Morgunblaðið - 24.09.2015, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 24.09.2015, Qupperneq 76
76 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 Garðar Cortes, óperusöngvari og stofnandi Íslensku óperunnar,skólastjóri og stofnandi Söngskólans í Reykjavík, er 75 ára ídag. „Skólinn er rétt að komast af stað á þessari önn og það er allt við það sama þar. Við útskrifum einsöngvara og söngkennara og er- um með alla aldursflokka í skólanum, allt frá tíu ára aldri. Nú eru rúm- lega hundrað manns í námi í skólanum.“ Garðar er einnig stjórnandi Óperukórsins í Reykjavík og Karlakórs Kópavogs. „Við í Óperukórnum verðum með okkar árlegu Mozart Requiem-tónleika sem verða haldnir eftir miðnótt 5. desember nk. Svo eru strákarnir í Karlakór Kópavogs á fullu að æfa fyrir Kötlumótið í Reykjanesbæ, en þar verða átta hundruð karlar að syngja. Þá eru þeir einnig að undirbúa heilmikið ævintýri í Borgarleikhúsinu milli jóla og nýárs.“ Spurður um áhugamál segir Garðar þau vera tónlistina fyrst og fremst. „Mér finnst gaman að garfa í gamalli íslenskri músík sem var samin fyrir stóra kóra og hljómsveit snemma á síðustu öld. Ég hef mik- inn áhuga fyrir Kalla Run., Emil Toroddsen og dr. Hallgrími Helgasyni. Þeir eru allir algjörlega afskiptir en sérstakir og vel þess virði að kom- ast á tónleikaskrá.“ Garðar segist ekki ætla að halda sérstaklega upp á afmælið, en tekur á móti samstarfsfólki, vinum og ættingjum milli klukkan fimm og sjö. Eiginkona Garðars er Krysztyna Cortes píanóleikari. Börn Garðars eru Sigrún Björk kennari, Nanna María sem er fastráðinn söngvari við óperuna í Noregi, Garðar Thór óperusöngvari og Aron Axel sem er að klára mastersnám í óperusöng við Mozarteum í Salzburg. Morgunblaðið/Ómar Stjórnandinn Garðar við æfingar á La traviata eftir Verdi en hann stjórnaði hljómsveit og kór við uppsetningu óperunnar í Hörpu í fyrra. Garfar í gamalli íslenskri kórtónlist Garðar Cortes er 75 ára í dag A uður fæddist í Reykjavík 24.9. 1965. Á æskuár- unum bjó hún einnig tvö ár í Bolungarvík og eitt ár í London með for- eldrum sínum og systur. Hún byrjaði í Ísaksskóla sex ára, var síðan í Hvassaleitisskóla og stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík. Sam- hliða grunnskólanámi lærði Auður á fiðlu í Barnamúsíkskólanum og fór síðar í Tónlistarskólann í Reykjavík. Þaðan lauk hún einleikaraprófi í fiðlu- leik árið 1983, aðeins 17 ára. Eftir ein- leikarapróf fór Auður til Bandaríkj- anna, þar sem hún stundaði nám um átta ára skeið. Hún lauk BM-gráðu með hæstu einkunn frá New England Conservatory í Boston árið 1987 og Master of Music-gráðu hjá hinum virtu Almitu og Roland Vamos árið 1991 frá University of Minnesota. Auður hefur sett svip á íslenskt tónlistarlíf sem einleikari, kennari og kammerleikari. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir leik sinn. Árið 1985 fékk hún C.D. Jackson- verðlaunin sem framúrskarandi strengjaleikari á hinni alþjóðlegu tón- listarhátíð í Tanglewood þar sem hún lék m.a. undir stjórn Leonards Bern- steins og Seijis Osawa. Árið 1988 hlaut hún fyrstu verðlaun í The Schu- bert Competition. Hún var valin borgarlistamaður Reykjavíkur- borgar 1991 og bæjarlistamaður Sel- tjarnarness 2005. Á námsárunum var Auður með- limur í NEC Honors Quartet og NEC Modern Music Ensemble. Hún var jafnframt konsertmeistari Minnesota Opera 1989-90. Auður hefur komið víða fram sem einleikari og í kammermúsík á alþjóð- legum vettvangi, m.a. í Bandaríkj- unum, Kanada, Japan, Kína og víða í Evrópu. Hún hefur tekið þátt í tón- listarhátíðum hérlendis og erlendis, var einn af stofnendum píanótríósins Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari – 50 ára Fjölskyldan Stefán Jón, Auður, Anna Katrín, Hafsteinn Atli, Lilja Hrund og María Björk með hundinn Líf. Fiðluleikari á heimsvísu Með nemendum Auður kennir á Tónlistarhátíð unga fólksins sumarið 2014. Hinrik Dagur Gunnarsson og Þórhildur Vala Sigurðardóttir héldu tombólu fyrir utan Nóatún í Austurveri. Þau söfnuðu 10.254 krónum sem þau gáfu Rauða krossinum. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Þegar þú ert að leita að gluggatjöldum er Luxaflex® augljós kostur. Með yfir 60 ára reynslu af markaðnum bíður Luxaflex® upp á mikil gæði og frábært úrval. Kíktu á okkur í Zenus og fáðu ráðgjöf um réttu gluggatjöldin fyrir þitt heimili. Smiðjuvegi 9 • Sími: 554 2450 zenus@zenus.is • zenus.is Augljós kostur 5 ára ábyrgð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.