Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 7
6 Þjóðmál SUmAR 2013
Af vettvangi stjórnmálanna
_____________
Björn Bjarnason
Þjóðin hafnaði vinstri ofstjórn
I .
Þingkosningarnar 27 . apríl fóru eins og við var að búast, stjórnarflokkarnir
guldu afhroð, töpuðu tæpum 28% at kvæða
í kosningum (Samfylking 16,9% og VG
10,8%) og 18 þingmönnum (Sam fylk ing 11
og VG 7) . Jóhanna Sigurðar dótt ir, frá farandi
forsætisráðherra, sagðist ekkert botna í þessu
en Steingrímur J . Sigfússon, for maður VG
á kjörtímabilinu, talaði um varnarsigur VG .
Með orðum sínum vitnaði Steingrímur J . til
þess að um sama leyti og hann sá sér þann
kost vænstan að láta af flokks formennsku
ræddu menn að kannski færi VG niður fyrir
5% mörkin, ættu engan mann á nýju þingi,
þeir fá þó 7 (10,9% atkv .) og Samfylkingin
9 (12,9% atkv .) .
Þetta er ótrúleg sveifla í fylgi frá stjórnar-
flokkum eftir fjögurra ára valdaferil . Hún
ber þess merki að einhvers staðar á leiðinni
hafi samband stjórnarherranna við umhverfi
sitt rofnað, þeir hafi látið stjórnast af þrá eftir
völdum frekar en raunsæju mati á eigin stöðu
og umboði . Það kvarnaðist úr þingflokki
VG á vegferðinni, einkum vegna hollustu
flokks forystunnar við ESB-umsóknina . Í
ágúst 2012 ætluðu þeir þingmenn sem eftir
sátu í flokknum að breyta um stefnu og
gagnrýna ESB-ferlið en Steingrímur J . ljáði
ekki máls á neinum slíkum undanslætti .
Hér skal því haldið fram að gagnrýni
meðal ýmissa þingmanna VG á ESB-aðlög-
unina hafi orðið til þess að flokkurinn stóð
betur að vígi gagnvart kjósendum en Sam-
fylkingin . Að tapa um 17% atkvæða í kosn-
ingum er kollrak eða „hamfarir“ eins og
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra og
arkitekt ósigursins, orðaði það um mið nætti
á kosninganóttinni .
Meginskilin milli Samfylkingar og annarra
flokka er að finna í afstöðunni til Evrópu-
sambandsins . Flokkurinn hefur boðað ESB-
aðild sem upphaf alls þess sem Íslendingar
þarfnist til að ná sér á strik efnahagslega .
Hann hefur einnig talið að eina leiðin til að
losna við gjaldeyrishöftin sé að gerast aðili
að ESB .
Á landsvísu bætti Framsóknarflokkurinn
við sig 9,6% og Sjálfstæðisflokkur bætti við
sig 3% .
Nýju flokkarnir tveir, Björt framtíð og