Þjóðmál - 01.06.2013, Page 17

Þjóðmál - 01.06.2013, Page 17
16 Þjóðmál SUmAR 2013 að öðru leyti í lagi . Ferðamenn í Vestur-Berlín fengu að skjótast austur yfir við Check point Charlie, kaupa bjór og eitthvað glingur en urðu að koma sér aftur vestur áður en skyggja tók . Fólkið reyndist oftar en ekki vins amlegt og erfitt var að sjá að neitt amaði beinlínis að þó að neysluhyggja vestursins væri víðs fjarri . Sem betur fer, sögðu margir vinstrisinnar . Upp lifun íslenskra vinstrimanna, sem dvöldu í Austur-Þýskalandi um lengri eða skemmri tíma, var í samræmi við þetta . Sumir sögðu kerfi ð hálfasnalegt og að engin leið hefði verið að taka það allvarlega . Yfirstéttin lifði í allsnægtum Á DDR-safninu fæst hins vegar nokkur innsýn í þá misskiptingu sem lifði í Þýska alþýðulýðveldinu . Landinu var stjórn að af um 10 .000 manna yfirstétt (nomen klatura) sem skammtaði sér lífs- þægindi sem voru ekki í neinum tengslum við það sem aðrir þegnar alþýðulýðveldis- ins bjuggu við . Yfirstéttin hafði þannig að- gang að eigin heilbrigðiskerfi sem ekki stóð öðrum til boða . Hún gat verslað í sérstökum verslunum með ríkulegara vöruúrvali en öðrum bauðst og átti sína afmörkuðu sum- ar leyfisstaði . Þeir hærra settu keyrðu um á Volvo sem væntanlega studdi þá skoðun þeirra að þeir væru ekki mjög langt frá sænska velferðarkerfinu sem var hinum megin við Eystrasaltið . Fólk var handtekið fyrir allt mögulegt í Austur-Þýskalandi . Óvarleg orð eða mis- ráðin fyndni dugðu til . Það var hins vegar ekki endilega á sviði líkamlegs ofbeldis — sem var sannarlega nóg — sem Stasi fullkomnaði tækni sína . Þvert á móti var stofnunin slyngust í því að grafa undan fólki og rugla það í rýminu þannig að það missti smám saman fótanna í lífinu . Þessi aðferð var kölluð „zersetzung“ og fólgst meðal annars í því að svipta fólk einkalífi eða hefðbundnu fjölskyldulífi . Með því að vera stöðugt að ráðst inn í einkalíf fólks, hvort sem það var á heimili eða í vinnu, tókst útsendurum Stasi oftar en ekki að eyðileggja fólk . Oft var farið inn á heimili fólks, myndir eða húsgögn færð til og þannig skilin eftir augljós ummerki um húsbrot . Stundum var haft fyrir því að skipta um hluti, mat eða heimilistæki, allt til þess að rugla fólk . Smám saman fékk fólk það á tilfinninguna að því væri hvergi óhætt . Enginn var óhultur og svo lenti fólk í yfirheyrslum sem að lokum brutu alla niður eins og lýst er í Stasilandi þar sem lýst er yfirheyrslu yfir 16 ára stúlku: Yfirheyrslurnar yfir Miriam Weber, sextán ára gamalli, fóru fram á hverri nóttu í tíu nætur í röð frá klukkan tíu á kvöldin til klukkan fjögur að nóttu . Ljósin í klefanum voru slökkt klukkan átta á kvöldin og hún svaf í tvo tíma áður en hún var færð í yfirheyrsluherbergið . Farið var með hana aftur í klefann tveimur tímum áður en ljósin voru kveikt klukkan sex á morgnana . Henni var ekki leyft að sofa á daginn . Fangavörður fylgdist með henni í gægjugatinu og barði í hurðina ef hún dottaði . (Bls . 35 .) Á meðan á þessu stóð var hin unga Miriam rægð þannig að hún missti tiltrú vina og ættingja . Það var snar þáttur í sálfræðihernaði Stasi sem sá að líkamlegar misþyrmingar dugðu verr en ófrægingarherferðir og mannorðsmissir . Eftir því sem leið á treysti Stasi sífellt meir á slíkar aðferðir sem milduðu um leið ímynd Austur-Þýskalands sem ofbeldisríkis . Miðað við grimmdaræði kommúnista víða annars staðar þá eru tölurnar til þess að gera hófstilltar í Austur-Þýskalandi . Milli 13 . ágúst 1961 og þess þegar landamærin vestur voru opnuð 9 . nóvember 1989 eru

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.