Morgunblaðið - 24.09.2015, Page 56

Morgunblaðið - 24.09.2015, Page 56
56 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 LÁTTU EKKI HÓSTA SPILLA SVEFNINUM Hóstastillandi og mýkjandi hóstasaft frá Ölpunum Sími 555 2992 og 698 7999 NÁTTÚRU- AFURÐ úrselgraslaufum Hæ sæti, hvað ert þú að borða? – fyrir dýrin þín Bragðgott, hollt og næringarríkt Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 AMH – Akranesi – sími 431-2019 | www.dyrabaer.is Á íbúafundi í Land- búnaðarháskólanum hinn 2. september síð- astliðinn voru upplýs- ingar úr skýrslu KPMG nýttar til stuðnings ákvörð- unartöku sveitar- stjórnar um lokun Hvanneyrardeildar Grunnskóla Borg- arfjarðar (GBF). Þar kom fram að fjölgun íbúa í Borgarbyggð frá árinu 1998 til ársins 2015 væri undir landsmeðaltali. Þar er settur fram samanburður á milli Borgar- byggðar í heild á móti þróun á landsvísu. Einnig voru upplýsingar um þróun barnafjölda í dreifbýli þessu til stuðnings. Miðað við þá þróun m.a. væri eðlilegt að grípa til aðgerða í skólamálum. Lokun á Hvanneyri væri það skref sem stíga ætti fyrst en einnig voru kynntar sviðsmyndir sem sýna hvernig sameina eigi skólann á Kleppjárnsreykjum og á Varmalandi í fram- tíðinni. Vænta mætti að við svona íþyngj- andi aðgerð í garð íbúa byggðarlagsins sé slík þróun búsetu á svæðinu skoðuð í kjölinn. Hafi það verið gert er erfitt að skilja hvers vegna sveitarstjórn valdi að loka Hvanneyrardeild GBF. Líklega hefur þurft „góðan vilja“ í þá átt til að komast að slíkri niðurstöðu s.s. að skilgreina 300 manna samfélag sem dreifbýli og fela raunfjölgun þess sama sam- félags með því að taka fyrir stærra svæði. Það er að mörgu leyti rétt að um allan heim hefur þétting byggðar staðið í áratugi og hlutfallslega færri sem búa í dreifbýli. Sam- kvæmt OECD mun svokölluð „urbanization“ eða hverfavæðing stórborga halda áfram út þessa öld. Hefur þróunin verið í gangi um langa hríð og aukist verulega eftir iðnvæðinguna. Spá OECD um mannfjöldaþróun innan OECD- ríkja annars vegar og heimsins alls hins vegar má sjá á mynd 1. En hvernig er hverfavæðing eða borgarvæðing skilgreind? Svæði sem stækkar og þróast, svæði sem tekur við yfirfallinu frá borginni. (e. Urbanization is a word for becoming more like a city. When populations of people grow, the population of a place may spill over from city to nearby areas.) Hvernig ætlar Borgarbyggð að skilgreina byggðarlagið sitt? Er markmiðið að vera svæði sem tek- ur við yfirfallinu líkt og Hvera- gerði, Selfoss, Þorlákshöfn, Grindavík, Reykjanesbær og Vog- ar? Ætlum við að selja þeim sem munu hefja störf á Grundartanga að Borgarbyggð sé góður staður til að búa? Ætlum við að selja fjár- festum að næsta uppbygging í ferðaiðnaði verði í Borgarbyggð og á Vesturlandi? Ætlum við að gera þá kröfu til ríkisins að stofnanir frá ríkinu verði færðar til Borg- arbyggðar á meðan meðbyr er með slíkri tilfærslu? Allar þessar að- gerðir myndu styðja við flotta upp- byggingu á svæðinu og ýta undir verulega fólksfjölgun. Fólksfjölgun sem styður við samfélagið; fólk sem mun hafa atvinnu í Borgar- byggð eða