Þjóðmál - 01.06.2013, Qupperneq 14

Þjóðmál - 01.06.2013, Qupperneq 14
 Þjóðmál SUmAR 2013 13 málsmeðferð . Þetta er rakið í bók Önnu Funder með átakanlegum hætti . Smám saman lagði Stasi þannig undir sig samfé- lag ið og líf fólks . Þrígreining ríkisvaldsins varð að hjómi og Stasi varð að ríki í ríkinu . Á sama tíma var Stasi öflugasta njósna- og gagnnjósnastofnun heims . Ekki endi- lega vegna þess hve skilvirk hún var heldur tryggði umfang Stasi stofnuninni ótrú- lega yfirsýn yfir það sem gerðist í Austur- Þýskalandi og reyndar líka í Vestur- Þýskalandi . Með tímanum óx Stasi upp í gríðar legt skrifræðisbákn sem stöðugt bætti á sig verkefnum . Stasi sá þannig lands- feðr un um fyrir lífvörðum og hafði hús- bónda vald á flokksskrifstofunum . Stasi réð meira eða minna öllu landamæraeftirliti og vega bréfaskoðun og fylgdist nákvæmlega með öllum flutningum á fólki og vörum inn og út úr Austur-Þýskalandi . Stasi stundaði víðtæk vopnaviðskipti og seldi tækni og þekkingu þar sem hagsmunir flokksræðisins kölluðu á . Stasi átti meira að segja sigursælasta íþróttafélag landsins, FC Dynamo Berlin, sem varð austur-þýskur meistari oftast allra . Þar sem annars staðar var lyfjanotkun grundvöllur íþróttaafreka í alþýðulýðveldinu og skipti heilsa og velferð íþróttamanna engu . Af því eru átakanlegar sögur . Undirróðursstarfsemi í Vestur-Þýska- landi var stór þáttur í starfsemi Stasi og fengu til að mynda liðsmenn Rauðu herdeildar innar (RAF) þjálfun, vopn og stuðning hjá Stasi . Tengslin við RAF hafa ekki verið full rannsökuð en síðustu handtökur á liðsmönnum RAF voru fram- kvæmdar í austurhluta Þýskalands í júní 1990 . Þá voru 10 liðsmenn samtakanna handteknir en þeir höfðu á sínum tíma flúið til Austur-Þýskalands . Margt bendir til þess að samstarf Stasi og RAF hafi verið umtalsvert og er hugsanlegt að starfsmenn Stasi hafi komið sjálfir að aðgerðum sem talið var að RAF hafi staðið fyrir í Vestur- Þýska landi . Hluti alheimsbaráttu kommúnismans Á tímum kalda stríðsins litu Stasimenn svo á að starfsemi stofnunarinnar væri hluti af alheimsbaráttu kommúnismans/ sósíal ism ans gegn heimsvaldastefnu hins kapítal íska heims . Þessi barátta birtist ekki síst í hinu klofna Þýskalandi, þar væri baráttan hörðust og því bæri Stasi að vera á verði . Öryggisráðuneytið heyrði beint undir aðal ritara kommúnistaflokksins . Því starfi gegndi Walter Ulbricht til 1971 en þá tók Erich Honecker við og gegndi starfinu til loka, utan þess stutta tíma sem Egon Krenz fékk lyklavöldin haustið 1989 . Öryggismálin voru ekki undanskilin öðru pólitísku starfi kommúnistaflokksins . Ótvírætt er að fyrirmyndin að upp- bygg ingu öryggiskerfis Austur-Þýska- lands var sótt til Sovétríkjanna . Strax eftir byltinguna 1917 höfðu bolsévikar stofnað leynilögreglu til að berjast gegn andbyltingaröflum og hryðjuverkum . Leyni lögregla þessi fékk fljótlega viður- nefnin rauða ógnvaldið en var í daglegu tali kölluð Cheka eftir rúss neskri skamm- stöfun heitis síns . Cheka hafði frá upphafi nær ótakmarkaðar valdheimildir til að upp ræta „andbyltingaröfl“ . Undir stjórn Stalíns þróaðist Cheka (og arftakar eins og GPU, OGPU, NKVD, NKGB) í stofnun sem beitti aðferðafræði hryðjuverka innan flokksins og úti í samfélaginu . Niðurstaðan varð fullkomið ógnarríki í Sovétríkjunum undir stjórn Stalíns . Þó að framkvæmdin hafi mildast við fráfall Stalíns þá lifði hug myndafræðin . Öryggislögreglan var einn af hornstólpum Sovétríkjanna allt til loka og ól af sér lík fyrirbæri í leppríkjum þeirra .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.