Þjóðmál - 01.06.2013, Síða 18

Þjóðmál - 01.06.2013, Síða 18
 Þjóðmál SUmAR 2013 17 skráð 186 mannslát við landamærin austan megin . Þegar hins vegar farið var að skoða í skjalasöfn Stasi kom í ljós að minnsta kosti 825 manns höfðu goldið með lífi sínu tilraunir til að flýja vestur . Þetta kom fram í málsskjölum þegar réttað var yfir meðlimum austur-þýska öryggisráðsins . Til viðbótar því sem átti sér stað við landamæri voru óskilgreind dauðsföll úti um allt Austur-Þýskaland sem verða helst rakin til lögregluyfirvalda . Haustið 1991 var búið að skrá 4 .444 dráp eða morðtilræði þar sem ekki var ljóst hvað hafði orðið um fórnarlambið . Þessar tölur eru því enn að breytast . Því til viðbótar komu um 40 .000 dómsúrskurðir þar sem ákæruefnin voru pólitísk . Talið er að um 240 .000 manns hafi þurft að dvelja um lengri eða skemmri tíma vegna pólitískra skoðana í austur-þýskum fangelsum . Þegar allt þetta er haft í huga er heldur undarlegt að hugsa til þess að margir fyrrum íbúar Austur-Þýskalands virðast sakna tímans fyrir fall múrsins . Ekki eingöngu fólk sem flaut ofan á í kerfinu heldur einnig almennir borgarar . Engin leið er að segja til um hve almennt þetta viðhorf er en augljóslega urðu Austur-Þjóðverjar fyrir vonbrigðum með hlutskipti sitt eftir að þýsku ríkin sam ein uð- ust . Viðvarandi atvinnu leysi í Austur-Þýska- landi hefur skipt miklu . Það helgast fyrst og fremst af því að efna hagur landsins var í rúst við sameiningu . Ráðast þurfti í gríðarlega fjárfestingu til að bæta lífs skil yrði fólks austan megin sem hafa smám sam an verið að færast nær því sem þekkist fyrir vestan . Eðlilega finnst mörgum ganga hægt . Hugsanlega þarf að skoða kenningar heim spekingsins Hönnuh Arendt (1906– 1975) um lágkúru illskunnar (e . banality of evil, sem einnig hefur verið þýtt „fáfengi- leiki illskunnar“) til að skilja hvernig hvers- dagslegt fólk getur tekið þátt í voða verkum alræðisríkis . Og ekki síður til að skilja hvernig slíkt skrifræðisríki gat orðið til og að einhver skuli geta mælt því bót . Það var við hæfi að stofnun skyldi komið upp henni til heiðurs í Dresden skömmu eftir fall múrsins en líklega hafa fáir lagt jafn mikið til skilnings á alræðishyggjunni en einmitt hún . Er vonandi að aukin þekking og skilningur á forsendum alræðishyggjunnar komi í veg fyrir slík ríki í framtíðinni . Heimildir: Anna Funder: Stasiland. Sögur af fólki handan Berlínar­ múrsins . Reykjavík 2012 . Jens Gieseke: The GDR State Security. Shield and Sword of the Party . Berlín 2006 . John O . Koehler: Stasi. The Untold Story of the East German Secret Police . Sjá einnig: www .stasimuseum .de http://www .hait .tu-dresden .de/ext/homepage .asp Berlínarmúrinn, múr smánarinnar, brotinn niður af almenningi í nóvember 1989 — táknmynd endaloka sovétkommúnismans í Evrópu .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.