Þjóðmál - 01.06.2013, Side 24

Þjóðmál - 01.06.2013, Side 24
 Þjóðmál SUmAR 2013 23 komið með krók á móti bragði . Með því að leggja sæstreng til Bretlands er hægt að selja orkuna svo dýrt, að allar virkjan ir verða hagkvæmar . Bæði Geysir og Land- mannalaugar færu lóð beint í nýtingar- flokk . Það hafa verið skrifaðir nokkrir ágætis pistlar um Hvell . Það er að sjálfsögðu hægt að skoða myndina frá mörgum hliðum . Einn pistlahöfundur sá í myndinni hetju lega baráttu fyrir eignarréttinum . Aðrir súpa hveljur yfir því hve litlu munaði að heimska fortíðarinnar hefði haft betur og eyðilagt einhverja mestu náttúruperlu í veröldinni . Allir dást að samstöðunni í sveitinni . En í mínum huga er myndin fyrst og fremst herhvöt . Hún er upphaf að barátt- unni fyrir friðhelgi Mývatns . Ekki bara heim ildarmynd og alls ekki sögulok . Bar- áttu aðferðir „Jötnanna“ hafa breyst . Í stað hót ana eru í boði gull og grænir skógar . Með nýlegum lagabreytingum, svo sem til dæmis á vatnalögum, er hægt að bera fé á einstaka bændur og einstakar sveitarstjórnir og rjúfa þannig samstöðu sveitanna . Þingheimur samþykkti fyrir fáum mán-uð um síðan, að leyfa virkjanir sem munu örugglega ganga af Mývatni dauðu . Virkj anir á Þeistareykjum og Kröflu og Bjarn ar flagi munu raska vatnsbúskap svæð is ins . Fugla paradísin Mývatn mun ekki lifa af þá brenni steinsmengun sem af mun hljótast . Mý vatns svæðið, sem er eitt hvert mesta augna yndi heims, mun verða örum sett af bor möstr um, há- spennu línum og öðrum mann virkj um . Meirihluti þingmanna og þar á meðal for- stöðumenn umhverfissinna á þingi sam - þykktu eyðileggingu Mývatns þann 14 . jan úar 2013 . Nokkrir mótmæltu eða sátu hjá, sök um þess að þeim fannst ekki nóg hart fram gengið . Þeir menn skipa nú meiri hluta þings . Við getum huggað okkur við að þegar Mývatn verður á endanum eyðilagt til að tryggja byggð á Húsavík, þá verður það gert á faglegum forsendum . Ef þjóðin vill vernda Mývatn, þarf hún að fara í stríð við virkjanajötnana .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.