nærsamfélaginu að Reykjavík meðtalinni. Það viðmiðunartímabil sem valið var til stuðnings ákvörðuninni þ.e. frá 1998-2015 var fólksfjölgun á Hvanneyri í samanburði við Borg- arbyggð í heild annars vegar og landsmeðaltalið hins vegar eins og sjá má á mynd 2. Fjölgun á þessum árum hefur verið langt umfram landsmeðaltal á Hvanneyri eða um 65%. Slík fjölgun á landsvísu jafnast út á að fjölgað hefði um 175 þúsund manns á landinu frá árinu 1998 í stað fjölgunar upp á tæp 57 þúsund sem varð. Það var því ríflega þreföld fjölgun á Hvanneyri miðað við á landsvísu á þessu tímabili. Af þeim 280 sem fjölgað hefur um í Borg- arbyggð allri eru 112 á Hvanneyri. Eftir erfið ár frá hrunárinu 2008 þar sem fækkað hafði á svæðinu til ársins 2012 hefur þetta snúist við aftur, síðan þá hefur fjölgun átt sér stað, sjá mynd 3. Meðalfjölgun frá árinu 2012 er nálægt 6% á Hvanneyri en 2-3% í Borgarbyggð og á landsvísu. Út frá þessum tölum um fjölgun má ætla að mest þörf sé fyrir upp- byggingu á Hvanneyri til að taka á móti áframhaldandi aukningu. Líklegt er að aukin tækifæri á svæðinu ýti undir fjölgun umfram aðra staði. Áhrifaþættirnir eru að- allega uppbygging eða nálægð við atvinnutækifæri fyrir þá staði þar sem mest fjölgun á sér stað í gegn- um tíðina eins og sjá má á mynd- um 4 og 5. Hvanneyri er á topp tíu- listanum á landsvísu yfir hlutfalls- lega fjölgun frá árinu 1998 til 2015 og var í topp þremur fram til 2008. Tækifæri eru til að byggja enn betur upp með því að markaðs- setja Borgarbyggð sem sveitarfé- lag með fjölbreyttan búsetuvalkost nálægt Reykjavík með sveitaróm- antíkina og landslagið í forgrunni. Það er mikilvægt að horfa á tækifærin í nálægðinni við borg- ina. Fólk utan af landi sem hyggst sækja vinnu til borgarinnar eða nágrennis mun horfa á bæina í kring. Með því að auka atvinnu- tækifæri og fjölbreytni með kröfu á ríkið um að fá starfsemi hingað, ná til þeirra sem munu starfa á Grundartanga og fjölbreyttari ferðamennsku mun lífið glæðast á svæðinu. Ofan á allt þetta eru hér tveir háskólar sem bjóða upp á fjölbreytt nám og spennandi tæki- færi fyrir fólk með markmið. Framtíðin getur verið björt með réttum vinnubrögðum og góðum krafti. Hver er stefna sveitarstjórnar varðandi uppbyggingu og skil- greiningu Borgarbyggðar sem hef- ur upp á svo margt að bjóða? Gefur íbúaþróun tilefni til að draga úr grunnþjónustu á Hvann- eyri? Íbúaþróun – er tilefni til að draga úr grunnþjónustu á Hvanneyri? Eftir Birgittu Sigþórsdóttur » Framtíðin getur verið björt með réttum vinnubrögðum og góðum krafti. Birgitta Sigþórsdóttir Höfundur er stjórnarmeðlimur íbúa- samtaka Hvanneyrar og nágrennis. Íbúaþróun, spá OECD Mynd 1 Heimurinn þéttbýliHeimurinn dreifbýli OECD dreifbýli OECD þéttbýli Uppsöfnuð hlutfallsleg fjölgun Mynd 2 Landið í heild Borgarbyggð Hvanneyri Uppsöfnuð fjölgun Mynd 3 Landið í heild Borgarbyggð Hvanneyri Mest hlutfallsleg fjölgun íbúa á landsvísu 1998–2015 Mynd 5 Fjölgun frá 1998–2015 Mest hlutfallsleg fjölgun íbúa á landsvísu 1998–2008 Mynd 4 Fjölgun frá 1998–2008

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.