Morgunblaðið - 24.09.2015, Page 78

Morgunblaðið - 24.09.2015, Page 78
78 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú mátt ekki láta það henda þig að geta ekki lokið við verkefni á tilskildum tíma. Enginn er eyland og vertu því óhræddur við að tjá öðrum hug þinn. 20. apríl - 20. maí  Naut Ekki er ósennilegt að þú hafir áhyggjur af einhverju sem tengist vinnunni. En tvöfald- ur efi gerir það ekki endilega að sannleika. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú gerir þér grein fyrir því í dag hve miklum tökum vaninn hefur náð á þér. Breyttu viðhorfi þínu til erfiðrar aðstöðu í sambandinu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Að stinga höfðinu í sandinn flækir málin bara enn frekar þegar til lengri tíma er litið. Reyndu að láta þér koma vel saman við fólk án þess að hafna eigin sannleika. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þetta er góður tími til að ræða fram- tíðaráform þín við aðra. Að einhver þarfnist þín er hið mesta mögulega hól. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú finnur sannarlega til góðmennsku í garð annarra og vilt hjálpa þeim sem minna mega sín. Reyndu að skipuleggja þig betur og gefðu tómstundirnar ekki upp á bátinn. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er þér nauðsyn að fá útrás fyrir til- finningar þínar. Komdu jafnvægi á þetta svo þú getir komið einhverju í verk. Reyndu ekki einu sinni að slá þessu á frest. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Eyddu ekki tíma þínum eða orku í að sannfæra aðra um að þú sért að gera rétt. Afslöppun er góð fyrir hjartað og heilann sem þarf að hreinsa út skipunina: vinna! 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú grípur til aðgerða, sérstaklega sem kosta einhver fjárútlát. Taktu tillit til samferða- manna þinna og þeir munu þá virða þig. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur lagt hart að þér og átt svo sannarlega skilið að njóta launanna. Notaðu ímyndunaraflið til að leita nýrra lausna. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú stefnir í að þú hittir fyrir þá sem eru sama sinnis og þú og reiðubúnir til þess að vinna málstað ykkar brautargengi. Hristu af þér slenið, þú hefur líka þitt til mál- anna að leggja. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefðir gott af því að breyta til á einhvern hátt, hvort sem er heima fyrir eða í vinnunni. Reyndu frekar að vinna í þínum eigin málum. Samræður í fjölskyldunni eru þýðingarmiklar. Fyrir hádegi á föstudaginn skrif-aði Fía á Sandi í leirinn: Enn er þokan þung sem blý þjáir landann óláns kvef. Rétt er að finna ráð við því reynum öll að taka í nef. :-) Og um kvöldið varð Ágústi Marinóssyni hugsað norður: Í Aðaldalnum aftansól engum veldur glýju En eftilvill er alkóhól í ísskápnum hjá Fíu :-) Á þriðjudag var Fía í sólskins- skapi enda sumarauki fyrir norðan: Nú er sumar, nú er sól nú er tími ljóða og auðvitað er alkahol eftir til að bjóða. – aðeins út í kaffið trúi ég. Á laugardaginn, sem var fimmti dagur í þoku, hafði sr. Skírnir Garðarsson skrifað þessa í Leirinn: Þokuloftið þingeyskt er þykkum hlaðið jónum. Þar ákavíti og engifer yljar Sandsins hjónum. „Sumarauki enn“ skrifaði Fía á Sandi: Snjólaus eru flestöll fjöll fossar stórir víða. Lónin fyllast eflaust öll enn er hiti og blíða. Og svaraði sr. Skírni: Þessi blíða einstök er engan hrjáir bölið. Komin eru krækiber í krækiberjaölið. Ólafur Stefánsson hafði skrifað í Leirinn fyrir helgi: „Það er kannski dálítið skrýtið, en bara gott samt, að leirheimur tekur sér venjulega frí um helgar. Svona um rauðvínstímann, ca. 2 eftir hádegi, á föstudögum, færist ró yfir Leirinn og það slokknar smám saman á honum. Í helgarfrí þeir fara’ á Leir, fæðist naumast staka. Lagaboðum lúta þeir, leyfi á helgum taka.“ En Fía á Sandi lét engan eiga hjá sér: „Það á ekki við um mig. Eins og kannske á mér sést oft ég kaupi bjóra og yrki um helgar einna mest er ég sit og þjóra.