Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 70

Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 70
 Þjóðmál VOR 2012 69 vegar mjög kærunni, og kom hann í veg fyrir, að Kress fengi lektorsstöðu í þýsku í Háskóla Íslands, sem losnaði haustið 1935, skömmu eftir að Kress hafði varið doktors­ ritgerð sína við Berlínarháskóla (en slík ritgerð svarar helst til meistaraprófsritgerðar við norræna háskóla) .19 Timmermann lét ekki þar við sitja, heldur kærði einnig Bruno Kress til utanlands­ deildar Nasistaflokksins í Berlín fyrir að spilla friði innan flokksdeildarinnar í Reykjavík . Var Kress rekinn úr Nasistaflokknum 6 . mars 1936 samkvæmt úrskurði fyrsta flokksréttar utanlandsdeildarinnar, og var sök hans talin sú að hafa kært yfirmann sinn án haldbærra röksemda, en ekki heldur farið rétta boðleið með kæru sína . Kress áfrýjaði úrskurðinum, og því gerðu menn frá höfuðstöðvum flokksins sér ferð til Íslands og yfirheyrðu Timmermann, Kress og nokkra trausta flokksfélaga . Komust þeir að þeirri niðurstöðu 13 . nóvember 1936, að ýmsar aðfinnslur Kress ættu vissulega við rök að styðjast, en hann hefði ekki átt að kæra til Berlínar, heldur reyna að jafna málin innan flokksdeildarinnar: Nasistinn og gyðingakonan frá Þýskalandi auglýstu bæði þjónustu sína í Morgunblaðinu 25 . september 1938 . Sérhver félagi í hreyfingunni verður að sýna aga og þeim mun meira sem hér er um að ræða flokksfélaga, sem hvað snertir menntun á að vera til fyrirmyndar og vísa veginn og láta ekki smámuni og persónulegt missætti koma í veg fyrir hið mikilvæga uppbyggingarstarf hugsjónar þjóðernisjafnaðarstefnunnar . Svo virtist sem þessi rannsóknarnefnd vildi setja Kress aftur inn í flokkinn, en það reyndist ekki unnt nema með úrskurði æðra dómsstigs Nasistaflokksins .20 Um svip að leyti og nefndin var á Íslandi haustið 1936, gekk Kress að eiga Kristínu Önnu Thoroddsen, og fluttust þau í leiguíbúð að Laufásvegi 10 . Næstu árin hafði Kress viðurværi sitt aðallega af skrifstofustarfi hjá Landsmiðjunni og einkakennslu . Tók hann einnig í ársbyrjun 1938 að sér þýskukennslu í Menntaskólanum í Reykjavík . Allt logaði þessi árin í deilum innan flokks­ deildar nasista í Reykjavík, þar sem þeir Timmermann ræðismaður og Bruno Kress voru svarnir fjandmenn . Eitt sinn var grjót­ hnullungi kastað inn um glugga á heimili Timmermanns, svo að rúða splundraðist, og voru þau hjónin sannfærð um, að þar hefði Kress verið að verki .21 En í Berlín virðist Kress hafa átt hauka í horni . Yfirmaður utanlandsdeildar Nasistaflokksins, Ernst Wilhelm Bohle, ákvað 16 . nóvember 1936 að skjóta máli hans til æðsta dómstóls flokksins . Gaf sá dómstóll 27 . apríl 1938 út úrskurð í nafni sjálfs Foringjans, Adolfs Hitlers, þar sem allar sakir á hendur Kress voru felldar niður . Var hann á ný færður athugasemdalaust til bókar sem félagi í Íslandsdeild Nasistaflokksins þýska .22 Svo vildi síðan til sumarið 1938, skömmu eftir að Kress hafði verið tekinn aftur inn í Nasistaflokkinn, að hann hitti í Reykjavík þýskan málvísindamann, Bruno Schweizer, sem starfaði fyrir rannsóknastofnun SS,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.