Morgunblaðið - 24.09.2015, Page 62

Morgunblaðið - 24.09.2015, Page 62
Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinsældir „Það er alltaf líf og fjör hjá okkur í hádeginu, enda er núðlusúpa ekki þung í maga og hentar því vel sem hádegismatur,“ segir Sigurður Jónas. Margir gera sér ferð úr öðrum bæjarfélögum til að fá sér skál af núðlum. Anna Sigríður Einarsdóttir aseinars@gmail.com „Þetta var gömul hugmynd sem var búin að gerjast með mér frá því að ég var skiptinemi úti í Taílandi 1991-92,“ segir Sigurður um tilurð þess að hann opnaði veitingastaðinn Núðluskálina á Skólavörðustíg ásamt manni sínum Kristjáni árið 2009. „Ég bjó svo einnig um tíma úti í Hong Kong 1995 og núðlusúpur eru víða vinsæll matur úti í Asíu. Þetta er matur sem fer vel í maga og ég saknaði þess að geta ekki keypt mér núðlusúpu eftir heim- komuna.“ Hvorki Sigurður né Kristján eru lærðir matreiðslumenn, Kristján starfaði hjá Íbúðalánasjóði er þetta var og Sigurður, sem er með BSc. í sálfræði hafði verið að vinna hjá Capacent. „Ég var að vinna sem ráðgjafi hjá Capacent árið 2008 þeg- ar Guð blessaði Ísland og þá voru bara góð ráð dýr,“ segir hann og hlær. „Stærsti kúnnahópurinn voru bankarnir og tölvufyrirtækin þannig að maður þurfti einfaldlega bara að finna sér eitthvað annað að gera.“ Gamla hugmyndin um núðlustað- inn fékk byr undir báða vængi við hrunið. „Kristján var lengi búinn að láta sig dreyma um að stofna fyrir- tæki og ég hafði áður talað um að það væri best að opna fyrirtæki á samdráttartímum. Þegar þetta var, þá var ég þegar búin að tala um að stofna staðinn í gegnum tvenna sam- dráttartíma og nú var bara að láta verða af því.“ 2009 reyndist hárétti tíminn fyrir Núðluskálina og er Sigurður sáttur með að hafa beðið svo lengi. „Þó að hugmyndin að núðlustaðnum hafi fyrst fæðst 1995 þá hefði ekki verið næg eftirspurn eftir þessari gerð eldamennsku fyrr en núna á síðustu árum.“ Reksturinn, sem er búinn að vera í sama húsi á Skólavörðustíg frá upphafi, byrjaði smátt. Veitingasal- urinn var ekki stór, en með sívax- andi vinsældum hefur staðnum verið breytt og veitingasalurinn stækk- aður. Nú standa enn á ný yfir breyt- ingar, en til stendur að opna einnig veitingasal á annarri hæðinni og mun staðurinn þá rúma um 34 gesti í sæti. Núðluskálin á sér líka stóran hóp fastra viðskiptavina. „Við eigum stóran og traustan hóp fastakúnna, sem þó tekur alltaf einhverjum breytingum.“ Að sögn Sigurðar eru um 80% viðskiptavina þeirra fólk sem ýmist starfar eða býr niðri í miðbæ. „Sumir koma þó lengra að, því við eigum alveg líka okkar fasta- kúnna sem gera sér til dæmis ferð úr Garðabænum eða úr Mos- fellsbæ.“ Viðskiptavinahópurinn tekur síðan þónokkrum breytingum yfir sumartímann þegar ferðamönn- um fjölgar í bænum, enda kunna margir túristar vel að meta létta núðlurétti þegar þeir eru á röltinu. Það er jafnan mikið að gera í há- deginu á Núðluskálinni enda segir Sigurður staðinn alveg frá upphafi hafa verið hugsaðan sem hádeg- isstað. „Þetta er þó búið að vera breytast nokkuð og ég reikna alveg með að þegar við opnum veitinga- salinn uppi að þá verði kvöldsalan meiri. Það verður samt alltaf líf og fjör hjá okkur í hádeginu, enda er núðlusúpa ekki þung í maga og hentar því vel sem hádegismatur.