“ Ármann Þorgrímsson yrkir um „átök í borgarpólitík í Reykjavík“ eftir Kastljós á mánudagskvöld: Er að hefjast önnur lota um ályktun sem fór úr böndum Hafa má til heimanota hörmungar í Austurlöndum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vísur um veðrið Í klípu „FLJÓTANDI EIGUR? ÞÚ MEINAR FYRIR UTAN KAFFI?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „EF ÞÚ VILT FÁ ENDURGREITT, SEGÐU ÞAÐ HREINT ÚT! EKKI SEGJA MÉR EINHVERJA LYGASÖGU UM AÐ HANN SÉ OF HÁVÆR.“ KVÖRTUNARDEILD Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... það sem vekur upp barnið í þér. ÉG ÆTLA AÐ REYNA AÐ VERA ÓSÝNILEGUR Í DAG ÉG VEIT ALDREI HVAÐ ÉG Á AÐ SEGJA Í SVONA GLEÐSKAP VÍSINDAMENN TELJA SIG HAFA FUNDIÐ LAGIÐ SEM LÆTUR FÓLKI LÍÐA BETUR EN NOKKUÐ ANNAÐ. LAGIÐ ER EKKI NÝTT AF NÁLINNI ÞVÍ ÞAÐ ER FRÁ ÁRINU 1978. LAGIÐ SEM UM RÆÐIR ER DON’T STOP ME NOW MEÐ QUEEN EN TAKTURINN Í LAGINU ER HRAÐUR, 150 TAKTLÍNUR Á MÍNÚTU, OG TEXTINN FULLUR AF GLEÐI. S J S G G S K KK G KK Ý ÞVÍ ÞA E F Á Á I U 1978. LAGI SE U I E O ’T STOP E O E QUEE E TAKTU I Í LAGI U E A U , 150 TAKTLÍ U Á Í ÚTU, OG TEXTI FULLU AF GLE I. HEILSAÐU BARA GEST- GJAFANUM... ...OG TALAÐU UM LITLA HLUTI! ÉG HEF EKKI SÉÐ ÞIG Í ALLAN DAG TA- DA! Víkverji íhugar nú að láta rífa úrsér hálskirtlana. Læknirinn, sem Víkverji treystir 110%, segir nefnilega að við það muni ýmsir kvillar, sem fylgt hafa Víkverja svo lengi sem hann man eftir sér, mjög líklega lagast. Hrotur, hálsbólga, erfiðleikar við að kyngja, stöðugar ræskingar og ýmislegt fleira er á þeim lista. Það er nánast ótrúlegt að Víkverja skuli ekki hafa komið til hugar fyrr að láta gera þessa að- gerð. x x x Einn er hins vegar galli á gjöfNjarðar. Víkverji er, eins og hann hefur áður vikið að, nefnilega af þeirri kynslóð sem ólst upp með hinni merku bók Heimilislækninum. Sú ágæta bók var þeirri náðargáfu gædd að hún gat dagsljósi í dimmu breytt. Minnsta nefrennsli varð eftir lestur bókarinnar að ólæknandi krabbameini og minnsti hósti ávísun á holdsveiki. Sjálfur hefur Víkverji verið á „grafarbakkanum“ oftar en hann kærir sig um að muna, þökk sé hinni ágætu bók. x x x Ekki bætir úr skák að Víkverji er íeðli sínu einstaklega forvitinn maður. Hann var því vart búinn að ákveða að hann ætti að láta slag standa þegar hann ákvað að kíkja og sjá hvað „Dr. Google“ hefði að segja um málið. Víkverji hefði betur látið það ógert; netið á það nefnilega til að draga fram allar helstu öfgar mann- legs lífs. Víkverji gat því lesið sér til um allt það sem hafði farið úrskeiðis við kirtlatökur; læknamistök, blæð- ingar, að ekki sé minnst á sársauka. Þegar Víkverji taldi að ekki væri hægt að finna verri sögu kom ein- hver annar með enn svakalegri lýs- ingu á því hvernig tiltölulega einföld aðgerð hefði breyst í martröð. x x x Eftir að hafa ráðfært sig við bestuvini sína innan heilbrigðisgeir- ans hefur Víkverji þó sannfærst um að sögur sem þessar séu undantekn- ing frekar en regla. Vissulega er gott að vera meðvitaður um mögu- lega áhættu en öllu má ofgera. Vík- verji þykist hafa lært sína lexíu af þessu. Hún er einföld: „Ekki gúgla!“ víkverji@mbl.is Víkverji Drottinn er góður, miskunn hans varir að eilífu og trúfesti hans frá kyni til kyns. (Sálm. 100:5) SÖLUAÐILAR: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 | Gullúrið Mjódd s: 587-4100 | GÞ skartgripir og úr Bankastræti 12 s: 551-4007 | Meba Kringlunni s: 553-1199 | Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 | Rhodium Kringlunni s: 553-1150 | Jón Sigmundsson skartgripaverslun Laugavegi 5 s: 551-3383 | Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 | Hafnarfjörður: Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 | Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 | Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 | Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 | Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 | Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.