Þjóðmál - 01.06.2013, Page 10

Þjóðmál - 01.06.2013, Page 10
 Þjóðmál SUmAR 2013 9 eftir hugmyndum frá áhugasömum aðil um um að taka það á leigu og reka þar starf- semi . Stjórnarsáttmálinn sem ritað var undir í Laugarvatnshúsinu einkennist ekki af skorti á hugmyndum um hvað þjóðinni sé helst til heilla og fylgja ríkisstjórninni góðar óskir um að henni takist að hrinda þeim öllum í framkvæmd . Að Sigmundi Davíð hafi þótt nokkru skipta að rita undir sáttmála stjórnar sinnar í húsi sem tengist Guðjóni Samúelssyni og Jónasi Jónssyni frá Hriflu endurspeglast í þessum orðum í inngangi sáttmálans: „Íslensk þjóðmenning verður í hávegum höfð, að henni hlúð og hún efld . Áhersla verður lögð á málvernd, vernd sögulegra minja og skráningu Íslandssögunnar, auk rannsókna og fræðslu . Ríkisstjórnin mun vinna að því að auka virðingu fyrir merkri sögu landsins, menningu þess og tungu- málinu, innanlands sem utan .“ Til að árétta þetta tók hinn nýi for- sætis ráðherra undir stjórn sína málefni þjóð menningarinnar sem til þessa hafa verið mikilvægur hluti mennta mála ráðu- neytisins . Að skera þannig sneið af köku menntamálaráðuneytisins og flytja í for- sætis ráðuneytið var unnt við myndun ríkis- stjórnarinnar vegna breytinga sem Jóhanna Sigurðardóttir lét lögfesta um Stjórnarráð Íslands . Hringl af þessu tagi með mikilvæga málaflokka verður aðeins til að skapa los í stjórnarháttum . Um leið og þetta er sagt er áherslu ríkis- stjórn arinnar á þjóðmenningu fagnað . Sé þeim þætti sem snertir þjóðmenninguna ekki sýnd alúð rofna tengsl þjóðarinnar við sögu- legan og menningarlegan uppruna sinn . Slíkt rof yrði í andstöðu við viðleitni til að styrkja stöðu Íslendinga í samfélagi þjóðanna . IV . Íhinum nýja stjórnarsáttmála kveður við annan tón í ESB-málum en hjá ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur . Hún vildi ljúka viðræðum við ESB um aðild og leggja niðurstöðuna undir dóm kjósenda . Í yfirlýsingu nýju ríkisstjórnarinnar segir um þetta efni: „Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins . Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni . Ekki verður haldið lengra í aðildar- viðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu .“ ESB-viðræðunum verður hætt . Það er afdráttarlaust . Þá verður gerð úttekt á „stöðu viðræðn- anna og þróun mála innan sambandsins“ . Miklu skiptir að úttektin verði unnin á allt annan hátt en þann sem einkennt hefur samskiptin við ESB frá 2009 þar sem forðast hefur verið að lýsa málum eins og þau eru . Þess í stað hafa íslensk stjórnvöld tileinkað sér blekkingartal Brusselmanna þar sem leitast er við að breiða yfir allan ágreining út á við í von um að með baktjaldamakki fjarri almenningi takist að finna áferðarfallegar lausnir sem þýða í reynd annað en látið er í veðri vaka . Deilan um hvort umsókn um aðild leiði til kröfu ESB um aðlögun frá fyrsta umsóknardegi er til marks um Sé þjóðmenningunni ekki sýnd alúð rofna tengsl þjóðarinnar við sögulegan og menningarlegan uppruna sinn . Slíkt rof yrði í andstöðu við viðleitni til að styrkja stöðu Íslendinga í samfélagi þjóðanna .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.