Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 56
56 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 LÁTTU EKKI HÓSTA SPILLA SVEFNINUM Hóstastillandi og mýkjandi hóstasaft frá Ölpunum Sími 555 2992 og 698 7999 NÁTTÚRU- AFURÐ úrselgraslaufum Hæ sæti, hvað ert þú að borða? – fyrir dýrin þín Bragðgott, hollt og næringarríkt Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 AMH – Akranesi – sími 431-2019 | www.dyrabaer.is Á íbúafundi í Land- búnaðarháskólanum hinn 2. september síð- astliðinn voru upplýs- ingar úr skýrslu KPMG nýttar til stuðnings ákvörð- unartöku sveitar- stjórnar um lokun Hvanneyrardeildar Grunnskóla Borg- arfjarðar (GBF). Þar kom fram að fjölgun íbúa í Borgarbyggð frá árinu 1998 til ársins 2015 væri undir landsmeðaltali. Þar er settur fram samanburður á milli Borgar- byggðar í heild á móti þróun á landsvísu. Einnig voru upplýsingar um þróun barnafjölda í dreifbýli þessu til stuðnings. Miðað við þá þróun m.a. væri eðlilegt að grípa til aðgerða í skólamálum. Lokun á Hvanneyri væri það skref sem stíga ætti fyrst en einnig voru kynntar sviðsmyndir sem sýna hvernig sameina eigi skólann á Kleppjárnsreykjum og á Varmalandi í fram- tíðinni. Vænta mætti að við svona íþyngj- andi aðgerð í garð íbúa byggðarlagsins sé slík þróun búsetu á svæðinu skoðuð í kjölinn. Hafi það verið gert er erfitt að skilja hvers vegna sveitarstjórn valdi að loka Hvanneyrardeild GBF. Líklega hefur þurft „góðan vilja“ í þá átt til að komast að slíkri niðurstöðu s.s. að skilgreina 300 manna samfélag sem dreifbýli og fela raunfjölgun þess sama sam- félags með því að taka fyrir stærra svæði. Það er að mörgu leyti rétt að um allan heim hefur þétting byggðar staðið í áratugi og hlutfallslega færri sem búa í dreifbýli. Sam- kvæmt OECD mun svokölluð „urbanization“ eða hverfavæðing stórborga halda áfram út þessa öld. Hefur þróunin verið í gangi um langa hríð og aukist verulega eftir iðnvæðinguna. Spá OECD um mannfjöldaþróun innan OECD- ríkja annars vegar og heimsins alls hins vegar má sjá á mynd 1. En hvernig er hverfavæðing eða borgarvæðing skilgreind? Svæði sem stækkar og þróast, svæði sem tekur við yfirfallinu frá borginni. (e. Urbanization is a word for becoming more like a city. When populations of people grow, the population of a place may spill over from city to nearby areas.) Hvernig ætlar Borgarbyggð að skilgreina byggðarlagið sitt? Er markmiðið að vera svæði sem tek- ur við yfirfallinu líkt og Hvera- gerði, Selfoss, Þorlákshöfn, Grindavík, Reykjanesbær og Vog- ar? Ætlum við að selja þeim sem munu hefja störf á Grundartanga að Borgarbyggð sé góður staður til að búa? Ætlum við að selja fjár- festum að næsta uppbygging í ferðaiðnaði verði í Borgarbyggð og á Vesturlandi? Ætlum við að gera þá kröfu til ríkisins að stofnanir frá ríkinu verði færðar til Borg- arbyggðar á meðan meðbyr er með slíkri tilfærslu? Allar þessar að- gerðir myndu styðja við flotta upp- byggingu á svæðinu og ýta undir verulega fólksfjölgun. Fólksfjölgun sem styður við samfélagið; fólk sem mun hafa atvinnu í Borgar- byggð eða nærsamfélaginu