Þjóðmál - 01.06.2013, Page 13

Þjóðmál - 01.06.2013, Page 13
12 Þjóðmál SUmAR 2013 erfitt að setja sig inn í daglegt líf í þjóðfélagi þar sem maður hefur ekki búið . Hvað sem því líður — í nokkur skipti hef ég haft tækifæri til að skoða mig um í Berlín og lesa mér nokkuð rækilega til um ástandið . Þar á meðal er sérlega áhrifamikil bók Önnu Funder, Stasiland, sem Ugla gaf út 2012, og verður vikið að nánar síðar í greininni . Helsti kostur Stasilands er sá að bókin gefur sterka tilfinningu fyrir því hvernig austur-þýsk yfirvöld sviptu þegna sína öllu því sem mætti kalla einkalíf . Um leið afhjúpar bókin grimm örlög þeirra sem komust upp á kant við kerfið . En til að skilja þessa sögu er ekki síður áhrifamikið að skoða Deutsche Demokratische Republik (DDR)-safnið sem finna má við Karl-Liebknecht-Straße þó það hafi fremur sakleysislegt túristayfirbragð . Einnig er áhugavert að skoða sjálft Stasi-safnið sem er í hinum gömlu höfuðstöðvum Stasi við Ruschestraße en þangað er 15 mínútna lestarferð frá Alexanderplatz . Safnið er í gríðarstórum byggingum í útjaðri þess sem áður var Austur-Berlín . Sá hluti sem er sýndur ferðamönnum minnir á hefðbundið skrifstofuhúsnæði og gestir sjá engin merki um þann hrylling sem fangar máttu þola . Í höfuðstöðvum Stasi má finna sterkar vísbendingar um það njósnaþjóðfélag sem ríkti í Austur-Þýskalandi . 111 hillukíló- metrar af skjölum, 1,7 milljón ljósmyndir og 28 .000 tonn af margs konar gögnum sýna það glöggt . En skoðum aðeins forsögu málsins . Skjöldur og sverð Skjöldur og sverð flokksins .“ Það var það sem austur-þýska öryggisráðuneytið taldi sig vera eins og sést í skjaldarmerki þess . Flokkurinn, sem hér er vísað til, var að sjálf sögðu austurþýski kommúnista- flokkurinn (Sozialistische Einheitspartei Deutsch lands, SED), sem var ein ræðis- flokkur er bauð þegnum sínum aldrei upp á frjálsar kosningar . Öryggisráðu neytið var í raun ekki annað en öryggis lögregla (Staatssicherheit) sem í daglegu tali var aldrei kölluð annað en Stasi og var bein framlenging af SED . Öryggislögregan var grófasta birtingarmynd þess einræðisvalds sem kommúnistar studdust við og var kjarni ríkisskipulagsins í Þýska alþýðulýðveldinu . Að eðli og skipulagi var Stasi leynilögregla . Hún vakti yfir og fylgdist með öllum þeim sem gátu talist andstæðingar einræðis Kommúnistaflokksins og þar af leiðandi ríkisskipulagsins . Stasi hafði heimild til að handtaka hvern sem var í landinu og halda í eigin fangelsum og yfirheyra síðan að geðþótta . Hinn handtekni var ekki leiddur fyrir dómara fyrr en Stasi taldi það henta . Engin trygging var fyrir sanngjarnri

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.