Þjóðmál - 01.06.2013, Page 16
Þjóðmál SUmAR 2013 15
að einhver væri að fylgjast með . Sem
dæmi um eftirlitsgetu Stasi þá var talið að
stofnunin gæti hlustað á 20 .000 símtöl í
senn í Austur-Berlín einni!
Forstjóri Stasi
Eins og gefur að skilja var þetta ríki ofan á ríkið þungur baggi fyrir efnahag
Austur-Þýskalands sem var ekki beysinn
fyrir . Útþensla Stasi hófst fyrir alvöru
þegar Erich Mielke tók við sem forstjóri
árið 1957 . Ulbricht vildi reyndar ekki
veita Mielke aðgang að Politburo, æðstu
stofnun flokksins, en það stöðvaði ekki
Mielke sem jók völd sín nánast allt til loka .
Í bók Önnu Funder er brugðið upp mynd
af honum en hún telur hann hafa verið
geðvilling (psychopath) . „Samstarfsmenn
óttuðust hann, flokksfélagar óttuðust hann,
verkamenn óttuðust hann og almenningur
óttaðist hann,“ skrifar Anna Funder
(Stasiland, bls . 70) . Mielke starfaði með
NKVD, leynilögreglu Stalíns og tók þátt
í borgarastyrjöldinni á Spáni . Þegar yfir
lauk varð hann táknmynd alls þess sem fór
úrskeiðis í Austur-Þýskalandi og það hlýtur
að sæta undrun hve auðveldlega hann slapp
frá uppgjörinu eftir fall alþýðulýðveldisins .
Að lokum var hann ákærður fyrir morð á
tveimur þýskum lögregluþjónum árið 1931
og dæmdur í sex ára fangelsi . Það fannst
mörgum lítil refsing fyrir mann sem sumir
líktu við Hitler og Himmler .
En hvers konar þjóðfélag ól þetta lög reglu-
ríki af sér? Margir virðast hafa þokkalega
reynslu af Austur-Þýskalandi, þetta hafi jú
verið hálfgert skríparíki með miklu eftirliti en
Stasi-safnið í Berlín . Til vinstri: Erich Mielke, forstjóri Stasi .