Þjóðmál - 01.03.2012, Page 70

Þjóðmál - 01.03.2012, Page 70
 Þjóðmál VOR 2012 69 vegar mjög kærunni, og kom hann í veg fyrir, að Kress fengi lektorsstöðu í þýsku í Háskóla Íslands, sem losnaði haustið 1935, skömmu eftir að Kress hafði varið doktors­ ritgerð sína við Berlínarháskóla (en slík ritgerð svarar helst til meistaraprófsritgerðar við norræna háskóla) .19 Timmermann lét ekki þar við sitja, heldur kærði einnig Bruno Kress til utanlands­ deildar Nasistaflokksins í Berlín fyrir að spilla friði innan flokksdeildarinnar í Reykjavík . Var Kress rekinn úr Nasistaflokknum 6 . mars 1936 samkvæmt úrskurði fyrsta flokksréttar utanlandsdeildarinnar, og var sök hans talin sú að hafa kært yfirmann sinn án haldbærra röksemda, en ekki heldur farið rétta boðleið með kæru sína . Kress áfrýjaði úrskurðinum, og því gerðu menn frá höfuðstöðvum flokksins sér ferð til Íslands og yfirheyrðu Timmermann, Kress og nokkra trausta flokksfélaga . Komust þeir að þeirri niðurstöðu 13 . nóvember 1936, að ýmsar aðfinnslur Kress ættu vissulega við rök að styðjast, en hann hefði ekki átt að kæra til Berlínar, heldur reyna að jafna málin innan flokksdeildarinnar: Nasistinn og gyðingakonan frá Þýskalandi auglýstu bæði þjónustu sína í Morgunblaðinu 25 . september 1938 . Sérhver félagi í hreyfingunni verður að sýna aga og þeim mun meira sem hér er um að ræða flokksfélaga, sem hvað snertir menntun á að vera til fyrirmyndar og vísa veginn og láta ekki smámuni og persónulegt missætti koma í veg fyrir hið mikilvæga uppbyggingarstarf hugsjónar þjóðernisjafnaðarstefnunnar . Svo virtist sem þessi rannsóknarnefnd vildi setja Kress aftur inn í flokkinn, en það reyndist ekki unnt nema með úrskurði æðra dómsstigs Nasistaflokksins .20 Um svip að leyti og nefndin var á Íslandi haustið 1936, gekk Kress að eiga Kristínu Önnu Thoroddsen, og fluttust þau í leiguíbúð að Laufásvegi 10 . Næstu árin hafði Kress viðurværi sitt aðallega af skrifstofustarfi hjá Landsmiðjunni og einkakennslu . Tók hann einnig í ársbyrjun 1938 að sér þýskukennslu í Menntaskólanum í Reykjavík . Allt logaði þessi árin í deilum innan flokks­ deildar nasista í Reykjavík, þar sem þeir Timmermann ræðismaður og Bruno Kress voru svarnir fjandmenn . Eitt sinn var grjót­ hnullungi kastað inn um glugga á heimili Timmermanns, svo að rúða splundraðist, og voru þau hjónin sannfærð um, að þar hefði Kress verið að verki .21 En í Berlín virðist Kress hafa átt hauka í horni . Yfirmaður utanlandsdeildar Nasistaflokksins, Ernst Wilhelm Bohle, ákvað 16 . nóvember 1936 að skjóta máli hans til æðsta dómstóls flokksins . Gaf sá dómstóll 27 . apríl 1938 út úrskurð í nafni sjálfs Foringjans, Adolfs Hitlers, þar sem allar sakir á hendur Kress voru felldar niður . Var hann á ný færður athugasemdalaust til bókar sem félagi í Íslandsdeild Nasistaflokksins þýska .22 Svo vildi síðan til sumarið 1938, skömmu eftir að Kress hafði verið tekinn aftur inn í Nasistaflokkinn, að hann hitti í Reykjavík þýskan málvísindamann, Bruno Schweizer, sem starfaði fyrir rannsóknastofnun SS,

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.