að Reykjavík meðtalinni. Það viðmiðunartímabil sem valið var til stuðnings ákvörðuninni þ.e. frá 1998-2015 var fólksfjölgun á Hvanneyri í samanburði við Borg- arbyggð í heild annars vegar og landsmeðaltalið hins vegar eins og sjá má á mynd 2. Fjölgun á þessum árum hefur verið langt umfram landsmeðaltal á Hvanneyri eða um 65%. Slík fjölgun á landsvísu jafnast út á að fjölgað hefði um 175 þúsund manns á landinu frá árinu 1998 í stað fjölgunar upp á tæp 57 þúsund sem varð. Það var því ríflega þreföld fjölgun á Hvanneyri miðað við á landsvísu á þessu tímabili. Af þeim 280 sem fjölgað hefur um í Borg- arbyggð allri eru 112 á Hvanneyri. Eftir erfið ár frá hrunárinu 2008 þar sem fækkað hafði á svæðinu til ársins 2012 hefur þetta snúist við aftur, síðan þá hefur fjölgun átt sér stað, sjá mynd 3. Meðalfjölgun frá árinu 2012 er nálægt 6% á Hvanneyri en 2-3% í Borgarbyggð og á landsvísu. Út frá þessum tölum um fjölgun má ætla að mest þörf sé fyrir upp- byggingu á Hvanneyri til að taka á móti áframhaldandi aukningu. Líklegt er að aukin tækifæri á svæðinu ýti undir fjölgun umfram aðra staði. Áhrifaþættirnir eru að- allega uppbygging eða nálægð við atvinnutækifæri fyrir þá staði þar sem mest fjölgun á sér stað í gegn- um tíðina eins og sjá má á mynd- um 4 og 5. Hvanneyri er á topp tíu- listanum á landsvísu yfir hlutfalls- lega fjölgun frá árinu 1998 til 2015 og var í topp þremur fram til 2008. Tækifæri eru til að byggja enn betur upp með því að markaðs- setja Borgarbyggð sem sveitarfé- lag með fjölbreyttan búsetuvalkost nálægt Reykjavík með sveitaróm- antíkina og landslagið í forgrunni. Það er mikilvægt að horfa á tækifærin í nálægðinni við borg- ina. Fólk utan af landi sem hyggst sækja vinnu til borgarinnar eða nágrennis mun horfa á bæina í kring. Með því að auka atvinnu- tækifæri og fjölbreytni með kröfu á ríkið um að fá starfsemi hingað, ná til þeirra sem munu starfa á Grundartanga og fjölbreyttari ferðamennsku mun lífið glæðast á svæðinu. Ofan á allt þetta eru hér tveir háskólar sem bjóða upp á fjölbreytt nám og spennandi tæki- færi fyrir fólk með markmið. Framtíðin getur verið björt með réttum vinnubrögðum og góðum krafti. Hver er stefna sveitarstjórnar varðandi uppbyggingu og skil- greiningu Borgarbyggðar sem hef- ur upp á svo margt að bjóða? Gefur íbúaþróun tilefni til að draga úr grunnþjónustu á Hvann- eyri? Íbúaþróun – er tilefni til að draga úr grunnþjónustu á Hvanneyri? Eftir Birgittu Sigþórsdóttur » Framtíðin getur verið björt með réttum vinnubrögðum og góðum krafti. Birgitta Sigþórsdóttir Höfundur er stjórnarmeðlimur íbúa- samtaka Hvanneyrar og nágrennis. Íbúaþróun, spá OECD Mynd 1 Heimurinn þéttbýliHeimurinn dreifbýli OECD dreifbýli OECD þéttbýli Uppsöfnuð hlutfallsleg fjölgun Mynd 2 Landið í heild Borgarbyggð Hvanneyri Uppsöfnuð fjölgun Mynd 3 Landið í heild Borgarbyggð Hvanneyri Mest hlutfallsleg fjölgun íbúa á landsvísu 1998–2015 Mynd 5 Fjölgun frá 1998–2015 Mest hlutfallsleg fjölgun íbúa á landsvísu 1998–2008 Mynd 4 Fjölgun frá 1998–2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.