Þjóðmál - 01.06.2013, Síða 9

Þjóðmál - 01.06.2013, Síða 9
8 Þjóðmál SUmAR 2013 Ragnar (70 ára) Sigmund Davíð (38 ára) að Bessastöðum og fékk hjá honum skýrslu um stjórnarmyndunarviðræðurnar sem þá höfðu staðið í þrjár vikur, þar af tvær við Bjarna Benediktsson, formann Sjálf stæðis - flokksins . Hin nýja ríkisstjórn Fram sóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks var síðan skipuð fimmtudaginn 23 . maí, fjórir ráðherrar frá Framsóknarflokknum og fimm frá Sjálf - stæðis flokknum . Kæmi ekki á óvart að Ólafur Ragnar hefði lagt ráðherrum lífs- reglurnar á ríkisráðsfundinum . Honum hefur áreiðanlega liðið eins og prófessor með nem endum, enginn ráðherranna hefur áður setið í ríkisstjórn . Ólafur Ragnar og Jóhanna Sigurðardóttir skiptust á bréfum og hún hafði í hótunum við hann af því að hann vildi ekki sætta sig við siðareglur hennar . Þá taldi Ólafur Ragnar nær að forseti og forsætisráðherra hittust og ræddu saman í stað bréfaskipta . Allt bendir til að samband Ólafs Ragnars og Sigmundar Davíðs verði í þeim anda sem Bessastaðabóndinn kýs . III . Frá fyrsta degi eftir kosningar var ekki annað í kortunum en að Sjálf stæðis- flokk ur og Framsóknarflokkur mynduðu ríkis stjórn . Formenn flokkanna hefðu átt að tilkynna forseta Íslands áform sín um stjórn- ar samstarf strax mánudaginn 29 . apríl . Þeir gerðu það ekki . Í stað þess skapaðist svigrúm fyrir Ólaf Ragnar til að láta ljós sitt skína í þriggja vikna samtalslotu í umboði hans . Fyrstu vikuna notaði Sigmundur Davíð til að ræða við formenn allra flokka og gaf til kynna að hann leitaði að þeim sem best mátaði inn í loforðaramma framsóknarmanna . Síðari tvær vikurnar ræddu Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson saman . Flokksformennirnir völdu þann kost að ræða einkum saman utan Reykjavíkur í sumarhúsum . Dró það athygli að þeirri staðreynd að um tveggja manna samtal væri að ræða . Má segja aðferðina í samræmi við það sem tíðkast hefur í stjórnar mynd- un arviðræðum í rúma tvo áratugi, það er frá því að Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson mynduðu fyrsta ráðuneyti Davíðs sem settist að völdum 30 . apríl 1991 . Var sú ríkisstjórn gjarnan kennd við Viðey því að þar ráku þeir Davíð og Jón smiðshöggið á stjórnarmyndunina . Fyrir því mátti færa rök að Davíð Oddsson kysi að tengja myndun fyrstu ríkisstjórnar sinnar Viðey . Eitt af góðum verkum hans sem borgarstjóri var einmitt að vinna að endurreisn í Viðey og gera húsakost þannig úr garði að ekki væri lengur landi og þjóð til skammar . Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J . Sigfússon kynntu sáttmála ríkisstjórnar sinnar 10 . maí 2009 á blaðamannafundi í Norræna húsinu . Þau völdu húsið í Vatns- mýrinni til að árétta höfuðmarkmið sitt að feta í fótspor norrænna velferðarstjórna . Líklegt er að engin þeirra stjórna sem kenna sig við velferð á Norðurlöndum vilji láta skipa sér í fylkingu með ríkisstjórninni sem íslenskir kjósendur höfnuðu á eftir minni- legan hátt 27 . apríl 2013 . Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson rituðu miðvikudaginn 22 . maí undir stjórnarsáttmála í húsnæði gamla Héraðsskólans á Laugarvatni . Í máli Sigmundar Davíðs kom fram að ríkis- stjórnin mundi starfa í anda ungmenna- félagshreyfingarinnar með ræktun lýðs og lands að leiðarljósi . Héraðsskólahúsið á Laugarvatni er frá árinu 1928 og teiknaði Guðjón Samúelsson það með burstabæinn sem fyrirmynd, var húsið friðað árið 2003 . Vandinn er hins vegar sá að húsið nýtist ekki sem skyldi og í febrúar 2013 óskuðu ríkiskaup fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytisins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.