“ Galdurinn felst í góðu hráefni Þó að hugmyndin að núðlustaðn- um eigi rætur sínar austur í Asíu er einnig að finna á matseðlinum núðlurétti undir til að mynda mexí- kóskum og ítölskum áhrifum. Sig- urður segir það alltaf hafa verið ætl- unina. „Þetta er „íslenskur“ núðlustaður og við vorum alveg frá upphafi ákveðnir í að við myndum ekki sérhæfa okkur í hreinrækt- uðum asískum réttum, heldur bjóða upp á eins konar bræðing – eða „fu- sion“ núðlurétti. Galdurinn á bak við góða núðlu- súpu, hvaðan sem súpan er ættuð, segir hann alltaf felast í góðu hrá- efni. „Góð núðlusúpa byggist á því að hráefnið sé ferskt. Við búum til dæmis til okkar eggjanúðlur sjálfir, sem er ekki algengt og eins gerum við mikið af því að nota ferskt krydd og ferskt grænmeti. Þá erum við líka með góðar sósur sem við blönd- um út í og þar er ekkert til sparað.“ Þeir Kristján vinna báðir ásamt fleira starfsfólki í Núðluskálinni og hafa nóg að gera. „Við erum báðir búnir að vera að vinna hérna frá því um það bil ári eftir að við opnuðum. Kristján hætti þá hjá Íbúðalánasjóði og síðan þá er þetta búin að vera full vinna fyrir okkur báða og rúm- lega það.“ Saknaði þess að geta ekki keypt sér núðlusúpu  Það var í miðri kreppu sem þeir Sigurður Jónas Eysteinsson og Kristján Jörgen Hannesson ákváðu að láta gamlan draum rætast 62 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 krakka acidophilus bre iðv i rk b landa fyr i r melt inguna Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og matvöruverslunum.www.gulimidinn.is Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Meiri virkni Gott fyrir: Maga- og þarmastarfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Kolesterol Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Selaolía Meiri virkniEinstök olía Óblönduð – meiri virkni MATUR 600 g lambakjöt/súpukjöt 2-3 gulrætur 1 stilkur sellerí 1 hvítlauksrif svartur pipar 1 rófa 1 msk. fiskisósa eða salt eftir smekk 1½ msk. tamari-sojasósa Meðlæti: 1-3 rautt chili fræhreinsað og fínsaxað 3 þumlar af engifer, fínt saxað steinselja, taílenskt basil og/eða kórí- ander eftir smekk límónusneiðar 1 pakki hrísnúðlur, útvatnaðar í köldu vatni yfir nótt, gjarnan í kæli. Lýsing: Setið kjötið í vatn og lát- ið suðuna koma hægt upp og fleyt- ið alla froðu ofan af nokkrum sinn- um þangað til froðan er að mestu hætt að myndast. Eða hafið sama hátt á og þið eruð vön við kjötsúpu- gerð. Bætið svo niðurskornum gulrót- um, selleríi, fínt söxuðum hvítlauk, svörtum pipar og örlitlu salti út í og látið malla í 30-40 mínútur. Setj- ið rétt nóg salt til að draga fram bragðið af kjötinu en varist að salta of mikið þar sem sósurnar sem blandað er út í í lokin innhalda einnig salt. Setjið rófurnar út í og sjóðið í u.þ.b. korter í viðbót eða þar til grænmetið er orðið mjúkt. Á meðan er gott að koma upp suðunni á vatni til að sjóða í útvötn- uðu hrísnúðlurnar. Þegar súpan er að fullu elduð má setja út í 1½ msk. tamari-sojasósu, 1 msk af fiskisósu eftir smekk (ef fólk er ekki gefið fyrir fiskisósu má setja aðeins meira af tamari og salta eftir smekk). Varist að sjóða súpuna lengi eftir að tamari- sojasósan er komin út í þar sem hún verður beiskari við eldun. Fullútvatnaðar hrísnúðlur eiga að taka innan við mínútu í suðu þannig að best er að sjóða þær rétt áður en súpan er borin fram. Skol- ið síðan sterkjuna snögglega af núðlunum með köldu vatni og velt- ið þeim upp úr örlítilli matarolíu og berið síðan fram í skál til hliðar. Súpan er borin fram með skálum af fínt söxuðum chili, engifer, gras- lauk/vorlauk, ferska kryddinu og límónusneiðum svo allir geti full- komnað súpuna eftir eigin smekk. Nauðsynlegt er að kreista límónusneiðina yfir til að ljá súp- unni enn ferskari blæ. Ef japanskt spíral-mandólín er til á heimilinu getur verið gaman að gera núðlur úr rófum og bera fram í stað hrísnúðla. Íslensk kjöt-núðlusúpa með asískum hitabeltisblæ Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.