taka ákvarðanir sem byggjast á samþættingu sérfræðiálita. En eins og nafnið gefur til kynna ættu sérfræðingar aldrei að taka ákvarðanir, slíkir hafa oftar en ekki rörsýn á afmarkaða þætti sem ákvarðanataka svo byggist á. Kárar þessa lands sanna þá reglu og það vísindalega. Eftir Arnar Sigurðsson » Talsverð nýlunda hlýtur því að felast í því áliti að sjúkdóma megi lækna eða fyrir- byggja með einni gerð af verslunarrekstri umfram aðra. Arnar Sigurðsson Höfundur starfar á fjármálamarkaði. Lítrar af hreinum vínanda Lí tr ar 1990 1995 2000 2005 2010 12 10 8 6 4 2 0 S-EvrópaNorðurlönd Neysla Samkvæmt Kára myndi áfengissala aukast ef útstillingarglugginn væri vinstra megin í Smáralind. Efasemdarmenn eru „illa gefnir“. Kári í forsjármóð Samtökin Betri spítali á betri stað (BSBS) bentu í júní sl. á að lands- menn hagnast yfir 100 milljarða króna, samandregið á núvirði, ef nýr Landspítali verður byggður á „besta stað“ umfram „bútasaum“ við Hringbraut og 63 milljarða ef byggt yrði við spítalann í Fossvogi. KPMG yfirfóru útreikningana. Í ágúst fól svo Nýr Landspítali ohf. (NLSH ohf.), sem er bygging- araðili spítalans, KPMG að yfirfara gagnrýni BSBS og fleiri á staðar- valið! KPMG þáði verkefnið og reiknaði sig aftur niður á Hring- braut með breyttum forsendum og miklum fyrirvörum. Með þá niður- stöðu skrifaði heilbrigðisráðherra í snarhasti undir hönnunarsamning um meðferðarkjarna Landspítalans og í kjölfarið kom blaðagrein hans, borgarstjóra og forstjóra spítalans: „Tími framkvæmda er runninn upp“. En margar forsendur skýrslu KPMG standast ekki og því er niður- staðan brengluð. Fjárhagsleg hag- kvæmni þess að byggja nýjan spítala frá grunni á besta stað nemur að minnsta kosti tugum milljarða á nú- virði. Ótrúlegasta fólk er tilbúið til að hagræða sannleikanum til að fá sitt fram. Enda fara stórar ríkisfram- kvæmdir að meðaltali um 45% fram úr áætlun. Sumir fjársterkir aðilar kaupa sér niðurstöður sem henta í viðkomandi máli. Þetta verða þing- menn og aðrir að varast. Algengt er að Alþingi láti plata sig til að sam- þykkja slæmar framkvæmdir með lágum, óraunsæjum áætlunum. Lát- um það ekki henda í stærstu ríkis- framkvæmd sögunnar. Í ágúst gerði MMR skoðanakönn- un um viðhorf almennings til stað- setningar Landspítalans. Mjög eða frekar sáttir við að nýi Landspítal- inn rísi við Hringbraut voru 35,5%. 64,5% voru ósátt eða tóku ekki af- stöðu. Í framhaldinu var gerð önnur könnun og fólk beðið að velja milli tveggja efstu kostanna. 59% völdu Vífilsstaðaland en 41% Hringbraut. Vífilsstaðir höfðu vinninginn bæði á höfuðborgarsvæðinu og á lands- byggðinni. Fólk sér að Hringbrautin hentar ekki og að betra er að byggja nýjan spítala frá grunni á besta mögulega stað. Þeir sem enn styðja Hring- brautina gera það vegna þess að þeir óttast að ný byrjun muni tefja til- komu nýs spítala of mikið eða halda að það kosti of mikið að byggja nýtt frá grunni. En málið er að það kostar minna að byggja nýtt frá grunni á nýjum stað og það getur flýtt fyrir. Meiri byggingarhraði á nýju rúmu svæði mun vega upp nýjan undir- búningstíma. Þegar gerð þarfa- greining og undirbúningsvinna mun nýtast og hönnun nýs spítala því ganga hratt. Tvö til þrjú ár nægja til að velja nýjan stað, breyta skipulagi og hanna upp á nýtt, ef vilji er fyrir hendi. Sú „töf“ vinnst upp með meiri framkvæmdahraða. Mörg dæmi eru um það frá Noregi og Danmörku að spítalar af svipaðri stærð hafa verið reistir frá grunni á nýjum stað á sex til átta árum. Hagkvæmni þess að byggja frá grunni á betri stað er slík að það réttlætir lántöku. Það þarf að hafa fjármuni tiltæka til að bjóða megi allt verkið út í einu, til að ná niður kostnaði. Fjármagnskostnaður greiðist af lægri rekstrarkostnaði betri spítala á betri stað og fram- kvæmdin mun ganga greiðlega fyrir sig. Slík stórframkvæmd reynir á Ís- lenska hagkerfið þótt fleyta megi mesta þenslukúfnum út úr hagkerf- inu með erlendu vinnuafli. Á nýjum stað þarf að vera nóg pláss fyrir framtíðarþróun spítalans næstu 50-100 ár. Notendum spít- alans mun fjölga hratt næstu áratug- ina enda fjölgar fólki og lífaldur lengist. Ekki er nægt pláss fyrir þá stækkun við Hringbraut. Í þessu máli þarf að horfa vítt og til framtíðar. Velja þarf góða lausn sem gagnast mun landsmönnum vel um langa framtíð, sérstaklega þar sem hún kostar í rauninni minna. Því miður lágu upplýsingar um hagkvæmni staðsetninga ekki fyrir þegar Alþingi samþykkti að byggja skyldi spítalann við Hringbraut. Nú liggja þær upplýsingar fyrir og sýna að það felst gríðarleg sóun í því að bútasauma við gamla spítalann á Hringbraut. Alþingi ætti að ákveða að fram fari nýtt faglegt staðarval þar sem mögulegir staðsetningarkostir verða bornir saman með faglegum hætti, bæði gæðalega og fjárhagslega, áður en lengra er haldið við Hringbraut. Að sjálfsögðu þarf að halda í horfinu þar til nýr spítali kemur í gagnið á betri stað. Meira: facebook.com/ betrilandspitaliabetristad www.betrispitali.is Hugsa fyrst og framkvæma svo Eftir Guðjón Sigurbjartsson, Egil Jóhannsson, Gest Ólafsson, Eymund Svein Leifsson, Vilhjálm Ara Arason og Sigurgeir Kjartansson » Það borgar sig að byggja nýjan spítala frá grunni á besta mögulega stað. Guðjón og Egill eru viðskiptafræð- ingar, Gestur er arkitekt, Eymundur er iðnaðarverkfræðingur, Sigurgeir er fv. læknir og Vilhjálmur er læknir. Guðjón Sigurbjartsson Egill Jóhannsson Gestur Ólafsson Eymundur Sveinn Leifsson Vilhjálmur Ari Arason Sigurgeir Kjartansson Hvar vilt þú að nýr Landspítali rísi? Við Hringbraut Á Vífilsstöðum Í Fossvogi Við voga Elliðaánna Á Keldum Annars staðar Við Hringbraut Á Vífilsstöðum Í Fossvogi Önnur staðsetning Ef einungis væru í boði tveir valkostir fyrir byggingu nýs Land- spítala, hvort myndir þú frekar velja Hringbraut í Reykjavík eða Vífilsstaðaland í Garðabæ? Hringbraut í Reykjavík Vífilsstaðaland í Garðabæ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.