Þjóðmál - 01.06.2013, Side 9

Þjóðmál - 01.06.2013, Side 9
8 Þjóðmál SUmAR 2013 Ragnar (70 ára) Sigmund Davíð (38 ára) að Bessastöðum og fékk hjá honum skýrslu um stjórnarmyndunarviðræðurnar sem þá höfðu staðið í þrjár vikur, þar af tvær við Bjarna Benediktsson, formann Sjálf stæðis - flokksins . Hin nýja ríkisstjórn Fram sóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks var síðan skipuð fimmtudaginn 23 . maí, fjórir ráðherrar frá Framsóknarflokknum og fimm frá Sjálf - stæðis flokknum . Kæmi ekki á óvart að Ólafur Ragnar hefði lagt ráðherrum lífs- reglurnar á ríkisráðsfundinum . Honum hefur áreiðanlega liðið eins og prófessor með nem endum, enginn ráðherranna hefur áður setið í ríkisstjórn . Ólafur Ragnar og Jóhanna Sigurðardóttir skiptust á bréfum og hún hafði í hótunum við hann af því að hann vildi ekki sætta sig við siðareglur hennar . Þá taldi Ólafur Ragnar nær að forseti og forsætisráðherra hittust og ræddu saman í stað bréfaskipta . Allt bendir til að samband Ólafs Ragnars og Sigmundar Davíðs verði í þeim anda sem Bessastaðabóndinn kýs . III . Frá fyrsta degi eftir kosningar var ekki annað í kortunum en að Sjálf stæðis- flokk ur og Framsóknarflokkur mynduðu ríkis stjórn . Formenn flokkanna hefðu átt að tilkynna forseta Íslands áform sín um stjórn- ar samstarf strax mánudaginn 29 . apríl . Þeir gerðu það ekki . Í stað þess skapaðist svigrúm fyrir Ólaf Ragnar til að láta ljós sitt skína í þriggja vikna samtalslotu í umboði hans . Fyrstu vikuna notaði Sigmundur Davíð til að ræða við formenn allra flokka og gaf til kynna að hann leitaði að þeim sem best mátaði inn í loforðaramma framsóknarmanna . Síðari tvær vikurnar ræddu Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson saman . Flokksformennirnir völdu þann kost að ræða einkum saman utan Reykjavíkur í sumarhúsum . Dró það athygli að þeirri staðreynd að um tveggja manna samtal væri að ræða . Má segja aðferðina í samræmi við það sem tíðkast hefur í stjórnar mynd- un arviðræðum í rúma tvo áratugi, það er frá því að Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson mynduðu fyrsta ráðuneyti Davíðs sem settist að völdum 30 . apríl 1991 . Var sú ríkisstjórn gjarnan kennd við Viðey því að þar ráku þeir Davíð og Jón smiðshöggið á stjórnarmyndunina . Fyrir því mátti færa rök að Davíð Oddsson kysi að tengja myndun fyrstu ríkisstjórnar sinnar Viðey . Eitt af góðum verkum hans sem borgarstjóri var einmitt að vinna að endurreisn í Viðey og gera húsakost þannig úr garði að ekki væri lengur landi og þjóð til skammar . Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J . Sigfússon kynntu sáttmála ríkisstjórnar sinnar 10 . maí 2009 á blaðamannafundi í Norræna húsinu . Þau völdu húsið í Vatns- mýrinni til að árétta höfuðmarkmið sitt að feta í fótspor norrænna velferðarstjórna . Líklegt er að engin þeirra stjórna sem kenna sig við velferð á Norðurlöndum vilji láta skipa sér í fylkingu með ríkisstjórninni sem íslenskir kjósendur höfnuðu á eftir minni- legan hátt 27 . apríl 2013 . Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson rituðu miðvikudaginn 22 . maí undir stjórnarsáttmála í húsnæði gamla Héraðsskólans á Laugarvatni . Í máli Sigmundar Davíðs kom fram að ríkis- stjórnin mundi starfa í anda ungmenna- félagshreyfingarinnar með ræktun lýðs og lands að leiðarljósi . Héraðsskólahúsið á Laugarvatni er frá árinu 1928 og teiknaði Guðjón Samúelsson það með burstabæinn sem fyrirmynd, var húsið friðað árið 2003 . Vandinn er hins vegar sá að húsið nýtist ekki sem skyldi og í febrúar 2013 óskuðu ríkiskaup fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytisins

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.