Þjóðmál - 01.06.2013, Qupperneq 8
Þjóðmál SUmAR 2013 7
Píratar, fengu samtals 13,3%, sá fyrrnefndi
8,2% og sá síðarnefndi 5,1% .
Sjálfstæðisflokkur er stærsti flokkur lands-
ins, fékk 26,7% atkvæða og 19 þing menn .
Fram sóknarflokkurinn er næst stærstur með
24,4% og 19 þing menn . Sam fylkingin fékk
12,9% atkvæða og níu þingmenn, VG með
10,8% og sjö þing sæti, Björt framtíð 8,4%
og sex þingmenn og Pír atar fengu 5,1% og
þrjá þingmenn .
Allir stjórnarandstæðingar hljóta að fagna
þessari niðurstöðu . Útreið ríkisstjórnarinnar
er hrikaleg, öll fyrirstaða í hennar þágu
brast . Hún er hin eina og sanna hrunstjórn
Íslandssögunnar .
II .
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís lands, fól Sigmundi Davíð Gunnlaugs syni,
formanni Framsóknarflokksins, um boð
til að mynda ríkisstjórn þriðjudaginn 30 .
apríl eftir að forseti hafði rætt við for menn
flokkanna sem eiga menn á þingi .
Hinn 21 . maí 2013 sagði Ólafur Ragnar
við Richard Quest, fréttamann CNN, þegar
þeir ræddust við í London (birt er laus leg
þýðing af mbl.is):
„Ég valdi leiðtoga Framsóknarflokksins
en hann lagði í kosningabaráttu sinni mesta
áherslu á að takast á við hús næðisskuldir
heim ilanna og beita þá vogunarsjóði, eða
hvað sem þú vilt kalla þá, þrýstingi svo þeir
næðu ekki fram þeim gríðarlega hagn aði
sem þeir hugðust ná fram á íslensku banka-
kreppunni . Það var mjög athyglis verður
lýðræðis legur sigur og þess vegna veitti ég
honum um boð til að leiða næstu ríkis stjórn
og ég held að honum sé að takast það .“
Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Íslands
hlutast til um stjórnmál á þennan hátt við
myndun ríkisstjórnar, að hann segist hafa
falið manni umboð til ríkisstjórnar vegna
stefnunnar sem hann boðaði í kosninga bar-
áttunni . Hafi Ólafur Ragnar farið á kjörstað
27 . apríl er augljóst af þessum orðum hvar
atkvæði hans féll . Má taka undir með þeim
sem segja að nú hafi Ólafur Ragnar lokið
vegferð sinni um völl íslenskra stjórnmála
með því að snúa aftur til síns gamla flokks,
Framsóknarflokksins .
Þess má minnast að í bók Elíasar Snæ land
Jónssonar, Möðruvallahreyfingin — bar áttu
saga, er Gunnlaugs M . Sigmundssonar,
föð ur Sigmundar Davíðs, oft getið sem
sam herja Ólafs Ragnars á umbrotaárunum
í kring um 1970 þegar Ólafur Ragnar
reyndi að færa Framsóknarflokkinn til
vinstri en varð að lúta í lægra haldi fyrir Ólafi
Jóhannes syni og hans mönnum . Gunn-
laugur M . yfir gaf þó aldrei Framsóknar-
flokk inn eins og Ólafur Ragnar .
Á vefsíðu minni sagði ég þriðjudaginn 21 .
maí:
„Undarlegt er að lesa um að Ólafur Ragnar
Grímsson segist hafa valið Sigmund Davíð
Gunnlaugsson til að mynda ríkisstjórn á
Íslandi af því að honum hugnaðist stefnan
sem hann boðaði fyrir kosningar . Ólafur
Ragnar fer hér enn einu sinni út fyrir
hæfileg mörk í afskiptum af stjórnmálum
og hann undir strikar afskiptasemi sína
með því að kalla Sigmund Davíð til sín á
Bessastaði á morgun . Hvað vakir fyrir Ólafi
Ragnari með þessu? Að gera lítið úr Jóhönnu
Sigurðardóttur og flokki hennar eða VG?
Hann gerir Sigmundi Davíð eða nýrri ríkis-
stjórn engan greiða með þessu .“
Miðvikudaginn 22 . maí hitti Ólafur
Ú treið ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur er hrikaleg,
öll fyrirstaða í hennar þágu
brast . Hún er hin eina og sanna
hrunstjórn Íslandssögunnar .